Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 40

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 40
„Fermingarfræðslan er byggð þannig upp að ég hitti þau tvær langar helgar, einu sinni í sept- ember og einu sinni í maí. Svo hitti ég þau einu sinni í mánuði hér á Óslóarsvæðinu og aðeins sjaldnar þau börn sem eru úti á landi,“ segir séra Arna Grétars- dóttir prestur Íslendinga í Nor- egi. Arna flutti til Noregs fyrir rúmum tveimur árum og hefur því séð um fermingarfræðsluna í Noregi einu sinni áður. „Í fyrra var ég með tíu börn en í ár er ég með 22,“ upplýsir hún og telur lík- legt að aukinn fjöldi Íslendinga í Noregi geti að sumu leyti skýrt þessa fjölgun milli ára. Þótt börnin hljóti fermingar- fræðsluna hjá Örnu er misjafnt hvar þau eru síðan fermd. „Það er allur gangur á því. Hluti af þeim fermist hérna úti, önnur fermi ég í sumar eftir að skóla lýkur og svo eru önnur sem fermast með frændsystkinum hjá öðrum prestum um páskana á Íslandi,“ útskýrir Arna. En eru krakkarnir trúaðir? „Það er æði misjafnt. Þau eru allt frá því að vera mjög mótuð trúar- lega og til þess að vera leitandi og með margar spurningar. Ég hvet þau til að koma inn í fermingar- fræðsluna hvort sem þau eru viss um að þau ætli að fermast eða ekki því ákvörðunina þurfa þau ekki að taka strax.“ Séra Arna var áður prestur á Seltjarnarnesi og segir ferming- arfræðsluna þar með allt öðru sniði. Þar sáu tveir prestar um áttatíu börn og því mun minna um persónulegt samband við börnin. „Hér er það meira eins og að vera í sveitinni þó við séum í stór- borginni Ósló. Ég fæ þau heim og við horfum á myndir og spáum í trúarstöðu í kvikmyndum. Við höfum það huggulegt með skúffu- köku og foreldrarnir koma í kaffi. Maður getur nálgast þetta á allt annan hátt,“ segir hún glaðlega. „Og skipta gjafirnar jafn miklu máli í Noregi og á Íslandi? „Já, og mér finnst það bara allt í lagi. Mér þætti óeðlilegt að hitta ferm- ingarbarn sem væri ekki spennt yfir að fá gjafir. Við hin fullorðnu erum eins, okkur þykir gaman að fá gjafir,“ segir hún og hlær. solveig@frettabladid.is Sér um fermingarfræðslu íslenskra barna í Noregi Séra Arna Grétarsdóttir er prestur Íslendinga í Noregi. Hún er nú með 22 íslensk börn í fermingarfræðslu en misjafnt er hvort þau fermist í Noregi í sumar eða ferðist til Íslands fyrir athöfnina. Séra Arna Grétarsdóttir flutti til Noregs haustið 2007 og segir gott að búa þar. „Hér er notalegt og stresslaust andrúmsloft og Norðmenn eru almennilegt fólk,“ segir hún. MYNDIR af fermingarbarninu í ramma eru skemmtilegt skraut á fermingar- eða gjafa- borðið. Þá geta þær einnig vakið skemmtilegar umræður um liðna tíma. Laugavegi 87 • sími: 511-2004 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Miðvikudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.