Fréttablaðið - 13.03.2010, Qupperneq 38
Samtök tónlistarskólastjóra,
Félag íslenskra hljómlistarmanna
og Félag tónlistarskólakennara
hafa á yfirstandandi skólaári ýtt
úr vör uppskeruhátíð tónlistar-
skóla sem hefur hlotið nafngiftina
„NÓTAN“.
Uppskeruhátíðin er hugsuð
sem ný vídd í starfsemi tónlistar-
skóla og standa vonir til að hátíðin
verði í senn faglega hvetjandi og
skemmtilegt innlegg í starfsemi
tónlistarskóla fyrir aðstandendur
skólanna jafnt innan veggja þeirra
sem utan.
Tónlistarskólar landsins eru um
níutíu talsins. Þar fer fram gríðar-
lega fjölbreytt og öflugt starf og
með hátíðinni beinum við kastljós-
inu að þessum samfélögum og veit-
um tónlistarnemendum viðurkenn-
ingar fyrir afrakstur vinnu þeirra.
Markmiðið er að auka sýnileika og
styrkja tengsl tónlistarskóla við
umhverfi sitt.
Uppskeruhátíðin er þrískipt og
skipulögð þannig að allir geti tekið
þátt. Þátttakendur eru frá öllu
landinu, á öllum aldri og efnis-
skráin endurspeglar ólík viðfangs-
efni tónlistarnemenda á öllum stig-
um tónlistarnáms.
Fyrsti hluti hátíðarinnar fer
fram innan hvers skóla og fyrir-
komulagið er margbreytilegt.
Áherslur og aðstæður skóla ráða
þar för en á þessu fyrsta ári há-
tíðarinnar eru dæmi um viðamik-
ið tónleikahald, sérstaka valtón-
leika, keppnir og fleira. Í þessum
fyrsta hluta velja tónlistarskólar
atriði á svæðisbundna tónleika há-
tíðarinnar.
Annar hluti felst í svæðis-
bundnum tónleikum sem haldn-
ir eru á fjórum stöðum um land-
ið þann 13. mars og efnisskrárn-
ar spanna mjög vítt svið. Veittar
eru viðurkenningar að tónleik-
um loknum í fyrirfram ákveðnum
viðurkenningar- og þátttökuflokk-
um: Einleiks-/einsöngsatriði, sam-
leiks-/samsöngsatriði og frumsam-
in verk eða frumleg atriði í öllum
náms áföngum.
Þriðji og síðasti hluti uppskeru-
hátíðar tónlistarskóla eru tónleik-
ar á landsvísu þar sem flutt verða
valin tónlistaratriði frá öllum fjór-
um svæðisbundnu tónleikunum.
Lokatónleikarnir verða haldnir í
Langholtskirkju laugardaginn 27.
mars og munu mennta- og menn-
ingarmálaráðherra og borgarstjór-
inn í Reykjavík taka þátt í sér-
stakri lokaathöfn þann dag.
Íslenskir tónlistarskólar lofa
góðri uppskeru í ár og bjóða alla
velkomna á tónleika með vaxtar-
sprotum í lista- og menningarlífi
þjóðarinnar.
Upplýsingar um tónleika hátíð-
arinnar eru á baksíðu.
F.h. yfirstjórnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla
Sigrún Grendal formaður
Félags tónlistarskólakennara.
13. MARS 2010 LAUGARDAGUR4
PISTILL
„Við vorum beðnir um að útvega
magnara og hljóðfæri fyrir hátíð-
ina í kvöld og þá datt okkur í hug
hvort það gæti ekki verið sniðugt
að leggja áherslu á íslenskt hand-
verk,“ segir Andrés Helgason, eig-
andi Tónastöðvarinnar í Skipholti
50d, spurður hvers vegna hafi
verið ákveðið að leggja áherslu á
íslensk hljóðfæri á verðlaunaaf-
hendingunni í kvöld.
