Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 12
12 13. mars 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Bjarni Benediktsson um stöðuna í Icesave-málinu
Formaður Sjálfstæðis-
flokksins segir breska og
hollenska ráðamenn sýna
Íslendingum hroka og yfir-
læti. Samninganefndir ríkj-
anna gangi einnig fram af
mikilli hörku. Hann gagn-
rýnir íslensku ríkisstjórn-
ina fyrir að ganga í öðrum
takti en þjóðin. Mat hans er
að það sé að losna um stífn-
ina hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum gagnvart Íslandi.
Bjarni Benediktsson telur að ný
staða sé í Icesave-málinu eftir
þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir
viku. Þjóðin hafi í henni gefið
ríkisstjórninni skýrt merki um
að ekki að sé sama hver efnisleg
niðurstaða nýrra Icesave-samn-
inga verður. „Það er kominn tími
til að ríkisstjórnin reyni að vera
í betri takti við þjóðina um lausn
þessa máls. Það getur vel verið að
Steingrímur og Jóhanna vilji láta
sem svo að hér hafi engin þjóð-
aratkvæðagreiðsla farið fram en
hún fór fram og meirihluti kosn-
ingabærra manna mætti á kjör-
stað. Fólk sagði nei við þeirri nið-
urstöðu sem þau höfðu leitt fram
og það hefur þýðingu, hvað sem
þau segja. Það er ekki hægt að
halda áfram eins og ekkert hafi
í skorist, skilaboðin eru skýr;
fólki er ekki sama hvernig málið
er leitt til lykta. Flestir eru sam-
mála um að það þurfi að fást nið-
urstaða en það skiptir máli hvern-
ig sú niðurstaða er fengin og hvað
hún felur í sér.“
Bjarni átelur málflutning for-
ystumanna ríkisstjórnarinnar
og telur hann spilla fyrir. „Það
er stöðugt talað um í hve slæm-
um málum við erum ef samning-
ar nást ekki. Ég held að það sé
afskaplega óskynsamleg fram-
ganga þegar verið er að reyna
að leysa málið á sem farsælast-
an hátt fyrir þjóðina. Tönnlast er
á því að við séum að verða fyrir
gríðarlegu tjóni, án þess reyndar
að hægt sé að reikna það. Auðvit-
að fær fólk hnút í magann þegar
það heyrir forystumenn ríkis-
stjórnarinnar tala um stöðuna
á þjóðarbúinu eins og okkur sé
öllum að blæða út.“
Hann segir enn fremur að svo
virðist sem ríkisstjórnin leggi
allt kapp á að klára málið, frem-
ur en að ná hagstæðri niðurstöðu.
„Máli mínu til stuðnings bendi
ég á að ríkisstjórnin er í tvígang
búin að ljúka málinu og í bæði
skiptin var það mikilvægara að fá
niðurstöðu heldur en sjálf efnis-
atriði málsins.“
Sýnist að losna sé um stífnina
Ráðherrarnir hafa vissulega
lagt áherslu á nauðsyn þess að
ljúka málinu. Rökstuðningurinn
fyrir þeirri nauðsyn hefur verið
efnahagslegur; áætlunin með
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé í
frosti sem og lánin frá Norður-
löndunum. Þá hangi gjaldeyris-
höft og stýrivaxtastigið á spýt-
unni. Bjarni segist sammála því
að tafir á endurskoðun efnahags-
áætlunarinnar og veitingu Norð-
urlandalánanna megi rekja til
Icesave. Engu að síður sé fráleitt
að tengja málin saman. „Hins
vegar sýnist mér á öllu að nú sé
að losna um allt hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum alveg óháð Icesave.
Það les ég úr yfirlýsingum fram-
kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr
issjóðsins og utanríkisráðherra
Noregs.
Ég á mjög erfitt með að skilja
hvers vegna önnur ríki sem ekki
eiga aðild að þessari deilu láta
það gerast að lánsbeiðni okkar
hjá AGS sé tafin. Þar horfi ég
fyrst og fremst til Norðurland-
anna því lánsloforð frá þeim
er forsenda þess að sjóðurinn
afgreiði málið. Norðurlöndin eru
í raun og veru lykillinn að lausn
og um leið og þau segja að þau
ætli að standa við sín loforð óháð
Icesave-deilunni getum við feng-
ið fyrirgreiðslu frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.“
Samningsmarkmiðin þau sömu
Ekki er ástæða, að mati Bjarna,
til að endurskoða samnings-
markmið Íslands í viðræðunum
við Breta og Hollendinga. Lagt
hafi verið upp með skynsamlega
nálgun þegar viðræðulotan hófst.
