Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 77

Fréttablaðið - 13.03.2010, Side 77
LAUGARDAGUR 13. mars 2010 41 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 13. mars 2010 ➜ Sýningar Ókeypis verður á öll söfn á suðurnesjum í tilefni af safnahelgi. Fjölbreytt dagskrá í boði. Nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is. ➜ Tónleikar 17.00 Í Hveragerðiskirkju við Hvera- hlíð verða haldnir óperutónleikar þar sem Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Julian M. Hewlett Píanóleikari flytja aríur og dúettar úr nokkrum óperuperlum. 20.00 Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram á Sódómu Reykjavík við Tryggagötu. Nánari upplýs- inar á www.midi.is. Húsið verður opnað kl. 20.00. 22.00 Hljómsveitin Bacon Live Support Unit heldur útgáfutónleika á Cafe Cultura við Hverfisgötu. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika á Græna Hattinum við Hafn- arstræti 96 á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21.00 ➜ Opnanir 14.00 Leirlistafélag Íslands opnar sýn- ingu á duftkerum í BOXinu við Kaup- vangsstræti á Akureyri. Opið lau. og sun. kl. 14-17. 15.00 Hallur Karl Hinriksson og Hrafn- hildur Inga Sigurðardóttir opna sýningar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun kl. 14-16. 15.00 Huginn Þór Arason og Unnar Örn Auðarson opna sýningu á vegg- sjöldum hjá Gallerí Havarí við Austur- stræti 6. Opið mán.-fös. kl. 12-18 og lau kl. 12-16. 16.00 Nemendur við Myndlistaskólann í Reykjavík opna sýningu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Opið virka daga kl. 9-18. 17.00 Milli klukkan 17 og 19 ætla nemendur myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands fremja gerninga og sýna video í nýjum húsakynnum Nýlista- safnsins að Skúlagötu 28. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Grétar Þór Eyþórsson flytur erindið „Íbúakosn- ingar. Er málið svona einfalt?” í Þjóðmenningarhús- inu við Hverfisgötu. Nánari upplýsingar á www.visindafelag.is. ➜ Fundir 16.00 Aðalfundur MÍR, Menningar- tengsla Íslands og Rússlands fer fram í félagsheimilinu að Hverfisgötu 105. ➜ Tangó 21.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir Milonga-kvöldi á veitingahúsinu Eldhrími við Borgartún 14, kl. 21-24. Nánari upplýsingar á www.tangoadventure.com. ➜ Félagsstarf 14.00 Félag eldri borgara í Kópavogi heldur félags- og fræðslufund í Gjá- bakka við Fannborg 8. Anna Linda Guðmundsdóttir flytur erindi um heyrnarskerðingu og heyrnartæki og Kristmundur Halldórsson kynnir vefsíðu FEBK. ➜ Leiðsögn 14.00 Einar Garibaldi Eiríksson verður með leiðsögn um sýningu sína Grand Tour / 1998-2010 sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12. 15.00 Í Norræna húsinu við Sturlugötu verður boðið upp á leiðsögn um sýn- inguna Con-Text: Sýning á norrænum bókverkum. Nánari upplýsingar á www. nordice.is. Sunnudagur 14. mars 2010 ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð við Faxafen 14 kl. 14. ➜ Tangó 16.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir Milonga síðdegi á Café Rót við Hafnarstræti 17 kl. 16-19. Nánari upplýs- ingar á ww.tangoadventure.com. ➜ Málþing 15.00 Aðalsteinn Ingólfsson, JBK Ransu og Harpa Björnsdóttir flytja erindi á málþingi á Kjarvalsstöðum við Flókagötu sem verður haldið í tengsl- um við vatnslitasýninguna „Blæbrigði vatnsins” sem nú stendur þar yfir. ➜ Tónlist Bára Grímsdóttir og Chris Foster hafa umsjón með söngdagskráinni „Sungið og kveðið” sem fer fram í menningar- miðstöðinni Gerðubergi (Gerðubergi 3- 5). Íslensk alþýðulög sungin og kveðin í blandi af erlendum þjóðlögum. Nánari upplýsingar á gerduberg.is. ➜ Kvikmyndir 15.00 Kvikmynd Alexanders Dovzhenko Jörð (1930) verður sýnd í MÍR-salnum að Hverfisgötu 105. Enginn aðgangseyrir. ➜ Þjóðbúningar 14.00 Í Þjóðminjasafninu við Suð- urgötu verður ókeypis fyrir þá sem mæta í þjóðbúning á sunnudag þar sem sérstakur þjóðbúningadagur verður haldinn. Á Torgi við Safnbúðina verða sýndar nokkrar af þjóðbúningabrúðum Sigríðar Kjaran. ➜ Leiðsögn 14.00 Á Þjóðminjasafninu við Suð- urgötu verður boðið upp á leiðsögn á ungversku um sýninguna „Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár.” Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. 14.00 Á Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna “Angurværð í minni” sem nú stendur þar yfir. Nánari upplýsingar á www.listasafn.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Bandarísku gagnrýnendaverðlaun- in, National Book Critics Circle Award, voru afhent á fimmtudag, en þau voru sett á stofn vestanhafs 1974 til að örva vandaða gagnrýni í bandarískum fjölmiðlum. Taka nú yfir 600 gagnrýnendur þátt í kjöri verðlaunaverkanna. Joyce Carol Oates var heiðruð sérstak- lega. Þótti mörgum súrt í broti að þrír af sex sigurvegurum þetta árið voru Englendingar. Breska skáldkonan Hilary Mantel var ekki viðstödd til að taka við viðurkenningunni fyrir sögulegu skáldsöguna Wolf Hall, lengi ætla fyrirmenn Elísabetar- tímans að heilla skáldin. Richard Holmes vann verðlaun fyrir fræðiritið The Age of Wond- er. Diana Athill fékk verðlaun fyrir sjálfævisögu sína Some- where Towards the End, sem hún sendi frá sér komin vel yfir ní- rætt. Ævisöguverðlaunin fóru til Blake Bailey fyrir ævisögu um John Cheever. Gagnrýnisverð- launin fóru til Eula Biss og Rae Armantrout vann verðlaun fyrir ljóðabók sína Versed. - pbb Bandarísk verðlaun gagnrýnenda veitt Nýtt í Skífunni! LAUGAVEGUR 26 · KRINGLAN · WWW.SKIFAN.IS Stærsta hljómplötuverslun á Íslandi VINSÆLU BARNALEIKRITIN EFTIR THORBJÖRN EGNER 4CD Glæsilegur safnkassi sem inniheldur vinsælustu barnaleikritin. RECOLLECTION KD LANG Tvöföld safnplata með kanadísku söngkonunni. Öll hennar bestu lög eru hér saman komin. A CURIOUS THING AMY MCDONALD Önnur plata Amy Macdonald, sem inniheldur smellinn Don't Tell Me That It's Over. VALLEYS OF NEPTUNE JIMI HENDRIX 12 áðuróútgefnar hljóðversupptökur. Inniheldur meðal annars Cream slagarann Sunshine Of Your Love. PLASTIC BEACH GORILLAZ Damon Albarn og félagar með þriðju hljóðversplötuna sína og er hún að fá hreint afbrags dóma. THE HURT LOCKER NÝTT Á DVD - 2012 Roland Emmerich, leikstjóri The Day After Tomorrow og Independence Day, er hér með frábæra, nýja spennumynd. INGLOURIOUS BASTERDS ÓSKARSVERÐLAUNA DVD FINAL FANTASY PS3 BATTLEFIELD BAD COMPANY 2 PS3 - PC NÝIR TÖLVULEIKIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.