Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 — 60. tölublað — 10. árgangur SIGRÍÐUR SOFFÍA NÍELSDÓTTIR Spennandi grasrótarstarf FÖSTUDAGUR FYLGIR Í DAG Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Næringarfræðingurinn Ragnheið-ur Ásta Guðnadóttir, eða Ásta eins og hún er kölluð, leggur eins og gefur að skilja mikið upp úr hollu mataræði. Umfram allt leggur hún þó áherslu á fjölbreytni. „Ég er með fjögur börn á heimil-inu og reyni að bjóða upp á mat úr öllum fæðuflokkum og hafa jafnt fisk-, kjöt- og grænmetisrétti áborðum Ég Fjölbreytnin fyrir ölluMatur úr öllum fæðuflokkum er í boði á heimili næringarfræðingsins Ragnheiðar Ástu Guðnadóttur. Hún reynir að hafa hollar neysluvenjur fyrir börnunum sínum en er þó ekki með boð og bönn. Arna Þórey Benediktsdóttir dóttir Ástu nælir sér í bita. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pitsudeig 15 g pressuger1 ¼ dl volgt vatn3 ½ dl hveiti og heilhveiti til helminga ½ tsk. salt ½ tsk. sykur Álegg 300 g skelfiskur (til dæmis humar og hörpu-diskur) 2 msk. hvítlauksolía (2 stk. marin hvítlauk if Pitsudegið flatt út á bökunarplötu, pitsu -sósu, rifnum osti, skelfiski og tómötum dreift yfir Krydd ð SKELFISKS-PIZZA TÚLÍPANAR af sjötíu mismunandi gerðum og tíu afbrigði af liljum verða til sýnis í Blómavali í Skútuvogi um helgina. Flest blómanna eru sérstaklega ræktuð hér á landi fyrir þessa sýningu. Sýningargestir velja fallegasta túlípanaafbrigðið á sýningunni. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 16 og opið er til 21 bæði laugardag og sunnudag. framlengt út marsHinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJAmeð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINSferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.)BEIKONVAFINN OG FYLLTUR FASANImeð polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) RIB EYEmeð kartöfluturni, Bearnaisesóog t i 1 2 3 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf! FJÖLMIÐLAR Slysavarnafélagið Landsbjörg hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Verðlauna- féð nemur einni milljón króna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningar- húsinu. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna en þau komu í hlut Jóns Böðvars- sonar sagnfræðings og kennara. Hvunndagshetjan 2010 er gleðigjafinn André Bachmann. Verðlaunin hlýtur hann ekki síst fyrir frumkvæði sitt að árlegri jólaskemmtun fyrir fatl- aða. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar vann Gauraflokkurinn í Vatnaskógi. Í Gauraflokknum býðst drengjum með ADHD sumarbúðadvöl sem löguð er að þörfum þeirra. Hugarafl hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Innan þeirra vébanda starfa saman á jafnréttisgrunni notendur geðheilbrigðis- þjónustu og fagfólk. - st / sjá síðu 10 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins veitt í fimmta sinn: Landsbjörg hlaut verðlaunin föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 12. mars 2010 Gekk á línu í sirkusskóla Dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir hefur vakið athygli fyrir verk sí á RAGNHEIÐUR ÁSTA GUÐNADÓTTIR Gefur uppskrift að góðri skelfisks-pitsu • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Framtíðin ræðst Þorsteinn Stephensen segir að framtíð Iceland Airwaves-hátíðarinnar ráðist í næstu viku. FÓLK 28 FJÁRMÁL Um síðustu áramót voru inneignir í bönkum hér á landi tæplega sextánhundruð milljarð- ar króna. Spariféð hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og kreppan hefur ekki haft áhrif þar á. Í sept- ember 2003 nam spariféð tæplega 469 milljörðum króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Seðla- banka Íslands. Peningamarkaðssjóðir rýrnuðu mjög við bankahrunið, úr 236 millj- örðum í september 2008, í 99 millj- arða í október sama ár. Á þeim eru nú tæplega 187 milljarðar, svipað og fyrir um tveimur árum. Almennt sparifé er um 380 milljarðar og eru 238 þeirra óbundnir, en 142 millj- arðar á innlendum gjaldeyrissjóð- um. Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra segir þessar upphæðir skýrast af því að fátt sé um aðra fjárfestingarkosti. Þá sé fjöldi útlendinga með fé fast inni í bönk- unum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé óæskilegt, en þetta er ekki sú fjármögnun sem maður býst við að bankarnir hafi þegar til lengdar lætur. Þetta á eftir að færast í eðlilegra horf. Það er mjög mikilvægt að fólk fjárfesti í fleiru en að leggja féð inn á bankareikn- inga.“ Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir þetta dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðn- un ríki. Fólk haldi að sér höndum. Þá sé markaður með hlutabréf ekki svipur hjá sjón og fólk treysti skuldabréfum fyrirtækja lítt. - kóp / sjá síðu 6 Eiga sextánhundruð milljarða í sparifé Inneignir í bönkum nema sextánhundruð milljörðum. Peningamarkaðssjóðir hafa rýrnað og eru svipaðir að stærð og þeir voru fyrir tveimur árum. Hagfræð- ingur segir fólk fara varlega í eyðslu og kostir til fjárfestinga séu takmarkaðir. E N N E M M / S ÍA / N M 4 12 4 5 Lest’ana! ÓGLEYMANLEG ÞROSKASAGA H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is FÓLK Grínhópurinn Fóstbræður snýr aftur eftir langt hlé þegar nýtt leikverk úr smiðju hans verð- ur frumsýnt í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári. Allur upp- runalegi hópurinn kemur að sýn- ingunni sem verður leikstýrt af Benedikt Erlingssyni. „Við kom- umst að því að við erum ekki dauð úr öllum æðum þegar við byrjuð- um að vinna að þessu,“ segir Þor- steinn Guðmundsson, talsmaður Fóstbræðra. Leiksýningin verð- ur í formi stuttra leikinna atriða líkt og sjónvarpsþættirnir forðum daga. - fgg/ sjá síðu 34 Ný grínsýning á næsta ári: Fóstbræður á leikhúsfjalirnar ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verður víð- ast fremur hæg vestlæg átt. Bjart- viðri um suðaustan- og austanvert landið en annars skýjað og sums staðar dálítil súld. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 4 4 4 6 6 Hef öðlast sjálfstraust Marta Nordal leik- kona er fertug í dag. TÍMAMÓT 20 FORSETI ÍSLANDS AFHENTI SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN Sigurgeir Guðmundsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins fyrir einstakt og óeigingjarnt sjálfboðastarf félagsins heima og erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HAMFARIR Jarðskjálfti af stærð- inni 6,9 á Richter-kvarða skók hluta Chile síðdegis í gær. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Sá stærsti mældist 6,7 á Richt- er-kvarðanum. Upptök skjálftans voru um 140 kílómetra suður af borginni Valparaiso. Þar var staddur Sebastian Pinera, nýkjör- inn forseti landsins, að taka við embætti. Fréttaritari breska ríkisút- varpsins í Santíago segir bygg- ingar hafa nötrað í skjálftanum og fólk hlaupið út á götum. Ekkert tjón er skrifað á skjálftann og þá sem fylgdu á eftir. Aðeins hálfur mánuður er síðan stór jarðskjálfti olli gríðarlegu tjóni í landinu. - jab Jarðskjálfti skekur jörð í Chile: Skjálfti undir nýjum forseta FÓLKI VEIFAÐ Sebastian Pinera, sá með borðann, við hlið Jose Mujica, forseta Úrúgvæ, við vígsluna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Misjöfnun „Öllum má þó vera ljóst að mis- munun í þágu jafnaðar sé samt mismunun,” segir Pawel Bart- oszek, sem skrifar um jafnrétti. Í DAG 18 FH-ingar geta brosað Eftir þrjú töp í röð fyrir meisturunum í vetur kom að því að FH vann Hauka. ÍÞRÓTTIR 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.