Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 4
4 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
Vegna fréttar í blaði gærdagsins
um að fólk í hjólastólum geti sótt
kvikmyndasýningar í Smárabíói án
endurgjalds vilja Sambíóin árétta að
slíkt fyrirkomulag hefur ætíð tíðkast í
kvikmyndahúsum þeirra, allt frá 1945
þegar Sambíóin voru opnuð í Keflavík
og 1982 í Reykjavík.
ÁRÉTTING
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 16.03.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
226,8832
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,58 126,18
189,63 190,55
171,82 172,78
23,087 23,223
21,411 21,537
17,674 17,778
1,3848 1,3928
192,35 193,49
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
SUÐURNES Íslensk stjórnvöld hafa
dregið að taka pólitíska ákvörðun
um að skrá hér á landi um tuttugu
flugvélar hollensk/bandaríska
fyrirtækisins E.C.A. Programs,
segir Melville ten Cate, forstjóri
hollenska fyrirtækisins E.C.A.
Programs.
Í flugflota þess eru meðal
annars vopnlausar, rússneskar
orrustuþotur af Sukhoi-gerð. Fyr-
irtækið vill koma upp viðhalds- og
þjónustustöð fyrir einkarekinn en
vopnlausan æfingaflugher sinn
hér á landi. Áformuð fjárfesting
nemur 1,2 milljörðum evra, eða
um 200 milljörðum á næstu þrem-
ur árum. Áætlanir um að hefja
framkvæmdir í janúar, svo að
starfsemin hér á landi gæti hafist
í haust, náðu ekki fram að ganga.
Nú er horft til þess að leyfi liggi
fyrir í lok sumars, að sögn Mel-
villes ten Cate. Þá verði 80 Íslend-
ingar ráðnir til starfa og starf-
semin hefjist fyrir árslok. Um 200
störf til viðbótar þarf að manna á
árinu 2011.
Melville ten Cate segist bjart-
sýnn á að leyfin verði veitt.
Íslensk stjórnvöld virðist áhuga-
söm um E.C.A.-verkefnið en taki
eftirlits- og stjórnsýsluhlutverk
sitt alvarlega. Hann tekur ekki
undir að pólitíkin tefji fram-
gang málsins en segir að taka
þurfi pólitíska ákvörðun um að
hefja skráningarferlið. Pólitískar
ákvarðanir séu alls staðar tíma-
frekar og tafsamar.
„Við erum einkahernaðarfyrir-
tæki,“ segir ten Cate spurður um
starfsemi fyrirtækisins. E.C.A.
hefur rekið flutningaþjónustu
fyrir heri víða um heim, meðal
annars í Afganistan, Darfur og
einnig á hamfarasvæðum eins
og Haítí. Með fjárfestingunni á
Íslandi er ætlunin að víkka starf-
semina út.
Auk Sukhoi-þotnanna ræður
E.C.A. meðal annars yfir ómönn-
uðum smáflugvélum, loftskeyta-
hermum, ratsjám og færanlegum
stjórnstöðvum. Þjónusta þessa
einkarekna vopnlausa flughers
verður leigð herjum NATO-ríkja
og bandamanna þeirra til að þjóna
sem óvinaher við heræfingar.
Ten Cate segir að fyrirtækið
taki að sér að finna veikleika í
vörnum og bæti þannig þá þjálfun
sem flugmenn orrustuþotna fá á
heræfingum.
Fáist leyfin verður viðhalds- og
þjónustustöð liðsaflans á Kefla-
víkurflugvelli þar sem flestir
starfsmenn verða sérþjálfaðir
íslenskir flugvirkjar og tölvunar-
fræðingar.
peturg@frettabladid.is
Tuttugu einkaherþotur undir-
búa lendingu á Miðnesheiði
Hernaðarfyrirtæki vill koma upp flota vopnlausra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli og leigja þær til að leika
óvini á heræfingum. Ætlar að fjárfesta fyrir um 200 milljarða næstu þrjú ár. Bíður leyfis íslenskra stjórnvalda.
„Við erum ólíkir fyrirtækjum eins
og Blackwater [umdeilt einkarekið
herfyriræki],“ segir Melville ten
Cate, forstjóri E.C.A. Programs.
„Starfsmenn okkar ganga ekki með
byssur.“
Hann segir að E.C.A. sé einka-
rekið hernaðarfyrirtæki og starfi við
hernaðartengda starfsemi. Það selji
flugherjum flugstundir, líkt og önnur
þjónustufyrirtæki selji þeim pitsur,
bílaleigubíla eða aðra þjónustu.
Fyrirtækið hefur til þessa selt
flutningaþjónustu á átakasvæðum
í Afganistan og Darfur og hamfara-
svæðum á borð við Haítí.
Starfsemin tekur stakkaskiptum
nái verkefnið á Íslandi fram að
ganga og einkarekni flugherinn
komist á laggirnar. Viðskiptavinir eru
herir NATO-ríkja og herir nokkurra
bandamannaríkja, eins og Japans,
Ástralíu, Singapúr og Sameinuðu
furstadæmanna. Ten Cate segir að
fyrirtækið muni ekki taka ríki fjand-
samleg Vesturlöndum í viðskipti. Í
því sambandi nefnir hann sérstak-
lega Íran og Norður-Kóreu.
