Fréttablaðið - 17.03.2010, Síða 14
14 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Staða stærstu lífeyrissjóðanna
Stjórnir lífeyrissjóða bera
mikla ábyrgð á fjárfesting-
um og fjárfestingarstefnu
sjóðanna. Engu að síður
hefur lítil endurnýjun orðið
í hópi stjórnarmanna hjá
flestum stærstu lífeyris-
sjóðanna síðan fyrir hrun.
Skortur á endurnýjun
rifjar upp gamlar deilur um
hvernig skipað er í stjórnir
lífeyrissjóðanna.
Þrír af hverjum fjórum stjórnar-
mönnum í sex stærstu lífeyris-
sjóðunum sátu í stjórnum sjóðanna
fyrir hrun efnahagslífsins haust-
ið 2008 og sitja þar enn. Aðeins
rúmur fjórðungur stjórnarmanna
hefur komið nýr inn í kjölfar
hrunsins.
„Það er nauðsynlegt að það verði
endurnýjun í stjórnum lífeyrissjóð-
anna eins og annars staðar,“ segir
Gylfi Magnússon efnahags- og við-
skiptaráðherra.
„Það er aldrei gott að menn
séu of öruggir með störf sín við
þessar aðstæður, menn verða að
sæta ábyrgð ef illa gengur, víkja
svo hægt sé að koma nýju fólki
að,“ segir Gylfi. Mál lífeyrissjóð-
anna heyra raunar undir fjár-
málaráðuneytið, og því ekki undir
honum komið að beita sér fyrir
breytingum.
Alls sitja 44 í stjórnum sex
stærstu lífeyrissjóðanna, sex til
átta í hverri stjórn. Hlutfall nýliða
í stjórnum sjóðanna er misjafnt,
eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd.
Enginn nýr hjá einum sjóði
Mestar breytingar hafa verið gerð-
ar á stjórn Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, þar sem fimm af átta
stjórnarmönnum komu í stjórnina
eftir hrun. Hjá Sameinaða lífeyr-
issjóðnum hafa ekki orðið nein-
ar breytingar á stjórnarmönnum
síðan fyrir hrun.
Hjá Gildi lífeyrissjóði hafa sjö
af átta stjórnarmönnum setið frá
því fyrir hrun. Þrír af átta stjórn-
armönnum Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins komu nýir inn í
stjórnina í kjölfar hrunsins. Einn
stjórnarmaður af sex hjá Stapa líf-
eyrissjóði hefur komið inn í stjórn-
ina frá september 2008, en tveir af
átta hjá Almenna lífeyrissjóðnum.
VR skipar fjóra af átta stjórn-
armönnum í Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna. Kristinn Örn Jóhann-
esson, formaður VR, segir að lögð
hafi verið áhersla á að fá nýtt
fólk inn í stjórn lífeyrissjóðsins
í kjölfar hrunsins haustið 2008.
Sjóðsfélagar hafi orðið fyrir áfalli
í hruninu og því sé mikilvægt að
byggja upp traust á lífeyrissjóðn-
um á ný með því að fá þar inn nýja
stjórnarmenn.
„Starfsemi lífeyrissjóða er í eðli
sínu íhaldssöm, en okkur þótti eðli-
legt að fá inn nýtt blóð. Nýtt fólk er
trygging fyrir því að ekkert óeðli-
legt sé í gangi innan lífeyrissjóðs-
ins,“ segir Kristinn. Nýir stjórnar-
menn hafi enga ástæðu til að fela
gerðir fyrri stjórna, hafi eitthvað
verið athugavert við þær á annað
borð.
Deilt um skipan stjórnarmanna
Takmörkuð endurnýjun á stjórn-
armönnum flestra lífeyrissjóð-
anna rifjar upp gamlar deilur um
þá aðferðafræði sem viðhöfð er við
skipan stjórnarmanna.
Í hefðbundnum lífeyrissjóðum
sem tengdir eru ákveðnum stéttar-
félögum fá stéttarfélögin að skipa
helming stjórnarmanna, en samtök
atvinnurekenda hinn helminginn.
Þetta fyrirkomulag hefur sætt
talsverðri gagnrýni í gegnum tíð-
ina. Kallað hefur verið eftir breyt-
ingum í þá veru að eigendur lífeyr-
issjóðanna, þeir einstaklingar sem
greiða iðgjöld til sjóðanna, fái sjálf-
ir að kjósa sína stjórnarmenn.
Þingmenn úr Framsóknarflokki,
Samfylkingunni og Hreyfingunni
lögðu í desember síðastliðnum
fram frumvarp á Alþingi þar sem
gert er ráð fyrir slíkri skipan mála
hjá sjóðunum. Þingið hefur ekki
fjallað um málið.
Raunvirði sjóðanna lækkar
Lífeyrissjóðirnir urðu fyrir miklu
áfalli í efnahagshruninu í sept-
ember 2008, og hafa haldið áfram
að rýrna að raunvirði eftir hrunið.
Hrein eign allra lífeyrissjóðanna
var að raunvirði um fjórum pró-
sentum lægri í lok desember 2009
en hún var ári áður, samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabankanum.
Eignir sjóðanna námu 1.794 millj-
örðum króna í árslok í fyrra.
Enn er nokkur óvissa um endan-
legt mat á eignum lífeyrissjóð-
anna, en staðan gæti skýrst á
næstu vikum þegar sjóðirnir skila
uppgjörum fyrir árið 2009.
Eign lífeyrissjóðana á íslensk-
um hluta- og skuldabréfum er vart
svipur hjá sjón samanborið við
stöðuna fyrir hrun. Fjórir af sex
stærstu lífeyrissjóðunum áttu það
sameiginlegt að fjárfesta umtals-
vert í íslenskum fjármálafyrir-
tækjum fyrir hrunið.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna,
Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins og Almenni
lífeyrissjóðurinn fjárfestu allir í
sömu sjö íslensku fyrirtækjunum
fyrir hrun. Það voru Bakkavör,
Exista, Glitnir, Kaupþing, Lands-
bankinn, Marel og Straumur-
Burðarás.
Aðeins Almenni lífeyrissjóður-
inn gat upplýst hvernig fjárfest-
ingum í íslenskum fyrirtækjum
var dreift. Þar var 35 prósent af
því fé sem sjóðurinn fjárfesti í
íslenskum hlutabréfum í bréfum
Kaupþings, 28 prósent í Glitni og
10 prósent í Landsbankanum.
Almenni lífeyrissjóðurinn átti
ríflega sjö milljarða í íslensk-
um hlutabréfum fyrir hrun, og
21,2 milljarða í skuldabréfum
íslenskra fyrirtækja. Sjóðurinn
átti í byrjun febrúar síðastliðins
um 590 milljónir króna í íslensk-
um hlutabréfum og 12,6 milljarða
í skuldabréfum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
átti fyrir hrun íslensk hlutabréf
að markaðsvirði 34,7 milljarða
króna, og skuldabréf að andvirði
18,1 milljarða. Í lok síðasta árs átti
sjóðurinn 3,1 milljarð í íslenskum
hlutabréfum og 11,5 milljarða í
skuldabréfum. Íslensk hlutabréf
fóru úr því að vera þrettán prósent
eigna sjóðsins í um eitt prósent í
dag. Skuldabréfin fóru úr fjö pró-
sentum í fjögur prósent af eignum
sjóðsins á sama tímabili.
Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins átti 29,8 milljarða króna í
íslenskum fyrirtækjum í septemb-
er 2008. Auk bankanna átti sjóð-
urinn til dæmis hlutabréf í Alfres-
ca, FL Group, Flögu, Marel og
Össuri. Þá átti sjóðurinn skulda-
bréf íslenskra fyrirtækja að and-
virði 40,2 milljarða. Í lok febrú-
ar síðastliðins átti sjóðurinn 3,8
milljarða í íslenskum hlutabréf-
um, og skuldabréf að andvirði
22,3 milljarða.
Gildi lífeyrissjóður átti íslensk
hlutabréf að markaðsvirði 31,6
milljarða króna skömmu fyrir
hrun, og skuldabréf að andvirði
18,7 milljörðum. Í lok árs 2009
átti sjóðurinn íslensk hlutabréf
að andvirði 23,6 milljarða króna
og skuldabréf að andvirði 7,2
milljörðum króna.
Stapi lífeyrissjóður vildi ekki
veita Fréttablaðinu upplýsingar
um fjárfestingar sjóðsins í hluta-
bréfum og skuldabréfum íslenskra
fyrirtækja þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir. Kári Arnór Kára-
son, framkvæmdastjóri sjóðsins,
sagði að upplýsingar um fjárfest-
ingar muni birtast í ársreikn-
ingi sjóðsins sem birtur verði á
næstunni. Þá fengust ekki upp-
lýsingar frá Sameinaða lífeyris-
sjóðnum vegna anna við vinnslu
ársuppgjörs sjóðsins.
Fórnarlömb blekkinga
Lífeyrissjóðirnir voru þolendur
blekkinga en ekki gerendur í
aðdraganda hrunsins, segir Vil-
hjálmur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Félags fjárfesta. Hann segir
að eðlilegt hafi verið að skipta út
stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði
verzlunarmanna, vegna setu fyrr-
verandi stjórnarformanns í stjórn
Kaupþings. Vilhjálmur vill ekki
taka afstöðu til þess hvort meiri
endurnýjunar sé þörf í stjórnum
annarra lífeyrissjóða.
Vilhjálmur segir að vissu-
lega megi gagnrýna lífeyrissjóð-
ina fyrir að hafa farið óvarlega í
aðdraganda hrunsins, sér í lagi í
hlutafjárkaupum. Meira tap hafi
hins vegar verið á skuldabréfum
íslenskra fyrirtækja sem lífeyr-
issjóðirnir hafi keypt. Erfitt hafi
verið að forðast það, enda skulda-
bréf banka með gott lánshæfis-
mat almennt verið talin örugg
fjárfesting.
Litlar breytingar á stjórnum lífeyrissjóða
Breytingar á stjórnum sex stærstu lífeyrissjóðanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna Gildi lífeyrissjóður LSR
Stapi lífeyrissjóður Sameinaði lífeyrissjóðurinn Almenni lífeyrissjóðurinn
Nýir Gamlir Nýir Gamlir Nýir Gamlir
Nýir GamlirNýir GamlirNýir Gamlir
63% 37%
Hlutfall kvenna
25%
13% 87%
Hlutfall kvenna
25%
38% 62%
Hlutfall kvenna
50%
17% 83%
Hlutfall kvenna
50%
0% 100%
Hlutfall kvenna
17%
25% 75%
Hlutfall kvenna
25%
Samtals
Nýir 27%
Gamlir 73%
Karlar 68%
Konur 32%
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
Takk fyrir hjálpina!
Áttu fyrir aukapoka?
Þegar þú kaupir inn geturðu keypt þurrmat og aðrar
nauðsynjar og sett í aukapoka. Pokanum komum við svo
í hendurnar á þeim sem þurfa á hjálp að halda.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
00
70
5
Hér er tekið við aukapokanum:
Krónan í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði
Nettó Mjódd, Hverafold, Akureyri, Reykjanesbæ og Grindavík
Bónus á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Fitjum Reykjanesbæ