Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 30

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 30
30 13. mars 2010 LAUGARDAGUR Ö nnur serían af Rétti hefst annað kvöld á Stöð 2. Þetta verða sex þættir eins og í fyrri seríunni. Margréti minnir að hugmyndin um að búa til íslenskt lögfræðidrama hafi upphaflega komið frá Sigur- jóni Kjartanssyni. „Mér fannst þetta frábær hugmynd,“ segir hún. „Maður er náttúrulega búinn að sjá endalaus lögfræðidrömu frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Dan- mörku og þó þetta sé fyrirsjáanleg formúla að ýmsu leyti er gaman að setja svona inn í íslenskt sam- hengi. Það á alveg eftir að gera íslenska læknadramað til dæmis. Þótt þetta séu allt þekkt snið, þá eru þetta fyrst og fremst rammar til að skrifa um fólk. Það er hægt að skipta um ramma, setja inn rétt- arsal, rannsóknarlögregludeild eða bensínstöð, en fyrst og fremst er maður alltaf að segja sögur af fólki. Í lögfræðidrama eru margir mögu- leikar á að segja stórar sögur.“ Allir byrja á því að ljúga Margrét segir að hugmyndavinnan að fyrstu seríunni hafi verið byrj- uð nokkru fyrir bankahrun. „Tök- urnar fóru svo í gang fljótlega eftir hrunið og það þurfti að endurskoða ýmislegt. Sena sem gerðist í einka- þotu til dæmis var ekki alveg málið lengur. En við tókum hrunið í sjálfu sér ekkert inn í fyrstu seríuna. Við gerum það meira núna. Það er samt ekkert Icesave. Ég held að mesti munurinn á seríunum sé að sú nýja er betri af því við erum einfaldlega orðin betri höfundar. Maður lærir á leiðinni hvað virkar og hvað ekki. Það er meiri spenna og aksjón.“ Maður hefur á tilfinningunni að heimur lögfræðinga sé frekar þurr og leiðinlegur. Hvernig gírað- ir þú þig upp í að skrifa um þenn- an heim? „Það er ekkert erfitt ef maður tekur mannlega vinkilinn á þetta. Þá er þetta spennandi heimur. Þetta væri náttúrlega hundleiðinlegt ef lögfræðin væri yfirgnæfandi. Hún er nú bara eins og útlína. Þegar við kynntum okkur þetta komu ýmsar hliðar upp sem maður hafði aldrei spáð í. Til dæmis hvað það er rosa- legt áfall fyrir „venjulegt fólk“ að lenda í því að gera eitthvað af sér, vera ákært eða að sitja í gæsluvarð- haldi. Einn lögfræðingurinn sagði okkur frá því að það væri eins og eðlisviðbragð hjá öllum að byrja á því að ljúga. Forvinna lögfræð- inga er oft bara sú að fá fólk til að horfast í augu við hlutina.“ Margrét segir að eitt helsta mark- miðið með þáttagerð sé að búa til sannfærandi heim. „Auðvitað væri þetta ekkert gaman ef sjónvarps- efni væri bara hrár veruleikinn. Það myndi enginn nenna að horfa á beina útsendingu frá lögfræði- skrifstofu eða réttarsal. Við tökum okkur skáldaleyfi og kryddum þetta á alla kanta. Þú lest ekki bókmennt- ir til að kynnast raunveruleikanum heldur til að fá einhverja skekkju sem kveikir á einhverju hjá þér. Þú færð raunveruleikann meira og minna í æð allan sólarhringinn en svo áttu þennan möguleika að ann- aðhvort drekka þig fullan eða horfa á eina góða bíómynd! Það er greini- lega eitthvað sem manneskjan þarf á að halda. Að fara út úr líkaman- um.“ Lítið komist í kast við lögin Hvernig undirbjugguð Þið ykkur? Sökktuð þið ykkur djúpt ofan í lög- fræðina, sátuð við réttarhöld og svoleiðis? „Við kynntum okkur þetta eftir bestu getu, já. Ég fann að þegar við byrjuðum skorti okkur oft bak- grunnsupplýsingar til að hreinlega fatta margt. Maður er nú bara svo heppinn að hafa lítið komist í kast við lögin. Við hittum nokkra ólíka lögfræðinga og lærðum margt af þeim. Meðal annars fyrirtækjalög- fræðing, einn harðkjarna verjanda og einn sem hefur sérhæft sig í félags- og fjölskyldurétti. Við létum lögfræðing lesa yfir handritið svo við værum ekki alveg úti að aka. Við þurftum ekki að breyta voða- lega miklu því við leituðum okkur oft upplýsinga á meðan við vorum að skrifa þetta. Það voru aðallega breytingar varðandi orðalag, enda er það ekki á færi venjulegs fólks að temja sér lögfræðilegt málfar.“ Var lélegur poppari Hverjum hefði dottið árið 1990 að Magga í Sykurmolunum og Sigur- jón í Ham myndu 20 árum síðar vera að skrifa lögfræðidrama fyrir Stöð 2? „Ég hefði allavega ekki trúað því!“ segir Margrét. „Ég var samt alltaf frekar lélegur poppari. Ég varð poppari fyrir tilviljun. Svo var ég aldrei dæmigerður poppari því ég var alltaf annað hvort ólétt eða með lítið börn. Sykurmolarn- ir var mikið ævintýri og allt það, en ég sá þetta aldrei fyrir mér sem ævistarf.“ Var mikið rugl á ykkur? „Tja, maður var ungur og fjör- ugur og var eðlilega slakari yfir alls konar vitleysu en núna. Það þurfti að vera ansi mikið rugl í gangi til að manni færi að ofbjóða. Ég hef nú séð meira rugl hjá öðrum starfsstéttum en poppurum. Ég get ímyndað mér að árshátíð lögfræð- inga sé skrautleg. Síðast þegar ég var virkilega hrædd á djamminu var þegar ég villtist svona 2006 inn á Thorvaldsen. Þar var ekkert nema miðaldra bankafólk og mann- drápsstemming í loftinu. Ég forðaði mér út í snatri.“ Margréti var kippt inn í Syk- urmolana eftir að hafa spilað með vinum sínum í Risaeðlunni um tíma. „Ég var í klassíkinni sem ungling- ur og var að læra á píanó þangað til ég byrjaði í Sykurmolunum. Ég var alltaf á leiðinni í kvikmynda- gerð en Sykurmolarnir eyðilögðu það fyrir mér. Ég byrjaði í bandinu sumarið eftir að ég varð stúdent og svo fóru fjögur ár í poppruglið. Þegar Sykurmolarnir hættu vissi ég í rauninni ekkert hvað tæki við. Ég var tilbúin með möppu og ætlaði að sækja um í Myndlistarskólanum. Sá jafnvel fyrir mér að fara í leik- myndagerð.“ Margrét fór krókaleið að hand- ritsskrifunum. „Ég var með barnatíma á Stöð 2 og var að gera útvarpsþætti. Þá kviknaði áhuginn á að skrifa. Ég skrifaði handritið að kvikmyndinni Regínu með Sjón. Hún var frumsýnd árið 2000 og þá var boltinn farinn að rúlla. Síðan þá hef ég skrifað nokkur kvikmynda- handrit sem hafa aldrei litið dagsins ljós. Ég hef verið að vinna með Sig- urjóni í nokkur ár. Skrifaði handrit að Stelpunum og Svörtum englum með honum og fleirum. Þannig að síðustu 4-5 árin hef ég skrifað tals- vert af sjónvarpsefni. Það er mun- urinn á sjónvarpi og bíói að það er yfirleitt ekki farið af stað með sjón- varpsefni fyrr en það er búið að tryggja að það verði klárað. Kvik- myndabransinn er rosalega erfið- ur og það þarf mikið úthald í því. Handritshöfundar finna kannski minnst fyrir því, en það hlýtur að vera rosalega pirrandi að vera framleiðandi og leikstjóri. Þetta er svo þungur róður.