Nú starfa um 50 manns hjá
fyrirtækinu. Flestir þeirra hlutu
BERUM EKKI BYSSUR ÓLÍKT BLACKWATER
herþjálfun og störfuðu áður sem
hermenn. Umsvifin margfaldast verði
af uppbyggingunni hér á landi. Þá
verða ráðnir um 200 Íslendingar til
starfa í viðhalds- og þjónustustöð-
inni á Keflavíkurflugvelli. Þetta verða
einkum flugvirkjar, tölvunarfræðingar
og annað sérþjálfað starfsfólk.
Eigendur E.C.A. eru nokkrir ónafn-
greindir hollenskir og bandarískir
einstaklingar, segir ten Cate. Sumir
hafa bakgrunn úr hermennsku, aðrir
ekki. Engir Íslendingar eiga hlut í
fyrirtækinu, að hans sögn.
SUKHOI Rússnesk Sukhoi-orrustuþota eins og þær sem sýndar eru í kynningar-
myndbandi á heimasíðu E.C.A. Program. Fáist leyfi stjórnvalda verður viðhaldsstöð
og þjónustustöð E.C.A. rekin í 12.000 fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli.
MYND/NORDICPHOTOS-AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
12°
7°
7°
11°
11°
5°
5°
21°
13°
15°
16°
22°
1°
15°
19°
0°Á MORGUN
8-15 m/s NV-til,
annars hægari.
FÖSTUDAGUR
5-10 m/s.
8
6
5
7
3
2
2
1
2
4
1
13
7
12
14
10
4
10
3
8
8
7
6
5
0
0
2
-3-1
-1
4
4
FÍNT SYÐRA Á
MORGUN Það
dregur úr vætunni
sunnanlands í
kvöld og á morgun
verður víðast þurrt
og léttir til sunnan
og vestan til en
norðan- og austan-
lands verður áfram
dálítil slydda eða
snjókoma.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
EFNAHAGSMÁL Þekkingin og
reynslan sem til varð í tengslum
við hrunið ásamt vangaveltum um
framtíð íslensks fjármálamarkað-
ar verður til umfjöllunar á hádeg-
isverðarfundi Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga í dag.
Framsögumenn eru Gylfi Magn-
ússon viðskiptaráðherra, Kristín
Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capi-
tal, Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, og Auður Finn-
bogadóttir, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs Kópavogs. - jab
Hádegisfundur um hrunið:
Rætt um fjár-
málamarkað
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenskra skipa í febrúar nam
alls 106.704 tonnum í febrúar
2010 samanborið við 99.696 tonn
í sama mánuði árið áður. Afli
uppsjávartegunda nam tæpum
63.000 tonnum sem er um 8.400
tonnum meiri afli en í febrúar
2009. Aukningu í uppsjávarafla
má rekja til þess að 55.000 tonn
veiddust af loðnu í febrúar sam-
anborið við 15.000 tonna afla í
fyrra. Síldarafli nam 2.000 tonn-
um og dróst saman um tæp 8.300
tonn frá fyrra ári.
Botnfiskafli dróst saman um
tæp 1.800 tonn frá febrúar 2009
og nam 41.400 tonnum. - shá
Afli í febrúar:
Meiri loðna en
minni síldarafli
KJARAMÁL Viðsemjendur flugumferðarstjóra
höfnuðu í gær nýrri tillögu að lausn kjaradeil-
unnar við Flugstoðir ohf. Að því er fram kemur
í tilkynningu frá Félagi flugumferðarstjóra
tók það viðsemjendurna aðeins tíu mínútur að
hafna tilboðinu og segja þeir ljóst að samn-
ingsvilji hafi aldrei verið fyrir hendi. Hótun
stjórnvalda um lögbann á verkfallsaðgerðir
þeirra kunni að reynast tvíeggjað sverðþ
Þegar tilboðið var lagt fram aflýstu flugum-
ferðarstjórnarnir um leið boðuðum fjögurra
stunda verkföllum sem standa áttu í dag og á
morgun. Með því átti að gefa samningsaðilum-
ráðrúm til að fjalla um tillöguna.
Yfir viðræðunum síðustu daga hafa vofað
lögbannsáform ríkisstjórnarinnar. Stjórn-
in samþykkti lagasetninguna á fimmtudag en
flugumferðarstjórar frestuðu aðgerðum áður
en til hennar kom.
Inngrip stjórnvalda í kjaradeilur hafa verið
fátíð á undangengnum árum. Eftir því sem
næst verður komist voru síðast sett lög á verk-
fall grunnskólakennara árið 2004 sem stað-
ið hafði í átta vikur. Í þrígang voru sett lög á
verkföll sjómanna, 1994, 1998 og 2001, og árið
1993 voru sett lög á verkfall stýrimanna á
Herjólfi. - bþs, sh
Flugumferðarstjórar lögðu fram nýja tillögu og aflýstu verkföllum í dag og á morgun:
Nýju tilboði flugumferðarstjóra hafnað
MEÐ FRUMVARPIÐ UNDIR HENDINNI Samgönguráð-
herra sést ganga til fundar við ríkisstjórnina á fimmtu-
dag til að kynnna áform um lögbannið.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI