Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2010 13 gangandi Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.is Ókeypis forgreining Þú getur treyst því að við gerum betur við Volkswagen atvinnubíla Úlfar og félagar sinna þjónustu við Volkswagen atvinnubíla. Þeir hafa samtals meira en 20 ára starfsreynslu og vita að allar tafir koma viðskiptavinum okkar illa. Þeir hjálpa þér að halda flot- anum gangandi svo þú getir einbeitt þér að því að keyra kostnaðinn niður og framlegðina upp. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS verður haldinn í Veisluturninum, 20. hæð, Smáratorgi 3, Kópavogi, í dag 17. mars kl. 19.30. Dagskrá: 1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir VR. 2. Fyrirspurnir og umræður. Félagsmenn hvattir til að mæta. Fyrsta fólksfækkunin frá lokum 19. aldar: Íslendingum fækk- ar töluvert milli ára MANNFJÖLDI Fólksfækkun varð hér á landi í fyrra, í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. Hinn 1. jan- úar 2010 voru 317.630 íbúar með fasta búsetu á landinu, en 319.368 árið áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag- stofu Íslands. Þar segir að fækkunin milli ára nemi hálfu prósenti, þótt síðustu fimm árin hafi verið fjölgun um 1,6 prósent að jafnaði. Ómar Harðarson á mannfjölda- og mann- talsdeild Hagstofunnar segir þessar tölur í sam- ræmi við spá sem gerð var í árslok 2008. „Þetta eru búferla- flutningar fyrst og fremst, en á sama tíma er náttúruleg fjölgun um eitt prósent,“ segir Ómar. Árið 2009 fækkaði fólki á öllum landsvæðum, mest á Austurlandi. Þar fækkaði um 390 manns, eða þrjú prósent. Ómar rekur þessa fækkun fyrst og fremst til Fljótsdalshéraðs, en erlendir verkamenn streyma þaðan að stíflu- og álversfram- kvæmdum loknum. Með brotthvarfi verkamann- anna jafnast kynjahlutföll í landinu einnig. Nú eru 990 karlar á hverjar þúsund konur á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni karla eykst hins vegar eftir því sem byggðin verður strjálbýlli og fer allt upp í 1.151 karl á móti þúsund konum. Frá árinu 2005 hefur íbúum í strjálbýli fækkað árlega um 1,2 prósent og búa nú 6,4 pró- sent íbúa landsins í strjálbýli. Um 63 prósent þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu. - kóþ LANDIÐ KVATT Í LEIFSSTÖÐ Árið 2009 fluttu til útlanda 4.835 manns umfram aðflutta. Á sama tíma jókst náttúruleg fjölgun eilítið og var um eitt prósent, en hafði verið 0,8 til 0,9 prósent allar götur frá 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.