Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 16
16 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Guðrún Valdimarsdóttir skrifar um
menntamál
Góður kennari er gulli betri. Samstarf heimilis og skóla er mikilvægt og
góðir foreldrar láta sig varða um allt sem
lýtur að velferð barna sinna. Með því að
taka þátt í skólastarfi barnanna eru for-
eldrar ekki einungis að fá aukna innsýn
í skólastarfið heldur einnig að hafa bein
jákvæð áhrif á sín eigin börn.
Aðkoma foreldra að skólastarfi var fest enn
frekar í sessi með nýjum grunnskólalögum um
mitt ár 2008. Foreldrafélög eru því lögbundin.
Skólastjóri hvers grunnskóla er ábyrgur fyrir
stofnun þeirra og ætlað að að sjá til þess að þau
fái aðstoð eftir þörfum. Skólaráð grunnskólanna
urðu einnig til með sömu lögum en þar segir m.a.:
„Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er sam-
ráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags
um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörk-
un fyrir skólann og mótun sérkenna hans.“ Til
einföldunar má hugsa sér skólaráð sem nokkurs
konar bæjarstjórn skólans þar sem skólastjórinn
er bæjarstjórinn.
Skólaráðin fjalla um nánast allt sem
viðkemur skólahaldinu. Mikilvægt er að
fulltrúar foreldra í skólaráðum séu í góðu
sambandi við aðra foreldra í skólanum
og beri rödd þeirra áfram inn í skólaráð-
in. Þannig hafa foreldrar tækifæri til að
hafa áhrif á skólastarf barna sinna. Við
erum nú á öðrum skólavetri frá því ný
grunnskólalög tóku gildi. Skólaráðin hafa
vonandi náð að festa sig í sessi í flestum
skólum. Á vefsíðum nokkurra grunn-
skóla, sem undirrituð skoðaði af handa-
hófi, er þó ekki margt sem bendir til að þar séu
starfandi skólaráð og ekki einu sinni upplýsingar
um hverjir sitja í skólaráði skólanna. Skólaráð
eru góður vettvangur fyrir alla aðila skólasamfé-
lagsins – ekki síst foreldra. Það er því mikilvægt
að skólaráðin kynni sig vel, haldi fundi reglulega
og birti síðan fundargerðir á vefsíðum skólanna.
Það er nauðsynlegt til að foreldrar nái að fylgjast
með hvernig er unnið að því að gera skóla barna
þeirra enn betri.
Höfundur er fráfarandi framkvæmdastjóri SAM-
FOK, situr í stjórnum tveggja foreldrafélaga og
skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir
komandi borgarstjórnarkosningar.
Foreldrar og skólastarf
GUÐRÚN
VALDIMARSDÓTTIR
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma
yfir á Íslandi. Á sama tíma
sprakk risavaxin fasteignabóla
og gengi krónunnar hrundi um
helming. Efnahagslegar hamfar-
ir af þessari stærðargráðu kalla
óumflýjanlega á tímabundinn
samdrátt í landsframleiðslu og
aukningu atvinnuleysis.
Hagkerfið þarf að laga sig
að nýjum raunveruleika. Nýir
atvinnuvegir þurfa að vaxa upp
í stað þeirra sem hrundu. Ein
stærsta spurningin sem stjórn-
völd standa frammi fyrir er
hvernig þau geta best hjálpað
þessu ferli að eiga sér stað á sem
stystum tíma en jafnframt með
þeim hætti að verðmætasköpun
verði sem mest til lengri tíma.
Núverandi stjórnvöld hafa
lagt höfuðáherslu á að koma
fjármálakerfi landsins aftur í
gang þannig að fjármagn geti á
ný flætt frá sparifjáreigendum
til frumkvöðla. Í þessu sam-
bandi er markverðast að stjórn-
völd hafa í raun einkavætt tvo
af stóru bönkunum þremur
hraðar en nokkur hefði þorað
að vona fyrstu vikurnar eftir
hrun. Þetta er í grunninn mark-
aðsvæn stefna sem byggist á
því að einkageiranum sé best
treystandi til þess að byggja
upp atvinnuvegi sem leiðir til
hámarksverðmætasköpunar til
lengri tíma.
Því miður hefur vantraust á
markaðsöflin lengi verið land-
lægt í stjórnmálum á Íslandi.
Og slíkt vantraust virðist vera
síst minna á hægri væng stjórn-
málanna en þeim vinstri. Eða
hvernig samrýmist það yfir-
lýstri hugmyndafræði hægri-
manna að kalla í sífellu eftir
„stefnu stjórnvalda í atvinnu-
málum“? Á ekki stefna stjórn-
valda í atvinnumálum einungis
að vera að skapa sterkan laga-
ramma og leyfa síðan einka-
framtakinu að sjá um atvinnu-
sköpun?
