Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 76

Fréttablaðið - 13.03.2010, Síða 76
40 13. mars 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Salurinn kl. 17 Lög unga fólksins kallar Kristján Karl Bragason píanóleikari efnis- skrá sína sem hann flytur í Salnum í dag. Verk eftir Beethoven, Jón Leifs, Prokofiev og Chopin munu hljóma þar. Kristján hóf píanónám hjá Lydiu Koloszowska í Tónlistarskólanum á Dalvík en hefur síðan stundað nám í Reykjavík, Frakklandi, Þýskalandi og víðar. > Ekki missa af Purcell tónleikum sem verða í Grindavíkurkirkju á morgun kl. 17 og eru liður í Menningarviku Grindavíkurbæjar. Þar koma fram Anna Jónsdóttir sópran, Sophie Schoonjans harpa og Örnólfur Kristjánsson selló. Aðgangur er ókeypis, en frjáls framlög velkomin. Á síðasta ári voru liðin 350 ár frá fæðingu Henry Purcell. Af því tilefni er dagskráin sett saman úr sönglögum hans, þar sem leitast er við að sýna fjölbreytni í lagavali, allt frá sálmum til óperuaría. Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum viðamikil sýning sem Aðalsteinn Ingólfsson dró saman af vatnslitaverkum íslenskra myndlistarmanna frá upphafi til okkar daga. Samfara sýningarhaldinu var á dögunum gefin út vönduð bók um íslenska hefð í vatnslitamálun sem hann ritstýrir og nú um helgina er efnt til þinghalds um þessa merkilegu og vinsælu hefð. Þrjú erindi verða flutt á málþingi sem helgað er vatnslitasýn- ingunni og fer fram á morgun kl. 15. Fyrirlesarar eru Aðalsteinn Ingólfsson, JBK Ransu og Harpa Björnsdóttir. Að loknu hverju erindi verður boðið upp á fyrirspurnir. Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri fjallar um abstraktmyndir Skarphéð- ins Haraldssonar frá öndverðum sjötta áratugnum, bæði vatnslitamyndir og gvassmyndir, en þær eru nánast óþekktar. Aðal- steinn fjallar um og skoðar myndirnar í tengslum við myndir „þekktari“ listamanna frá sama tíma. Í erindi sínu mun myndlistarmaðurinn JBK Ransu leggja út frá staðhæfingunni að ekki séu allar myndir listaverk. Listgildi mynda er metið út frá listheimskerfi síns tíma. Þriðja erindið ber yfirskriftina Skilgreiningin drepur fegurðina. Þar gengur Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður út frá þeirri fullyrðingu að skilgreiningin drepi fegurðina og eyði upplifuninni. Blæbrigði litarins í vatni MYNDLIST Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur kynnir áður óþekktar myndir eftir Skarphéðin Haraldsson á þingi um vatnsliti á morgun á Kjarvalsstöð- um. Á fimmtudag var opnuð sýning í nýjum húsakynn- um Nýlistasafnsins að Skúlagötu 28 á úrvali verka úr safninu og mun hún standa til 2. maí. Safneign Nýlistasafnsins á upphaf sitt í rúmlega sjötíu hlutum sem tengdust SÚM 1965- 1972. Nýlistasafnið er sjálfseignarstofn- un, stofnað af hópi listamanna árið 1978, með það að markmiði að safna samtímamyndlist og vera vettvangur fyrir sýningar og list- viðburði. Var stofnun þess til að tryggja varðveislu samtímalistar sem bæði stóru söfnin í Reykjavík, Listasafn Reykjavíkur og Lista- safn Íslands, höfðu þá ekki sinnt. Í upphafi skyldu félagsmenn gefa tvö verk og síðan eitt á ári en ákvæðinu var síðar breytt í eitt verk á fimm ára fresti vegna geymsluvanda. Lát varð á söfnun verka til safnsins sem lengi átti við geymsluskort að stríða. Þegar ný safnstjórn kom til starfa var ráðist í að skrá safnið. Safneign Nýlista- safnsins telur í dag um 2.000 verk, um þriðjungi fleiri verk en skráð voru í byrjun árs 2008 þegar stjórn safnsins hóf það viðamikla verk- efni að fullskrá safneignina og heimildasafn safnsins. Ný stjórn kom upp nýju safnrými á Skúlagötu 28 fyrir margháttaða starfsemi safnsins, sem er í senn söfnunar-, rannsóknar- og sýninga- rými, og lifandi vettvangur. Verkin á sýningunni eru eftir íslenska og erlenda listamenn og eru allt gjafir listamanna til safns- ins, þótt aðdragandi þess að safn- inu áskotnist þau sé mismunandi. Safneigninni tilheyrir mikill fjöldi verka sem tíminn hefur leitt í ljós að eru afar merkileg verk eftir helstu listamenn landsins og erlenda listamenn, sem sumir hverjir eru meðal þekktari lista- manna 20. aldarinnar. pbb@frettabladid.is Úrval verka í Nýlistasafni MYNDLIST Eitt verka á sýningunni: fræg mynd eftir Sigurð Guð- mundsson sem kallaðist á við aðra frægari mynd af Frank Zappa. „Á þessari sýningu er verið að vinna með hugarheim barna, ímyndunarafl og þroska,“ segir Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuð- ur og sýningarstjóri sýningarinn- ar Í barnastærð sem opnuð verður í Hafnarborg í dag. Á henni gefur að líta leikföng og húsgögn sem sérstaklega eru hönnuð fyrir börn og sækja innblástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Sýningin er þó ekki bara hugsuð fyrir fullorðna heldur gefst börnum tækifæri á að leika sér, prófa kassabíla sem hafa verið smíðaðir fyrir tilefnið og byggja sér hús úr teppum og stólum svo dæmi séu tekin. „Hægt verður að dansa í einu herbergja safnsins, í sérstökum dansskóm sem eru þannig úr garði gerðir að ofan á þeim eru fastir barnaskór, þannig geta krakkar dansað ofan á ristinni á pabba eða mömmu. Svo verður listasmiðja starfrækt fyrir börnin,“ segir Tinna. Í aðalsal safnsins verður hönn- un fyrir börn til sýnis, húsgögn og munir íslenskir sem erlendir. Og þó að þann hluta sýningarinn- ar megi bara skoða, ekki snerta, þá er gripunum stillt upp í augn- hæð barna og þeim þannig gert auðvelt að njóta sýningarinnar. Megináhersla er á íslenska hönn- un en mikill hluti sýningargripa er húsgögn og leikföng sem hönnuðir, arkitektar og listamenn hafa unnið fyrir sín eigin börn og ekki hafa farið í framleiðslu. Viðamikil dagskrá verður í boði fyrir gesti safnsins á öllum aldri en einnig er boðið upp á fræðslu fyrir skólahópa sem bæði geta tekið þátt í leiðsögnum og list- smiðjum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins, www. hafnarborg.is. - sbt Í augnhæð barna FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N ÍSLENSK HÖNNUN Traktor Manfreðs Vilhjálmssonar er meðal þeirra gripa sem eru til sýnis á sýningunni, Hann var upphaflega gerður fyrir son arkitektsins en var svo fram- leiddur í 80 eintökum í tilefni áttræðisafmælis Manfreðs árið 2008. M YN D N ÝLISTA SA FN IÐ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.