Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 66

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 66
8 fjölskyldan A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Flottir fylgihlutir Fylgihlutalína fyrir börn er það nýjasta frá fatahönnuðinum Hlín Reykdal. Vörur Hlínar eru seldar í verslun- inni Belleville og hjá danska fatahönnuðinum Henrik Vibskov en hingað til hefur hún hannað fylgihluti fyrir fullorðna. Hægt verður að festa kaup á vörum Hlínar í Popup-markaði í Saltfé- lagshúsinu næsta laugardag, 20. mars. Í fylgihlutalínunni fyrir börn er að finna slaufur, klúta, hárbönd og húfur. Þjóðbúningadagur Gestir Þjóðminjasafns Íslands eru hvattir til að mæta í þjóðbúningi á safnið á morgun. Þá er þjóðbúningadag- ur safnsins og verða fjölbreyttir íslenskir búningar til sýnis. Einnig verða þjóðbúningabrúður Sigríðar Kjaran til sýnis á torgi við Safnabúðina en hún færði safninu þær að gjöf árið 2001. Innritunarreglur skýrðar Nýjar innritunarreglur í fram- haldsskóla eru viðfangsefni málþings Heimilis og skóla sem haldið verður 18. mars í Verzlunar- skóla Íslands. Fulltrúi mennta- málaráðuneytisins kynnir reglurnar og Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, flytur erindi ásamt fleiri fulltrúum þeirra hópa er reglurnar varða. Allir eru velkomnir. GAGN&GAMAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.