Hann vill ekki útlista samnings-
markmið Íslands enda viðræð-
urnar á viðkvæmu stigi. Þó segir
hann að lagt hafi verið af stað
með mjög háleit markmið um nið-
urstöðu en þau hafi verið aðlöguð
þróun viðræðnanna. Fyrir liggi
að eigur þrotabús Landsbankans
muni duga fyrir að minnsta kosti
90 prósentum af lágmarkstrygg-
ingu EES-samningsins sem hljóð-
ar upp á 20.887 evrur á reikning
og ekki sé útilokað að eigur bank-
ans dugi fyrir allri skuldinni.
„Nú hefur komið í ljós hve hátt
hlutfall af kröfum Breta og Hol-
lendinga hefur legið í vaxtaliðn-
um. Okkar upphaflega upplegg
var að við myndum veita þeim
tryggingu fyrir því sem út af
stæði en engin lán yrðu tekin og
engir vextir greiddir. Þessu höfn-
uðu þeir og komu með sitt útspil
um vaxtaleysi framan af tíman-
um og svo einhverja vexti.“
Þjóðirnar greinir á um hve
háan kostnað Bretar og Hol-
lendingar bera af lántökum og
útgreiðslu lágmarkstryggingar-
innar til reikningseigenda. Ber
mikið í milli. Bjarni telur ekki
koma til greina að semja um
grundvallaratriði málsins en vísa
kostnaðarágreiningnum í gerðar-
dóm.
„Ég held að annaðhvort semji
menn eða þetta fari allt fyrir
dómstóla. Spurningin sem þá fer
til dómstóla verður sú hvort rík-
inu beri skylda til að veita ábyrgð
á innstæðutryggingasjóðnum. Ég
hef enga trú á að við getum tapað
því dómsmáli.“
Áfram reynt en annars í dóm
Bjarni segir hagsmunamat hafa
ráðið því á sínum tíma að íslensk
stjórnvöld ákváðu að fara í við-
ræður um lausn málsins fremur
en að vísa því til dómstóla. „Við
mátum hagsmuni okkar þannig
að þeim væri betur borgið með að
leiða fram sanngjarna niðurstöðu
í málinu frekar en að standa stíf á
okkar ítrasta rétti. Það hefur hins
vegar komið í ljós að okkur er
ekki mætt af neinni sanngirni en
við erum ennþá að reyna að knýja
fram niðurstöðu sem hægt er að
fella sig við. Reynist það ómögu-
legt hljótum við að hverfa aftur
til okkar lagalegu stöðu.“ Spurð-
ur hvort hann telji að sú geti orðið
raunin á næstu dögum eða vikum
segist Bjarni ekki ætla að spá því
að samningaviðræðurnar renni út
í sandinn. Hann gerir þó athuga-
semdir við framkomu stjórnvalda
í Bretlandi og Hollandi í garð
Íslendinga. „Ýmis ummæli ráð-
herra í þessum tveimur löndum
hafa ekki farið fram hjá okkur.
Þeir tala til okkar af ótrúlegum
hroka og sýna okkur mikið yfir-
læti. Þeir gera meira að segja
lítið úr formanni íslensku samn-
inganefndarinnar á opinberum
vettvangi. Þetta er engin fram-
koma gagnvart okkur.“ Mikillar
hörku gæti einnig innan samn-
inganefnda ríkjanna.
Bjarni segist bera fullt traust
til íslensku samninganefndarinn-
ar. Formaður hennar, Lee Buch-
heit, hafi haldið vel á málinu og
nefndin í heild staðið sig vel.
Kveðst hann ekki búast við öðru,
og ekki heyra annað, en að sam-
staða sé í stjórnarandstöðunni
um að halda samstarfi stjórn-
málaflokkanna um lausn Icesa-
ve-málsins áfram.
Myndum ekki tapa dómsmáli um Icesave
HAGSMUNAMAT Bjarni Benediktsson segir að á sínum tíma hafi hagsmunirnir verið metnir þannig að betra væri að semja um Icesave heldur en að vísa málinu í dóm. Áfram
beri að reyna að semja en reynist það ómögulegt hljóti Íslendingar að hverfa aftur til lagalegrar stöðu málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRÉTTAVIÐTAL
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
bjorn@frettabladid.is
5.000 umslög
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is