Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2010, Blaðsíða 22
22 13. mars 2010 LAUGARDAGUR JÓN BÖÐVARSSON H ann pabbi minn byrjaði á því að láta mig lesa barnabækur eftir hans vali þegar ég var átta ára en um ellefu ára aldurinn vildi hann að ég færi að lesa Íslendinga- sögurnar og valdi Finnboga sögu ramma. Ég las hana með miklum spenningi enda er hún vel sögð og ævintýraleg. Svo hélt ég áfram að lesa sögurnar, hverja af annarri og var búinn með þær næstum allar þegar ég fermdist.“ Þannig lýsir Jón Böðvarsson fyrstu kynn- um sínum af Íslendingasögunum. Hann kveðst strax hafa fengið dálæti á Brennu-Njálssögu og það hafi ætíð varað. „Allt það besta í Íslendingasögunum er í Njáls- sögu,“ segir hann og brosir sínu hógværa og geðþekka brosi. „Svo eru hasarsögur eins og Egilssaga, Laxdæla og fleiri. Þær eru afskap- lega vel skrifaðar en eru svona léttari á metunum. Njála tekur margt úr öðrum Íslendingasögum en hún segir það alltaf betur. Þess vegna er eðlilegt að fræðimenn, ekki síður útlendir en innlendir, hafi sett Njálssögu á stall enda er sagan, frá bókmenntalegu sjónar- miði og eiginlega þjóðfræðilegu líka, breiðust og áreiðanlegust sagna um lífið á þessum tíma.“ Óðar kominn austur að Rangá Jón er staddur á gamla Borgar- spítalanum vegna slæmra bein- brota en orðsins list og sagna- kunnátta bregst honum ekki. Með blik í auga fer hann með Finn- boga sögu ramma í stuttu máli fyrir blaðamann og frásagnar- mátinn er þannig að sagan gleym- ist ekki í bráð. Persónur Njálu og atburðir lifna líka í meðförum Jóns og þó viðtalið eigi fremur að snúast um hans eigið líf þá er hugurinn óðar kominn austur að Rangá að fylgjast með viðureign bræðranna Gunnars og Kolskeggs við átta menn sem þar sitja fyrir þeim. „Þegar bardaginn hefst þá koma þessir átta, þar af helming- urinn bræður og sá kemur fremst sem hafði reynt allt sem hann gat til að koma á sáttum. Þegar hann kemur segir Gunnar honum að fara frá en hann segir „Þú munt ætla að drepa bróður minn“ og fer hvergi og verður því fyrsta fórnar- lambið. Þannig er það oft með þá sem reyna að koma á sáttum, þeir eru fyrstir til að falla. Þetta er um drengskapinn. Það er svo margt af þessu tagi í Njálu.“ Ekki er að furða þó fólk hafi flykkst á fornsagnanámskeið- in hjá Jóni meðan boðið var upp á þau, fyrst af Mími árið 1987. Áður var hann búinn að kenna Njálu í öllum deildum Hamra- hlíðarskóla. Honum telst til að 7.500 þátttakendur hafi sótt nám- skeiðin hjá Mími og Endurmennt- un Háskóla Íslands, sumir hverjir mörg. Ástæðuna fyrir vinsæld- unum telur hann þá að hann hafi ávallt lagt áherslu á persónulýs- ingar. Því hafi nútímafólk átt auð- velt með að komast í samband við sögupersónurnar og mynda sér skoðanir á þeim. „Á fyrsta Njálu- námskeiðinu voru ellefu nemend- ur en á því síðasta byrjuðu 499. Það var haustið 2002 í aðalsal Borgarleikhússins,“ rifjar hann upp. Aðspurður kveðst Jón aldrei hafa hugleitt að verða leikari. „Nei, leikarastarfið heillaði mig ekki. Það er nóg af góðum leikur- um,“ svarar hann en viðurkennir að hann hafi alltaf átt auðvelt með að ná til fólks. „Já, ég fann það vel í kennslunni. Ég náði öllum bekkj- um undir eins.“ Endaði í fræðunum Æskustöðvar Jóns eru í Skerja- firðinum og Þingholtunum en nokkur kynni kveðst hann líka hafa haft af sveitalífi í Gerði í Innri-Akraneshreppi er hann dvaldi þar barn á sumrin hjá Bjarna afa sínum. Stúdentsprófi lauk hann við Menntaskólann í Reykjavík og síðan hófst íslensku- nám við Háskóla Íslands. Því lauk með cand.mag.