Þvert á þessa hugmyndafræði
virðist lausnin í huga margra
alltaf vera sú sama þegar eitt-
hvað bjátar á: Byggjum fleiri
álver!
Vitaskuld væri ekkert að því
að á Íslandi risu fleiri álver á
eðlilegum markaðsforsendum.
En þá þarf að vera tryggt að
arðurinn af orkuframleiðslunni
renni til þjóðarinnar og að hann
sé nægilega mikill til þess að
vega upp þau umhverfisspjöll
sem hljótast af. Hingað til hefur
þetta alls ekki verið tryggt.
Stjórnvöld hafa haldið orkuverði
til stóriðju leyndu og því hefur
verið engin leið fyrir kjósendur
að mynda sér upplýsta skoðun á
skynsemi stóriðjuframkvæmda.
Við þessar aðstæður er hætt-
an sú að óþol stjórnmálamanna
gagnvart tímabundnum erfið-
leikum sem fylgja aðlögun hag-
kerfisins að nýju jafnvægi leiði
til þess að þeir veiti afslátt af
arðsemiskröfum svo þeir geti
keyrt hagkerfið áfram af hand-
afli. Það kann ekki góðri lukku
að stýra til lengri tíma.
Orkuauðlindir þjóðarinnar eru
einhver mestu verðmæti sem
hún á. Þær eru takmörkuð auð-
lind og það væri stórslys ef þær
væru seldar á útsölu af skamm-
sýnum stjórnmálamönnum
sem vantreysta sköpunarmætti
þjóðarinnar. Áður en ráðist er í
frekari stóriðju er nauðsynlegt
að stjórnvöld móti stefnu í auð-
lindamálum sem tryggir að arð-
urinn af auðlindinni renni til
þjóðarinnar.
Aðlögunarferlið sem hagkerf-
ið gengur í gegnum þessi miss-
erin er óumflýjanlega mörgum
erfitt. Það er því skiljanlegt
að mikillar óþreyju gæti að
atvinnuleysi minnki. Varðandi
stefnu stjórnvalda vegast hér á
tvö sjónar mið. Stjórnvöld gætu
keyrt niður atvinnuleysi hratt
með því að greiða fyrir upp-
byggingu stóriðju. En ef of geyst
er farið í því gæti það skaðað
hagkerfið til lengri tíma. Hinn
kosturinn er að þau einbeiti sér
að því að skapa sterka umgjörð
fyrir heilbrigt viðskiptalíf og
treysti markaðsöflunum og
sköpunarkrafti þjóðarinnar til
þess að byggja upp nýja atvinnu-
vegi sem hámarka verðmæta-
sköpun til lengri tíma. Seinni
kosturinn kallar á þolinmæði
þar sem uppbygging nýrra
atvinnuvega tekur tíma.
Höfundur er lektor við Columbia-
háskóla í Bandaríkjunum.
Afréttarinn mikli
JÓN STEINSSON
Í DAG | Stóriðja
Orkuauðlindir þjóðarinnar eru
einhver mestu verðmæti sem
hún á. Þær eru takmörkuð
auðlind og það væri stórslys
ef þær væru seldar á útsölu
af skammsýnum stjórnmála-
mönnum sem vantreysta sköp-
unarmætti þjóðarinnar.
Tveir menn
Í Vilhjálmi Egilssyni blunda tveir
menn. Annar er formaður Samtaka
atvinnulífsins. Hann hefur gagnrýnt
stjórnvöld, sér í lagi umhverfisráð-
herra, fyrir að standa í vegi fyrir að
Orkuveita Reykjavíkur geti ráðist
í mikilvægar framkvæmdir. Hinn
er stjórnarformaður Gildis, þriðja
stærsta lífeyrissjóðs landsins. Hann
vill ekki kaupa skulda-
bréf í OR í útboði til að
fjármagna framkvæmd-
ir. Orkuveitan ætti
kannski að klaga stjórn-
arformann Gildis til
formanns Samtaka
atvinnulífsins.
Herferð gegn Vilhjálmi?
Það ætlaði allt um koll að keyra
þegar Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra lét Umhverfisstofnun
úrskurða aftur hvort meta ætti allar
framkvæmdir tengdar Suðvesturlínu.
Fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar
á Suðurnesjum gagnrýndu Svandísi
harkalega og birtu auglýsingar þar
sem Svandís var sögð vinna gegn
svæðinu. Ætli þeir sömu séu nú að
undirbúa auglýsingaherferð gegn
Vilhjálmi?