Andrés hefur ekki tölu á þeim
íslensku hljóðfærum sem leikið
verður á í bland við önnur en full-
vissar blaðamann um að aldrei
hafi þau verið jafn mörg á einu
sviði og í kvöld. „Við erum komin
með íslenskan bassa, rafmagnsgít-
ara, trommusett og magnara og
svo verður kassagítar sem hljóð-
færaleikarar geta gripið í.“
Hann bætir við að hljóðfærin
endurspegli þá fjölbreytni, grósku
og vönduðu vinnubrögð sem ein-
kenna íslenska hljóðfærasmíði.
„Hljóðfærasmíði verður allt-
of oft undir í umræðunni um ís-
lenskt handverk. Það vill gleym-
ast að hér starfa fiðlu-
smiðir á borð við
Hans Jóhanns-
son og Jón
Marinó Jóns-
son sem hafa
sótt mennt-
un erlendis og
standa fram-
arlega á sínu
sviði. Gítarsmið-
irnir Eggert Már
og Gunnar Örn eru einnig að gera
góða gítara og Gunnar hefur hald-
ið vinsæl námskeið í Tækniskólan-
um, þar sem nemendur smíða sér
rafmagnsgítara. Við eigum líka
fagmenn í gerð magnara eins og
Flemming Madsen og Þröst Víði
Ingólfsson. Það mætti alveg gefa
þessum mönnum meiri gaum.“
Spurður hvort og þá hver sé
helsti munurinn á íslenskri og er-
lendri hljóðfærasmíði, segir Andr-
és hann helst fólginn í vinnslunni.
„Það er þó ekki hægt að tala um
íslenska uppfinningu, það eru allt-
af sömu reglur hafðar að leiðarljósi
í hljóðfærasmíði. Það er alls ekki
verið að finna upp hjólið. Helsti
munurinn er hins vegar sá að ís-
lensku hljóðfærin eru handsmíðuð
og gæðin betri. Handsmíðað hljóð-
færi hefur sinn einstaka karakter
og þú getur verið viss um að það
hefur verið nostrað við alla smíð-
ina. Fjöldaframleidd hljóðfæri
geta auðvitað verið vönduð en þar
er fólk líka stundum að borga fyrir
merkið eins og sagt er. Íslensk-
ir hljóðfæraleikarar hafa tekið ís-
lensku hljóðfærunum fagnandi og
í kvöld munu áheyrendur sjá og
heyra og geta dæmt hver fyrir sig.
Við erum ákaflega stolt af þessu
framtaki og vonum að þjóð-
in njóti kvöldsins.“
Hver gripur hefur
einstakan karakter
● Aldrei hafa fleiri íslensk hljóðfæri verið á sviði og á Íslensku
tónlistarverðlaunum sem verða haldin með pomp og prakt í kvöld.
Hér er
tromma
eftir Þorleif Jóhann-
esson, sem er kennari
við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri en
hann hefur smíðað
trommur í frístundum
sínum.
Blómlegt starf skilar árangri
● Nótan − uppskeruhátíð tónlistarskólanna haldin í fyrsta sinn.
Sigrún Grendal, formaður Félags tónlist-
arskólakennara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hér er Andrés með tvo gítara sem eru íslensk smíði; sá dekkri er eftir Eggert Má Mar-
inósson og hinn eftir Björn Má Bollason. Andrés segir gítarana ágætan vitnisburð um
hversu mikla natni íslenskir hljóðfærasmiðir leggja í vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐTAL
3.746.989
lög
451.261
plötur
295.679
flytjendur
Stærsta tónlistarverslun landsins
Aðeins
þessa helgi!
Skráðu þig í prufuáskrift og
þú gætir unnið LG Viewty
7
DAGAR FRÍTT
VILTU VINNA!
Kynntu þér tónlist.is á sýningunni Netið 2010 í Smáralindinni 13. til 15. mars