Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 60
13. MARS 2010 LAUGARDAGUR6
Það er gömul saga og ný að orð eru
vanbúin að lýsa þeirri reynslu sem
við njótum í tónlistinni. Orð eins og
„dýpt“ eða „breidd“ hljóma fárán-
lega þegar fjallað er um tónlist því
hún hefur sínar eigin víddir sem
eru lítt skyldar öllum öðrum vídd-
um. Sömuleiðis þarf að teygja sig
langt til að samþykkja að tónlist
geti sagt ákveðna sögu hjálparlaust.
Samt er það svo að í réttu hlutfalli
við fáránleika þess að tengja tón-
list hinu sértæka er sú tilfinning
ósvikin sem sannfærir okkur um
að hún sé annaðhvort innihaldsrík
eða rýr. Og þótt fallist sé á að tón-
list geti ekki sagt ákveðna sögu er
hitt jafn öruggt að okkur finnst hún
segja sögu þegar best lætur.
Að hlusta á tónlist Jóns Nor-
dals er eins og að skyggnast inn í
annan og betri heim en þann sem
við okkur blasir dagsdaglega. Það
er hátíð. Á hátíðum rifjast það upp
að auk hins hversdaglega yfir borðs
er til það sem kalla mætti innihald.
Þetta ætti ekki að þurfa að nefna
sérstaklega en því er oft haldið
fram, beint og óbeint, að innihald
tónlistar felist í yfirborði henn-
ar og því er ekki úr vegi að nefna
hið augljósa: innihald og yfirborð
eru ekki eitt og hið sama. Það er
ekki þar með sagt að annað skuli
rækta á kostnað hins. Í tónlist Jóns
er einmitt jafnvægi milli yfirborðs
og innihalds. Hún er mjög áferðar-
falleg, en ekki vegna þess að hún sé
að eltast við það sem talið er vera
fallegt í heimi hverfullar tísku,
heldur vegna hins, að það er eins
og hún komi innan frá eftir ein-
arða glímu við fjölbreyttan efni-
við. Sú spurning vaknar hvort til
sé eitthvað sem nefna mætti innsta
kjarna í okkur mönnunum og hvort
þar sé allt sem okkur viðkemur
og meira að segja allt hvað með
öðru í einum og sama punktinum.
Reyndar hvarflar ekki að mér að
reyna að sanna með orðum að svo
sé. Þegar ég hlusta á tónlist Jóns
Nordals finnst mér ég heldur ekki
þurfa þess. Hún er ríkuleg og það
fer ekki á milli mála að hún kemur
úr innsta kjarna. Sömuleiðis er
auðheyrt að allt tekur mið hvað af
öðru í tónlist Jóns. Og sagan sem
okkur finnst hún segja hefur allt-
af verið til. Snorri Sigfús Birgisson
Skyggnst inn í betri heim
● Jón Nordal er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010.
PISTILL
Helstu verk
Smávinir fagrir, 1940
Systur í Garðshorni, 1944
Konsert fyrir hljómsveit, 1949
Fiðlusónata, 1952
Hvert örstutt spor, 1954
Píanókonsert, 1956
Adagio, 1966
Leiðsla, 1973
Kveðið í bjargi, 1978
Tvísöngur, 1979
Choralis, 1982
Sellókonsert, 1983
Óttusöngvar á vori, 1993
Requiem, 1995
Haustvísa, 2000
Jón Nordal er fæddur í Reykjavík árið 1926. Hann hóf píanónám hjá
Friedu Briem ellefu ára gamall og aðeins tveimur árum síðar lék hann
nokkur smálög eftir sjálfan sig í útvarpið, án þess að láta höfundar
getið. Hann lærði síðan við Tónlistarskólann í Reykjavík, meðal ann-
ars undir handleiðslu Árna Kristjánssonar píanóleikara og Jóns Þór-
arinssonar tónskálds. Að loknu burtfararprófi í píanóleik og tónsmíð-
um hélt hann áfram tónsmíðanámi hjá Willy Burkhard og Walter Frey
í Zürich á árunum 1949-51 auk þess sem hann sótti hin víðfrægu sumar-
námskeið í Darmstadt 1957, þar sem helstu framúrstefnutónskáld álf-
unnar komu saman. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík
1959-92 auk þess sem hann var einn af stofnendum Musica Nova árið
1959 og fyrsti formaður þess.
Á æfingu á Choralis ásamt Rostropovich í Kennedy Center.
Jón með nýstofnuðum Musica Nova-hóp í Tónlistarskólanum í Skipholti.
Tveir snillingar. Jón Nordal og Jón Leifs
spjalla saman í ráðhúsinu í Ósló árið
1953 eða 1954.
Jón Nordal með Einari Vigfússyni í Hljómskálanum, þá húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík.
Jón yfirgefur skrifstofu sína eftir 33 ár í starfi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík.
Með Jóni á mynd er eftirmaður hans, Halldór Haraldsson píanóleikari.
M
YN
D
/ Ú
R EIN
KA
SA
FN
I JÓ
N
S N
O
RD
A
L O
G
SO
LVEIG
A
R JÓ
N
SD
Ó
TTU
R
M
YN
D
/Ú
R EIN
KA
SA
FN
JÓ
N
S N
O
RD
A
L O
G
EIG
IN
KO
N
U
H
A
N
S SO
LVEIG
A
R JÓ
N
SD
Ó
TTU
R