Hænan og eggið
Rætt var við Guðjón
Arnar Kristjánsson,
fráfarandi formann
Frjálslynda flokksins, í Fréttablaðinu
í gær. Útlendingastefnu flokksins bar
á góma. Guðjón sagði að mikill fjöldi
erlends verkafólks á Íslandi hefði
verið þensluhvetjandi. „Það sýndi sig
best í byggingariðnaðinum þar sem
útlendingar voru mjög stór hluti af
vinnuaflinu og okkur tókst að byggja
fimm eða sex þúsund íbúðir sem
enginn hefur not fyrir.“ Hér vaknar
spurning um orsök og afleið-
ingu: Kom erlent verkafólk til
Íslands vegna þess að hér var
verið að byggja hús eða var
byrjað að byggja hús því hér
var mikið af erlendu
verkafólki?
bergsteinn@frettabladid.isF
réttablaðið sagði í fyrradag frá hugmyndum um að taka
á ný upp kaupaukakerfi eða svokölluð bónuskerfi í bönk-
unum, en þau hafa ekki verið við lýði frá því fyrir hrun.
Viðbrögðin við þessum fréttum hafa ekki látið á sér
standa. Á Alþingi í gær sagðist Lilja Mósesdóttir, for-
maður viðskiptanefndar, ætla að kalla forsvarsmenn bankanna á
fund nefndarinnar til að ræða málið. Ótímabært væri að innleiða
kaupaukakerfi á nýjan leik. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, vildi láta banna slík kerfi og Róbert Marshall, sam-
flokksmaður hans, vildi „skattleggja þau upp í rjáfur“.
Þessi viðbrögð eru bergmál af þeim umræðum, sem fram hafa
farið bæði austan hafs og vestan um bónuskerfi bankanna eftir að
bankakreppan brast á. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið til
lagasetningar til að setja þak á bónusana, breyta fyrirkomulagi
þeirra og skattleggja þá.
Samt eru kaupaukakerfi í grundvallaratriðum ágæt til síns
brúks og notuð í mörgum atvinnugreinum. Margir stjórnendur
fyrirtækja fá greiddan kaupauka fyrir góða frammistöðu og
það sama á iðulega við um almenna starfsmenn þegar vel geng-
ur. Bónusgreiðslur í fjármálageiranum hafa hins vegar verið
gagnrýndar frá því löngu fyrir hrun, fyrst og fremst af þremur
ástæðum.
Í fyrsta lagi hafa bónusarnir í bankageiranum einfaldlega verið
fáránlega háir og úr takti við allt sem eðlilegt getur talizt á vinnu-
markaði. Sú gagnrýni hefur ekki aðeins átt við hér á Íslandi, held-
ur líka í öðrum löndum þar sem stjórnendur í fyrirtækjum hafa
almennt mun hærri laun en hér á landi. Síðastliðið sumar drógu
stjórnendur þrotabús Straums til baka tillögur um himinháa bón-
usa, allt að 240 milljónir á mann, sem áttu að greiðast ef vel gengi
að hámarka eignasafn bankans. Þá viðurkenndu menn að hafa
dottið úr sambandi við íslenzkan raunveruleika.
Í öðru lagi hefur verið gagnrýnt harðlega að bankamenn fái
greiddan háan bónus þrátt fyrir taprekstur og þrátt fyrir að skatt-
greiðendur hafi lagt bönkunum til háar fjárhæðir. Sú gagnrýni á
jafnt við hér og í nágrannalöndunum.
Síðast en ekki sízt er það nokkuð almenn skoðun að bónuskerfin
hafi ýtt undir áhættusækni bankamanna. Þar sem bónusar voru
miðaðir við lánasöfn var tilhneigingin sú að lána og lána, án þess
að huga nægilega vel að endurgreiðslunum. Þar sem bónusar mið-
uðust við afkomu, stuðluðu þeir að sókn eftir skammtímahagnaði,
í stað þess að menn hefðu langtímahagsmuni bankans í huga.
Í frumvarpi Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra
um fjármálafyrirtæki er gert ráð fyrir að böndum verið komið á
bónusana. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið setji reglur um
hvatakerfin, sem taki meðal annars mið af væntanlegum reglum
Evrópusambandsins. Búizt er við að sett verði þak á bónusana
og mælingar á frammistöðu taki til lengri tíma, en ekki aðeins
skammtímaárangurs.
Hvatakerfi getur komið að gagni í bönkum eins og annars stað-
ar. En bankarnir mega sízt af öllu við því að gefa almenningsálit-
inu langt nef á nýjan leik með því að búa til launakerfi, sem tekur
ekkert mið af raunveruleika hins almenna, íslenzka launþega.
Kaupaukakerfi eru ágæt til síns brúks svo lengi
sem þau eru í tengslum við raunveruleikann.
Bönd á bónusana
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR