Fréttablaðið - 17.03.2010, Page 18

Fréttablaðið - 17.03.2010, Page 18
 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR2 FERÐ Í MÁLASKÓLA er góð fermingargjöf. Fyrirtæki á borð við namsferdir.is bjóða upp á slíkar ferðir. „Það er heilmikið að gerast. Bæði eru að koma hópar frá Kanada hingað í sumar og við erum að fara með fólk vestur,“ segir Jónas Þór og fagnar mjög framtaki Ice- land Express að ætla að taka upp beint flug til Winnipeg í Manitoba tvisvar í viku í sumar, frá 1. júní til ágústloka. „Með þessu opnast nýr heimur og það gengur víst mjög vel að selja í þetta flug,“ segir hann. Jónas hefur skipulagt ferðir til Vesturheims í tíu ár í sambandi við þjóðræknisfélög bæði hér og þar og í fyrra hófust skipulagðar ferð- ir Vestur-Íslendinga hingað. „Það er gríðarlegur áhugi á þessum samskiptum og nú þegar eru 400 manns á skrá hjá mér í ferðir vest- ur í sumar,“ segir hann. „Winni- peg er miðsvæðis. Hóparnir gista á hóteli þar og fara í dagsferðir þaðan, til dæmis til Nýja-Íslands og Norður-Dakóta.“ Winnipeg hefur verið höfuðstað- ur Íslendinga í Norður-Ameríku síðan 1880, að sögn Jónasar. Þar settust þeir flestir að og þar er þeirra saga. En er hún spennandi borg fyrir þá sem enga ættingja eiga vestra eða hafa takmarkað- an áhuga á þeim? „Já, þetta er 700 þúsund manna borg á miðri sléttu. Þú getur ekið í sjö klukkustund- ir í hvaða átt sem er án þess að fara nokkurn tíma upp eða niður brekku. Þannig að þú ferð ekki til að skoða fjöll. Það er mannlífið og menningarlífið sem er áhugavert. Þarna eru stórmerkileg söfn. Bæði er þar mikið listasafn og líka nokk- urs konar þjóðminjasafn þar sem lífi indíána eru gerð betri skil en nokkurs staðar annars staðar. Svo eru endalausir golfvellir og það er hægt að fara í siglingar bæði á vötnum og ám. Sumir segja að þarna sé ein fjölskrúðugasta flóra veitingastaða í allri Norður-Amer- íku og margir tónlistarmenn eiga rætur í Winnipeg. Til dæmis er sérstök búlla í miðbænum sem tengist Neil Young. Menn hafa flutt til Winnipeg alls staðar að úr ver- öldinni og borgin er dæmi um hvað það getur lukkast vel.“ Jónas segir líka magnað að keyra um sveitirnar og koma í litla íslenska bæi, Baldur, Árborg, Gimli og Riverton og eiga þar dags- stund. Hitta heimafólk, drekka með því síðdegiskaffi eða jafnvel borða með því kvöldverð. „Íslenskan er helst töluð í smærri samfélögun- um, því er gaman að ganga þar um götur og segja „Góðan dag!“ Frek- ari upplýsingar á www.vesturheim- ur.com gun@frettabladid.is Gaman að segja góðan daginn Með beinu flugi Iceland Express til Vestur-Kanada í sumar aukast möguleikar til landkönnunarferða þangað og samskipta þjóðarinnar og Vestur-Íslendinga. Jónas Þór hjá Vesturheimi sf. veit meira. Ísland er ofarlega í huga þess sem gerði þetta kort. The Forks, sögfrægur staður í miðborg Winnipeg þar sem indíánar stunduðu viðskipti öldum saman. Þar eru nú ótal matsölustaðir, smáverslanir og söfn. Þjóðhátíð 17. júní við styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg. Þinghúsið í baksýn. MYNDIR/VESTURHEIMUR Lundúnabúar eru dónalegustu Bret- arnir samkvæmt nýlegri könn- un. Könnunin náði til 4.000 manns og var hún kynnt í upphafi bresku ferðamannavikunnar. Þar kom í ljós að íbúar höfuðborgarinnar væru almennt ókurteisir, fæstir stæðu upp fyrir öðrum í strætó eða lestum, þeir gleymi að þakka fyrir sig og brosi sjaldan. Southampton var valin vinalegasta borgin, þar á eftir Norwich, Exeter, Brighton og Plymouth. Töldu sumir að Lundúnabúar yrðu að fá nokkur góð ráð frá Southampton til að hressa upp á viðmótið fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í London eftir tvö ár. Lundúnabúar dóna- legastir í Bretlandi NÝ KÖNNUN GEFUR TIL KYNNA AÐ ÍBÚAR SOUTHAMPTON SÉU VINA- LEGASTIR BRETA EN LUNDÚNABÚAR DÓNALEGASTIR. London er vinsæl borg meðal ferða- manna en heimamenn þykja ókurteistir. í beinu flugi 17.—22. ágúst í beinu flugi 12.—24. júlí Miðaldaborg frá 11. öld á frábæru verði 34.990 kr, flug og skattur. Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. 12 daga ferð á góðu verði — kastalar, hallir, falleg sveitahéruð og miðaldaborgir. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur. EISTLAND+ LETTLAND 2JA LANDA SÝN Forn borg menningar og lista, ótrúlegt verð 32.990 kr, flug og skattur. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Flug, hótel, rúta til og frá flugvelli, verð aðeins 63.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.