Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 10
10 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR SVEITARFÉLÖG Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hafa mjög mis- munandi hátt á varðandi það hvernig þau nýta þjónustu inn- heimtufyrirtækja til að sækja vangoldna skatta og gjöld til íbúa sinna. Hvorki Mosfellsbær né Hafn- arfjörður nýta milliinnheimtu hjá fyrirtækjum á borð við Intrum og Momentum heldur senda sjálfir ítrekanir uns vanskilum er vísað í hefðbundna lögfræðiinnheimtu. Mosfellsbær sendi mál 492 aðila í bænum, sem voru með samtals 34,7 milljónir króna í vangold- in fasteignagjöld, í hefðbundna lögfræðiinnheimtu. Mál fjögurra foreldra leikskóla- barna, sem skulduðu samtals 225.000 krónur fóru í lögfræðiinn- heimtu frá Mosfellsbæ. Einnig mál foreldra sex barna vegna vangold- inna skólamáltíða. Vanskil þeirra voru samtals 127.000 krónur. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu að Reykjavíkurborg hefur nýtt innheimtufyrirtækin til að sækja um 11 prósent af fasteigna- gjöldum borgarbúa og hluta gjalda fyrir leikskólavist og skólamáltíð- ir hjá talsverðum hópi foreldra. Kópavogsbær sendi vangoldin leikskólagjöld fyrir 20,6 milljón- ir króna til innheimtufyrirtækis á árinu 2009. Ekki kemur fram í svari bæjarins hve stór hópur var í vanskilum. Ef miðað er við svip- uð meðalvanskil og í Reykjavík má áætla að í Kópavogi um sé að ræða að minnsta kosti 300 foreldra leikskólabarna. Kópavogur sendi hvorki fast- eignagjöld né skólamáltíðir til milliinnheimtu og ekki ligg- ur fyrir hve háar fjárhæðir fóru þar til lögfræðiinnheimtu. Alls sendi bærinn 32 milljónir króna til milliinnheimtu, þannig að leik- skólagjöldin eru um tveir þriðju af heildarfjárhæðinni. peturg@frettabladid.is Ólík viðbrögð við vanskilum Hvorki Hafnarfjörður né Mosfellsbær nýta þjónustu fyrirtækja á borð við Intrum og Momentum. Það gera Garðabær og Kópavogur, líkt og Reykjavík. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur fól milliinnheimtufyrirtæki að sækja um 20,6 milljónir króna í vangoldnum leikskólagjöldum í fyrra. Mosfellsbær sendi mál fjög- urra foreldra leikskólabarna og sex grunnskólabarna í lögfræðiinnheimtu. Garðabær hefur gert samning við fyrirtækið Momentum um milliinn- heimtu fyrir hönd bæjarins. Samkvæmt honum tók Mom- entum til innheimtu á árinu 2009 fasteignagjöld 254 aðila í Garðabæ sem voru í vanskilum með sam- tals 57,7 milljónir króna eða um 227.000 krónur að meðaltali hver. Málum nítján foreldra leikskóla- barna var einnig vísað til milliinn- heimtu vegna vanskila upp á um 1,7 milljónir króna. Samningur Garðabæjar og Momentum gerir ráð fyrir að fyrirtækið sendi allt að þrjú inn- heimtubréf vegna hverrar kröfu. Innheimtur er á bilinu 400-1.500 króna kostnað hjá greiðandanum fyrir hvert bréf, eftir fjárhæð van- skilakröfunnar. Einnig getur fyrirtækið krafist 4-5 prósenta innheimtuþóknunar við ítrekaða innheimtu á kröfur á bilinu 10-100.000 krónur en lagt 2 prósent gjald á kröfur sem fara yfir 100.000 krónur þurfi að senda tvö innheimtubréf vegna þeirra en 1 prósent til viðbótar ef send eru þrjú bréf. Ef krafa er enn ógreidd eftir að Momentum hefur sent þrjú innheimtubréf lætur fyrirtækið hringja einu sinni í greiðanda þar sem honum er gefinn kostur á að gera skil áður en mál er sent í hefðbundna lögfræðiinnheimtu með stórauknum kostnaði. FAST GJALD OG PRÓSENTUR LANDSAMTÖK FORELDRA EINELTISBARNA OG UPPKOMNNA ÞOLENDA A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… SJÁVARÚTVEGUR Kolmunnaver- tíðin fer vel af stað og skip HB Granda, Ingunn AK, er á land- leið með 1.900 tonna afla eftir aðeins tvo sólarhringa á mið- unum. Þrjú skip fyrirtækisins eru farin til kolmunnaveiða sem mikið er fyrir haft því miðin eru undan vesturströnd Írlands eða hátt í 700 sjómílna fjarlægð frá Íslandi. Loðnuveiðum skipa HB Granda lauk í síðustu viku en kvóti félagsins á vertíðinni var alls 20.500 tonn. Allt bendir til þess að loðnuvertíðinni sé lokið að þessu sinni. Vonir voru helst bundnar við svokallaða vestangöngu en ekki hefur orðið vart við neina loðnu vestur og norður af landinu. - shá Loðnuvertíð lokið: Vel veiðist af kolmunna ATVINNUMÁL Guðlaugur G. Sverris- son, stjórnarformaður OR, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann furðar sig á því að lífeyris- sjóðurinn Gildi hafi ekki tekið þátt í skuldabréfaútboði fyrirtækisins. Einnig furðar hann sig á skýring- um Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra SA og stjórnarfor- manns Gildis, á þeirri ákvörðun sjóðsins sem sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær. „Það kom verulega á óvart að sá lífeyrissjóður, sem er undir forystu framkvæmdastjóra SA, skyldi ekki taka þátt í skuldabréfaútboði OR. Með því vinnur hann gegn hags- munum félaga sinna og þjóð- arinnar í heild,“ segir Guðlaugur í yfirlýsingu. Gi ld i tók ákvörðun sína byggða á því að gjaldskrár h efð u ek k i verið hækkaðar og að arður hefði verið greiddur þrátt fyrir að staða fyrirtækisins hefði vart gefið til- efni til þess. Guðlaugur segir það vera yfirlýsta stefnu stjórnar OR og eigenda fyrirtækisins að halda aftur af verðhækkunum á þeim þrengingatímum sem neytendur og atvinnurekstur á Íslandi búa við. Eins hafi arðgreiðslur OR til eigenda verið lækkaðar um helm- ing og renni ekki í vasa eins eða neins, eins og almennt er hjá fyrir- tækjum innan SA. „OR er aðili að SA og skýtur það skökku við að framkvæmdastjóri samtakanna, sem jafnframt er stjórnarfor- maður Gildis, skuli ræða málefni fyrirtækisins með þeim hætti sem hann gerir,“ segir Guðlaugur. - shá Orkuveitan gagnrýnir ákvörðun Gildis um að sniðganga skuldabréfaútboð: Gildi vinnur gegn þjóðinni GUÐLAUGUR G. SVERRISSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.