Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 10
 13. mars 2010 LAUGARDAGUR FJÖLMIÐLAR Settur hefur verið upp atvinnuvefur á Vísi.is sem verð- ur gjaldfrjáls viðauki við allar atvinnu- og raðauglýsingar sem birtast í Fréttablaðinu. Hver keypt atvinnuauglýsing í blaðinu birtist hér eftir í eina viku á atvinnuvefnum. Auglýsingar í helgarútgáfu ALLT-atvinnuauglýsinganna koma til með að uppfærast og verða aðgengilegar á vefnum frá og með hverju föstudagskvöldi. „Þetta er hreinn virðisauki fyrir þá sem kaupa atvinnuaug- lýsingu í Fréttablaðinu,“ segir Hrannar Helgason, verkefna- stjóri atvinnu- og raðauglýsinga á Fréttablaðinu. Hann segir þetta lið í því að samþætta miðla 365. „Þetta er hluti af því sem við höfum verið að gera síðustu mán- uði, að tengja miðlana betur og styrkja þá innanhúss,“ segir Hrannar og minnir á fasteignir. is, sem er vefur í samstarfi Vísis, Fréttablaðsins og Félags fast- eignasala. Leitast var við að hafa atvinnu- vefinn eins notendavænan og hægt er, segir Hrannar. Fyrir utan flokkaða skráningu birtast allar auglýsingar í hnappaformi sem má svo stækka upp í góðum skjágæðum, eða prenta út. FÓLK „Ég fékk hringingu frá honum Magnúsi Scheving, takk,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir, sem hætti við að fara á fyrirhug- aða Latabæjarhátíð vegna þess að borga þarf fullt aðgöngumiðaverð fyrir alla, líka níu mánaða börn. Anna Vallý hugðist fara með níu mánaða dóttur sína í fanginu á Latabæjarhátíðina til þess að eldri dóttir hennar, sem er fjögurra ára, kæmist á sýninguna. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sagðist Anna eiga erfitt með að fá pössun fyrir þá yngri því foreldrar henn- ar búa á Akranesi. Að sögn Önnu hringdi Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar og Íþróttaálfurinn sjálfur, í hana eftir að Fréttablaðið sagði frá máli hennar í gær. Hún segir Magn- ús hafi sagst lítið geta gert varðandi aðgöngumiðana þar sem það væri ekki hans fyrirtæki sem skipulegði Latabæjarhátíðina. „Magnús sagðist skilja mig en þótt hann myndi alveg vilja hleypa mér ókeypis inn með alla fjölskylduna þá hefði hann engan rétt til þess. Hins vegar bauðst hann til borga bensín á bílinn til að koma barninu upp á Akranes í pössun eða þá að borga barnapíu því hann vildi endilega að ég kæmi með þessa fjögurra ára til sín á sýninguna. Svo bauð hann mér að koma með báðar stelpurnar í heim- sókn í Latabæjar- stúdíóið því þar væru ekki eins mikil læti og á sýningunni,“ segir Anna sem er hikandi við að þiggja boð Magn- úsar. „Hann sagði að það yrði gaman fyrir þessa fjögurra ára að koma en af því að ég fór svona langt með málið þá situr það aðeins í mér svo ég er ekki viss. En ég þakkaði honum æðislega vel fyrir og sagði að hann væri yndislegur að bjóða mér þetta.“ Hjá L atabæ vildu menn ekki tjá sig um þetta mál í gær. gar@frettabladid.is Bauð Önnu bensín á bílinn eða barnapíu Magnús Scheving hringdi í móður sem hætti við ferð á Latabæjarhátíð því hún þurfti að borga inn fyrir níu mánaða dóttur sem hún gat ekki komið í pössun til ömmu og afa á Akranesi. Magnús vill borga fyrir hana bensín eða barnapíu. FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR „Það kostar allt í þessum heimi,“ hafði Fréttablaðið í gær eftir framkvæmda- stjóra Bravó, sem skipuleggur Latabæjarhátíðina í Laugardalshöll. s j fallið. Kristj SKEMMTANIR „Þetta er f áránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ s egir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að gr eiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fy rirhugaða Latabæjarhátíð. Anna segist hafa ætlað m eð fjög- urra ára dóttur sína á La tabæjar- hátíðina sem verður í La ugardals- höll síðar í þessum má nuði. Þar sem hún sjálf búi í Gar ðinum en foreldrar hennar á Akra nesi hafi verið fyrirsjáanlegt að h ún myndi lenda í vandræðum me ð pössun fyrir níu mánaða dóttur. „Ég hringi til að spyrja h vort ég þyrfti nokkuð að borga fy rir þessa níu mánaða og var þá s trax sagt að ég þyrfti að borga fu llt gjald, 2.900 krónur. Engu má li myndi skipta þótt ég my nd i h a fa hana í fanginu allan tímann,“ segir Anna sem er ósátt og kveð- ur fleiri á sömu skoðun. „Ég hef rætt þetta við fólk og það á enginn til orð.“ Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Br avó, sem skipuleggur Latabæjar hátíðina, segir um afar vandaðan og dýran atburð að ræða og að fy rirtækið þurfi að reyna að lifa a f eins og önnur fyrirtæki. „Það þarf að borga fy rir allt í þessum heimi,“ segir Ísleifur. „Þetta er vara eins og ö nnur vara og það kostar inn á tónle ikana. Þú etur ekki farið inn í Hag kaup og barn úr hillunni án þess að borga fyrir það.“ Þess utan segir Ísleifur a ð Lata- bæjarhátíðin sé alls ek ki ætluð fyrir níu mánaða gömul b örn. „Það verður mikið sjónarspil og mikil læti. Þetta er rangur sta ður fyrir börn á þessum aldri,“ seg ir hann. Þá útskýrir Ísleifur að aðeins hafi verið gefið leyfi fyri r ákveðn- um fjölda inn í Höllina . Það séu um fimm þúsund manns sem selja megi inn. „Við værum að brjóta öl l lög og reglur ef við værum að hl eypa einni manneskju inn í húsið sem væri ekki með miða. Það ski ptir engu áli h rt viðkomandi er s ex mán- aða eða sextíu ára. Ef vi ð værum að gefa barninu þennan miða þá værum við bara að gefa h enni þrjú þúsund krónur af því að v ið getum ekki selt miðann eitthver t annað,“ segir Ísleifur sem kveðst búast við að það verði „pakkuppse lt“ á Lata- bæjarhátíðina. Að sögn Ísleifs hafa fl eiri en Anna gert athugasemd ir við að þurfa að borga miða fyri r svo ung börn. „En það sem er e instakt í þessu tilfelli er að þessi kona vill ekkert hlusta á það sem við erum að útskýra heldur er ba ra hörð á því að hún eigi fullan ré tt á að fá vöru frá okkur ókeypis.“ gar@fret tabladid.is Níu mánaða borgi sig inn á Latabæjarhátíð Tveggja barna móðir sem ætlaði á Latabæjarhátíð ina í Höllinni segir fárán legt að þurfa að greiða fullt verð fyrir níu mánaða d óttur. Gefum ekki vörur , segir framkvæmdastjóri Brav ó og ráðleggur fólki að k oma ekki með svo ung b örn. ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON. ANNA VALLÝ BALDURSDÓ TTIR hætti við að fara á La tabæjarhátíðina með dætu rnar þegar hún áttaði sig á að g reiða þurfti fullt verð fyrir þ á yngri sem er aðeins níu mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ví- gi n - ið að- á - jss UR D s R s h h H M á úní ,33 rra. 8,7 a JARÐ 3,1 m deg skjá fjal vef S fun skj vir 11 sto A ve Al he us Óvis En Ey EYJAFJ jarðsk MAGNÚS SCHEVING Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör vegna framboða til trúnaðarstarfa í VR, skv. 20. gr. laga félagsins. Allsherjaratkvæðagreiðslan mun hefjast 15. mars nk. og henni lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 29. mars 2010. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Útfl utningsráðs verður haldið miðvikudaginn 24. mars nk. kl. 8.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á Nýsköpunarþinginu verður kastljósinu beint að samvinnu í nýsköpun. Á þinginu verða veitt Nýsköpunarverðlaun fyrir árið 2010. Fundarstjóri Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útfl utningsráðs Íslands. DAGSKRÁ Léttur morgunverður Fundarsetning Ávarp Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Nýsköpun til vaxtar Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík Gerum það saman – Íslensk leikjafyrirtæki sækja fram í sameiningu Erla Bjarney Árnadóttir, Samtök tölvuleikjaframleiðenda Vatnavinir - Vatnavextir Anna G. Sverrisdóttir, Vatnavinir Frá lækni til lausnar Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical Tónlistaratriði Útidúr Nýsköpunarverðlaunin fyrir árið 2010 afhent Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Fundarslit Vinsamlega tilkynnið þátttöku: Rannís, s. 515 5800, rannis@rannis.is Nýsköpunarmiðstöð, s. 522 9000, nmi@nmi.is Útfl utningsráð, s. 511 4000 utfl utningsrad@utfl utningsrad.is SAMVINNA Í NÝSKÖPUN ATVINNUVEFURINN Auðvelt er að kom- ast á vefinn af forsíðu Vísis. Fréttablaðið bætir þjónustu sína við atvinnuauglýsendur: Birtar ókeypis í viku á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.