-prófi með íslensk fornrit sem sérsvið. Jón kenndi um tíma við Gagnfræðaskólann í Kópavogi og eitt sinn bauðst nem- endum þar frí til að fara á skauta en þeir vildu ekki missa af sögu- tímanum hjá Jóni og báðu um að fríinu yrði frestað fram yfir hann. Jón varð fyrsti íslenskukennari Menntaskólans við Hamrahlíð og kenndi þar í tíu ár, meðal annars bókmenntir. Þáttaskil urðu svo 1976 er hann gerðist skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og flutti þangað suður eftir með fjöl- skylduna. Því starfi sinnti hann í átta ár. Fararstjórn er eitt af því sem Jón hefur fengist við um ævina og hún lét honum vel. Í yfir fjörutíu ár ferðaðist hann um með hópa, bæði hérlendis og erlendis, og fræddi farþegana óspart. Einnig var hann skálavörður í Þórsmörk í sex sumur á sjöunda áratugnum. Annars kveðst hann vera af smiðs- ætt en handlagnina hafi skort hjá honum og því hafi hann endað í fræðunum. Alltaf að hlaupa út Þótt Íslendingasögurnar hafi skip- að stóran sess í lífi Jóns frá barn- æsku segir hann efni þeirra ekki leita á hann dags daglega. „Ekki lengur. Ég er búinn að mynda mér fastar skoðanir á hverri og einni og þær haggast ekki þó tíminn líði. Ég fór í annað skiptið vand- lega yfir Njálu þegar ég var átján eða nítján ára. Þá staðfestist það sem ég hafði upplifað í fyrri yfir- ferðinni. Síðan hefur mér fundist allt styrkja það að þeir þrír menn sem þar eru mestir friðflytjendur, Hrútur Herjólfsson, Kolskeggur og Runólfur, goðorðsmaður í Dal, séu þær persónur sem höfundinum sjálfum hafi þótt vænst um.“ Þá er komið að hinni sígildu spurningu sem svo margir hafa velt fyrir sér, hver höfundur Njálu sé. „Mér finnst Brandur ábóti í Þykkva- bæjarklaustri og síðar biskup lík- legastur þeirra sem nefndir hafa verið,“ svarar Jón og bætir svo við eftir dálitla þögn. „En ég veit ekkert hver hefur skrifað Njálu og vona meira að segja að það komist aldrei upp.“ Eiginkona Jóns, Guðrún Erla Björgvinsdóttir, fyrrverandi aðstoðarskólastjóri í Engjaskóla, hefur setið hjá manni sínum meðan á viðtalinu hefur staðið. Hún er að lokum spurð hvort fornsögurnar hafi verið mikið til umræðu á heim- ilinu. „Nei, sögurnar eru fyrst og fremst áhugasvið Jóns og hann gat lokað sig dálítið mikið af með þær. Það var helst þegar við vorum að ferðast saman og komum á sögu- slóðir sem hann fór á flug í frásögn- um og var alltaf að hlaupa út úr bílnum. Ég var dálítið hissa á þessu til að byrja með og þótti ferðalög- in ganga hægt. Honum fannst til dæmis að það þyrfti eiginlega þrjá daga til að fara fyrir Hvalfjörð, þar væri svo margt að skoða!“ Skoðanir mínar á sögunum haggast ekki þó tíminn líði Jón Böðvarsson, íslenskufræðingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hlaut heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins að þessu sinni. Viðurkenninguna hlýtur hann fyrir að miðla Íslendingasögunum á lifandi hátt til sam- tíðarmanna sinna á fornsagnanámskeiðum og í skólum. Jón rifjaði upp líf sitt með sögunum fyrir Gunnþóru Gunnarsdóttur. SAGNAÞULURINN „Ég veit ekkert hver hefur skrifað Njálu og vona meira að segja að það komist aldrei upp,“ segir Jón Böðvarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Jón gekk í Skildinganesskóla, Grimsby á Grímsstaðaholti, Miðbæjarskóla, Ingimars- skóla, Ágústarskóla þegar hann var barn og unglingur. Þá tók við Menntaskólinn í Reykjavík og síðan Háskóli Íslands þaðan sem hann lauk cand.mag. prófi í íslenskum fræðum með íslensk fornrit sem sérsvið. Rit sem eftir hann liggja eru: Skólaútgáfa af Brennu-Njálssögu í tveim- ur bindum Kvæði eftir Snorra Hjartarson í Lesarka- safni Iðunnar Rímur (brot frá 14. til 20. aldar) Hnoðrar - Smáljóðasafn Skólaútgáfa af Kjalnesingasögu Suður með sjó - leiðsögubók Akranes. Frá landnámi til 1885 Einnig var hann ritstjóri 12 binda útgáfu Safns til Iðnsögu Íslendinga Auk Heiðursverðlauna Fréttablaðsins nú hafa Jóni hlotnast þessar viðurkenn- ingar: Riddarakross fálkaorðunnar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Hann er fyrsti heiðursfélagi Skólameist- arafélags Íslands og Poul Harris-félagi í Rotarýklúbbnum í Breiðholti Út kom bók um Jón á síðasta ári hjá Bókaútgáfunni Hólum. Það er viðtalsbók eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamann og ber heitið Sá á skjöld hvítan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.