Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 12
12 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR ÍSRAEL, AP Deilur Ísraela og Banda- ríkjastjórnar harðna dag frá degi. Í gær ákvað George Mitchell, sér- legur fulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, að fresta ferð sinni til Ísraels. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Ísraelar afturkalli leyfi til að byggja 1.600 íbúðir fyrir gyð- inga í Austur-Jerúsalem, hinum arabíska hluta borgarinnar sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg Palestínuríkis. Palestínumenn setja það að skilyrði fyrir framhaldi friðar- viðræðna, sem legið hafa niðri í fjórtán mánuði, að Ísraelar hætti við þessi áform. Benjamin Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, sér þó enga ástæðu til að verða við þeirri kröfu. „Bygging þessara íbúða fyrir gyðinga skaðar á engan hátt arabana í Austur-Jerúsalem og hafa ekki kostað þá neitt,“ sagði Netanjahú á mánudag, en hafði reyndar beðist afsökunar á því að tilkynning um leyfið hefði komið meðan Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, var í heimsókn í síðustu viku. Átök og skærur hafa verið í gamla hluta Jerúsalemborgar nær daglega undanfarið vegna þessa. - gb Ísraelsstjórn neitar að hætta við framkvæmdir í Austur-Jerúsalem: Mitchell frestar för til Ísraels ÁTÖK VIÐ RAMALLAH Hópur Palestínumanna á hlaupum eftir átök við ísraelska hermenn norðan við Ramallah. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Patrick MacManus, talsmaður dönsku vinstrisam- takanna Oprør, eða Uppreisn, hlaut á mánudag hálfs árs skil- orðsbundinn fangelsisdóm í Danmörku fyrir að hafa reynt að safna fé fyrir skæruliðasam- tökin FARC í Kólumbíu og pal- estínsku uppreisnarsamtökin PFLP. Bæði þessi samtök teljast hryðjuverkasamtök samkvæmt skilgreiningu danskra laga, sem sett voru í kjölfar árásanna á Bandaríkin haustið 2001. Bæði samtökin eru einnig á listum Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins yfir hryðjuverka- samtök. MacManus, sem upphaflega er frá Írlandi, þarf einnig að greiða 55 þúsund danskar krónur í málskostnað. - gb Safnaði fyrir FARC og PFLP: Fangelsi fyrir stuðningssöfnun STJÓRNMÁL Tuttugu og einn þing- maður úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðis- flokknum, hafa lagt fram frumvarp um að landið verði gert að einu kjördæmi. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylking- unni, er fyrsti flutningsmaður. Kveðið er á um kjördæmaskiptinguna í stjórnar- skrá. Frumvarpið er því til breyt- inga á stjórnskipunarlögum. Meginröksemd flutningsmanna fyrir að landið verði eitt kjördæmi er að með því vega atkvæði allra kosningabærra landsmanna jafn þungt. - bþs Þingmenn úr fjórum flokkum: Landið verði eitt kjördæmi BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON BUXNALAUSIR Vinstrimenn í borgar- stjórn Rómar mótmæltu með þessum hætti borgarstjóranum, Gianni Alem- anno. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins segir að Bretar verði að standa sig betur við niðurskurð fjárlaga, eigi þeim að takast að ná nauðsynlegum tökum á fjárlagahallanum. Liam Byrne, ráðuneytisstjóri breska fjár- málaráðuneytisins, ber sig aumlega í við- tali við breska ríkisútvarpið og segir að það myndi valda „óbætanlegum skaða“ á efna- hagslífi landsins ef farið verður að tilmæl- um Evrópusambandsins. Búist er við því að fjárlagahalli breska ríkisins verði kominn upp í 12,6 prósent af landsframleiðslu, eða 178 milljarða punda. Niðurskurðarhugmyndir bresku stjórnar- innar miða að því að ná honum niður í 4,7 prósent árið 2015. Samkvæmt reglum Evr- ópusambandsins má fjárlagahalli hins vegar ekki vera meiri en þrjú prósent af lands- framleiðslu. Bretar fengu á síðasta ári frest til ársins 2015 til að ná þessu fram. Grikkir gátu hins vegar andað léttar í bili í gær þegar þrýstingur minnkaði á fjármála- mörkuðum, daginn eftir að Evrópusamband- ið hafði lofað að koma Grikkjum til hjálpar síðar meir ef í ljós kæmi að þeir réðu ekki við skuldavanda ríkisins. Miklu munar þar að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ákvað að taka Grikkland af athugunarlista sínum, sem þýðir að láns- hæfismat landsins verður ekki lækkað í bráð. - gb Grikkir anda léttar í bili, en Bretar fá á baukinn frá Evrópusambandinu: Bretum gert að skera enn meira niður LIAM BYRNE OG GORDON BROWN Niðurskurðaráform þeirra fullnægja ekki kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. NORDICPHOTOS/AFP Við höldum hjólum atvinnulífsins Þjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Sérstök hraðþjónusta í boði F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.