“ Ég er heimiliskona Magga er komin átta mánuði á leið með fimmta barnið sitt. Fimm börn! Hvaða rugl er nú það á atóm- öld? „Ég lít á það sem heilaga skyldu mínu að bæta mannkynið. Það er aldrei of mikið af góðu fólki. Ég er svo ánægð með útkomuna hingað til að þetta er bara til bóta,“ segir Margrét og strýkur kúluna. Hún á stelpu og strák með Þór Eldon, sem eru orðin 21 og 17 ára. Margrét á svo sjö og fimm ára börn auk bumbubúans með Oddi Ingólfs- syni, sem er prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Er hægt að draga þá álykun út frá barnafjöld- anum að Magga sé ekki framakona – að hún sé alltaf að „fórna sér“ fyrir börnin? „Nei, alls ekki. Ég hef aldrei stoppað þótt ég eigi öll þessi börn. Þú sérð það: Ég er komin 36 vikur á leið og er að fara að kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í kvöld, er að skrifa barnabók og þú veist … Ég hef aldrei litið á börnin sem hindr- un. Ég slaka auðvitað á og sinni hlutunum eftir því sem ég get og ég hagræði tímanum. Ég er bara heimiliskona. Ég vinn heima, svo koma börnin, þá hætti ég að vinna og sinni þeim. Ég læt þetta bara ganga upp. Ég er heldur ekki í neinu öðru. Spila til dæmis ekki golf. Fara ekki alveg hálfu og heilu dagarnir í það?“ Fyrst og fremst sögur af fólki Þetta er mikil helgi hjá Margréti Örnólfsdóttur. Önnur serían af lögfræðidramanu Rétti, sem hún skrifar með Sigurjóni Kjartanssyni, hefst á Stöð 2 annað kvöld og hún kynnir Íslensku tónlistar- verðlaunin ásamt Sigtryggi Baldurssyni í beinni í kvöld. Svo styttist í að hún fæði fimmta barnið sitt. Margrét spjallaði við Dr. Gunna. MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR SKRIFAÐI HANDRITIÐ AÐ RÉTTI MEÐ SIGURJÓNI KJARTANSSYNI „Þú færð raunveruleikann meira og minna í æð allan sólarhringinn en svo áttu þennan möguleika að annað hvort drekka þig fullan eða horfa á eina góða bíómynd.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ SÍÐAST (EN EKKI SÍST) Síðasta sundlaugin: „Garðabæjarlaug. Gömul, rosa kósí og þægilega heit. Oftast fáir á ferli þarna.“ Síðasta út-á-landið: „Fór með japanskri fjölskyldu sem var í heimsókn í Ensku húsin í Borgarfirði. Þetta var um jólin og það var æðislegt. Japanarnir voru vakandi alla nóttina til að reyna að sjá norðurljósin. Það voru engin norðurljós, en allir voru samt ánægðir.“ Síðast í bíó: „Ég skemmti mér vel yfir The Good Heart.“ Síðasta bókin: „Ég er að lesa Hjá brúnni eftir Kristínu Ómarsdóttur.“ Síðasta bókin fyrir börnin: Það eru tvær í gangi, Mollí Moon og týndi tvíburinn og Blái hnötturinn.“ Síðasti matsölustaðurinn: „Metro. Fékk dánasta hamborgara sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Fer aldrei þangað aftur.“ Síðast þegar ég var virkilega hrædd á djamminu var þegar ég villtist einhvern tímann inn á Thorvaldsen. Þar var ekkert nema miðaldra bankafólk og manndrápsstemming í loftinu. Ég forðaði mér út í snatri.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.