Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 34
4 fjölskyldan FRAMHALD AF FORSÍÐU ingu sína í háls-, nef- og eyrna- lækningum. „Það kom á óvart hversu lækna- starfið er fjölbreytt og skemmti- legt. Vakta- og vinnuálag er auð- vitað þungt, en vissulega þess virði því það er svo gaman í vinn- unni. Samt getur verið erfitt að láta vinnu og fjölskyldulíf hanga saman og tek ég ofan fyrir öllum kvenlæknum sem tekist hefur að sameina það að vera móðir, eig- inkona, húsmóðir og útivinnandi unglæknir í 140 prósent vinnu á spítala. Mér skilst þó að maður komist í gegnum þetta,“ segir Eva brosmild, en hún eignaðist frum- burð sinn fyrir tæpu ári og hefur í nógu að snúast við barnauppeldi samfara læknastörfum. „Samband okkar pabba hefur alltaf verið náið en hefur nú breyst á þann veg að við getum nú talað dýpra um hlutina og gaman að geta borið tilfelli undir pabba sem ég kynnist á spítalanum. Hann er afar áhugasamur um kennslu og kenndi mér röntgenkúrs í læknadeildinni. Þá var óneitanlega sérstakt að mæta í tíma til pabba,“ segir Eva sem er umvafin heilbrigðisstarfs- fólki í sinni fjölskyldu; móðir henn- ar og yngri systir eru báðar hjúkr- unarfræðingar. „Maðurinn minn er flugumferð- arstjóri og segist núorðið bara getað klappað hundinum til að vera á umræðugrundvelli við ein- hvern í fjölskyldunni,“ segir hún hlæjandi. Draumastarf með dýrmætum krílum „Sem unglingur hafði ég engan skilning á því hvernig mamma nennti að passa annarra manna börn alla daga og hefði hrist haus- inn hefði einhver sagt að ég mundi sjálf velja mér dagmömmustarf- ið síðar á lífsleiðinni. Í dag hef ég aftur á móti allan skilning á því hvers vegna mamma hefur staðið vaktina svona lengi, ber ómælda virðingu fyrir ævistarfi hennar og ekki síst henni sjálfri, því dag- mömmustarfið er langt í frá fyrir alla og aðeins gæðasálir og barn- elskar sem endast þetta lengi,“ segir Stella Ósk Sigurðardóttir, sem um þessar mundir hefur unnið sem dagmamma við hlið móður sinnar, Láru Dan Daníelsdóttur, í áratug. „Ég eignaðist mitt fyrsta barn átján ára og fannst kostur að þurfa ekki strax út á vinnumarkaðinn frá litla barninu. Ég fór því að vinna með mömmu og er skemmst frá því að segja að starfið kom ánægjulega á óvart. Ég fílaði mig strax á réttri hillu og síðan hafa árin liðið hratt og ég alltaf jafn sátt. Dagmömmu- starfið er í senn spennandi og skemmtilegt og ég get ekki hugs- að mér aðra vinnu, auk þess sem mér finnst dýrmætt að fá tækifæri til að starfa við hlið mömmu.“ Lára Dan hefur starfað sem dagmóðir á þriðja áratug. Frá því Stella man eftir sér þekkir hún því ekki annað en að heimilið hafi verið fullt af litlum börnum. „Í dag erum við heppnar ef börn eru hjá okkur til tveggja ára ald- urs, en á meðan ég ólst upp voru börn hjá dagmömmum þar til skólaganga hófst. Mér fannst því eðlilegasti hlutur í heimi að alast upp samhliða hópi lítilla barna,“ segir Stella. Hún segist hlakka til hvers dags í starfinu. „Það skiptir auðvitað miklu að vera tvær saman; ég er ekki viss um að geta verið í þessu ein. Mamma er svo yndisleg mann- eskja, það er hrein skemmtun að vinna með henni og við náum ein- staklega vel saman. Það merki- lega er að við verðum aldrei leið- ar hvor á annarri og erum reyndar svo miklar vinkonur að við verðum hálf vængbrotnar þegar við höfum ekki sést í langan tíma, eins og kemur fyrir í sumarfríum,“ segir Stella um leið og hún kjáir fram- an í kríli sem kemur glatt niður úr rennibrautinni. „Það er einfaldlega frábært að vera dagmamma; starfið er svo gefandi og alveg yndislegt njóta samvista við lítil börn. Ég sé ekki fyrir mér að ég hætti nokkurn tím- ann því hér er ég í draumastarfinu og í því líður mér vel. Það eru for- réttindi að geta veitt börnum heim- ilislega tilveru meðan foreldrarnir Samtaka feðgin Vandvirkni og áhugi skín úr fasi feðginanna Berglindar og Hafsteins þar sem þau nostra hvort við sína bólstrunina; Berglind við antík- stól og Hafsteinn við bílstól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Samrýndar og barnelskar mæðgur Garðurinn hjá dagmæðrunum Láru Dan og Stellu Ósk ómar af glaðværð og krúttlegu fótataki litla fólksins sem spreytir sig á rennibrautum og upplifir ævintýri í litríkum kofa þar sem sandur er uppistaðan í kökugerð og rjóðar kinnar kíkja út um glugga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Sem hnáta læddist ég stundum í kústinn á verkstæði pabba og fékk smáaura fyrir að sópa, en sá ekki möguleikana í starfinu fyrr en ég fór að snuddast þar og fikta á menntaskólaárunum“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA? Klassískur texti Hrekkjusvín áhuga margra foreldra á framtíðarplönum barna sinna. Hann hef Stundum stendur á svörum: „Almáttugur en sú mæða ég get ekk ferðalangur, fuglahræða, flibbanaut í sumarfrí“ eins og segir í la vinnan göfgar manninn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.