Fréttablaðið - 17.03.2010, Qupperneq 22
17. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna
Birna Guðrún Baldursdóttir
þroskaþjálfi og eiginmaður
hennar, Rögnvaldur Rögn-
valdsson tónlistarmaður, hafa
löngum sniðið sér stakk eftir
vexti og hafa til dæmis valið að
vinna styttri vinnudag til þess
að geta eytt meiri tíma með
strákunum sínum þremur. Þau
búa á Akureyri.
„Börnin okkar hafa alltaf verið
styttra í gæslu og á leikskóla
og í staðinn urðum við að draga
saman og haga útgjöldunum í
samræmi við það að hafa minna
á milli handanna. Við erum í raun
með eina góða grunnreglu sem er
að eyða ekki meiru en maður á. Í
raun er það samt þannig að þegar
maður vinnur minna hefur maður
meiri tíma til að skipuleggja sig,
baka sjálfur brauðið og fara spar-
lega með. Margir þekkja það eftir
langan vinnudag að vera þreyttur
og verðlauna sig með aðkeyptum
mat og sælgæti þannig að þegar
til kastanna kemur er ég ekki viss
um að þetta komi verr út hvað
eyðsluna varðar,“ segir Birna.
Birna segist hafa orðið ánægju-
lega vör við það að margt smátt
geri eitt stórt og eftir að hafa
lesið greinar eftir Ingólf H. Ing-
ólfsson hjá Fjármálum heimil-
anna hafi þau hjónin byrjað að
leggja fyrir í hverjum mánuði og
byrjað smátt. „Við lögðum í byrj-
un 5.000 krónur fyrir, en höfðum
peninginn á opnum reikningi til
að geta gengið að honum ef eitt-
hvað kæmi upp á. Hins vegar varð
það svo að um leið og peningurinn
var kominn inn á annan reikning
gengum við ekki í hann og maður
var fljótur að venjast sparnaðin-
um. Einnig söfnum við fyrirfram
fyrir ákveðnum hlutum og tökum
ekki yfirdrátt eða lán fyrir því
sem þarf að gera. Nú stefnum við
til dæmis á sumarfrí árið 2011 og
erum farin að leggja fyrir,“ segir
Birna og bætir við að henni finnist
mikilvægast að setja sér ákveðin
markmið og stefna að þeim.
„Matarkarfan er auðvitað
stórt atriði og okkur finnst
alltaf koma best út að gera mat-
seðil fyrir vikuna og fara í búð-
ina einu sinni í viku og kaupa
inn eftir honum. Einnig fylgj-
umst við vel með tilboðum og ef
brauð er á hálfvirði kaupum við
nokkur og frystum til dæmis. En
litlu útgjöldin eru einnig lúmsk
og við höfum stundum skrifað
niður allt sem við eyðum í einn,
tvo mánuði, farið yfir og skoðað
hvað við getum skorið burt. Einu
sinni gátum við skorið burt 8.000
króna útgjöld með þessu. Okkur
finnst það gefa meiri lífsfyllingu
að ferðast og vera með krökk-
unum en eyða peningum í dýra
innanstokksmuni og við höfum
því frekar tímt að nota peninga í
fjölskylduferðalög.“ - jma
Slá ekki lán fyrir hlutunum
Birna Guðrún Baldursdóttir og eiginmaður hennar, Rögnvaldur Rögnvaldsson, með börn sín frá vinstri: Styrmi, tveggja ára,
Rökkva, tólf ára og Kormák, sex ára. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
NOKKUR GÓÐ RÁÐ ÚR FÓRUM GUÐRÚNAR BIRNU
■ Nýta safnadaga og bókasöfn og aðra ódýra afþreyingarmöguleika
fyrir fjölskylduna. Börnum finnst fátt meira skemmtilegt en hjólatúr og
nesti.
■ Þvo ekki þvott nema hann sé orðinn skítugur, kenna börnunum að
hengja upp fötin sín ef þau eru hrein eftir daginn og ganga frá hand-
klæðunum.
■ Ekki setja allt í uppþvottavélina, þvo upp stóra bolla og nota sparkerfi.
■ Ekki nota vísakort og taka fyrirfram út pening fyrir mat sem nota skal
hverja viku og geyma í fjórum umslögum.
■ Það borgar sig ekki að kaupa alltaf það ódýr-
asta, til dæmis er betra að kaupa vandaða
barnaskó.
■ Koma sér upp gjafaskáp og kaupa hluti
á góðum tilboðum til að eiga í gjafir
seinna.
■ Góð leikföng má versla hjá Góða hirðinum
og á öðrum mörkuðum sem selja notaða
hluti.
● HEIMILISBÓKHALD BANKANNA
Bankarnir bjóða upp á heimilisbókhald, for-
rit sem viðskiptavinir geta nýtt sér til að kort-
leggja neyslu, jafnvel borið saman við aðra
viðskiptavini og séð hvort fyrirhuguð útgjöld
mánaðarins séu meiri eða minni en áætlað-
ar tekjur. Í einhverjum tilfellum færir forritið
sjálfvirkt inn í heimilisbókhaldið í hvert sinn
sem viðskiptavinirnir nota greiðslukort eða fá
útborguð laun. Þessi þjónusta gæti nýst ein-
hverjum til að fá yfirsýn yfir fjármálin og sjá
myndrænt hvernig útgjöldin skiptast.
„Við veitum fólki sem á í veruleg-
um greiðsluerfiðleikum endur-
gjaldslausa aðstoð til að leita leiða
til lausna við að finna út hentug
úrræði og fá yfirsýn yfir sín mál,“
segir Ásta S. Helgadóttir, hjá Ráð-
gjafastofu um fjármál heimilanna,
beðin um að lýsa hlutverki stof-
unnar.
Að sögn Ástu hefur sjaldan
eða aldrei verið jafn annasamt
hjá starfsmönnum Ráðgjafastof-
unnar og eftir hrun. Upphaflega
störfuðu hjá Ráðgjafastofunni sjö
starfsmenn en þeim hefur verið
fjölgað upp í 28 til að mæta auk-
inni eftirspurn eftir ráðgjöf og
þjónustu, sem er veitt með þrenns
konar móti.
„Fólk getur komið hingað til
okkar á Hverfisgötu 6 alla virka
daga á milli klukkan 9 til 16 og
fengið að tala við ráðgjafa, án þess
að hafa pantað sér sérstaklega
tíma áður. Þá veitum við símaráð-
gjöf alla virka daga á sama tíma,
en hjá okkur eru alltaf þrír ráð-
gjafar á vakt sem svara símtöl-
um. Loks bjóðum við upp á net-
spjall þar sem notendur komast
í beint samband við okkar ráð-
gjafa,“ telur Ásta upp.
Hún bendir á að á heimasíð-
unni rad.is geti fólk fyllt út um-
sókn um ráðgjöf og sent inn raf-
rænt. Einnig er veitt endurgjalds-
laust aðstoð við gerð umsókna um
greiðsluaðlögun. „Lögfræðingur
er á vakt alla virka daga milli 9 til
16 sem svarar spurningum varð-
andi greiðsluaðlögun,“ segir hún.
- rve
Aðstoð vegna
greiðsluvanda
„Við sinnum heilmiklu leiðbeiningar-
hlutverki, leiðbeinum til dæmis fólki
hvert best sé að snúa sér og söfnum
einnig upplýsingum fyrir það svo heild-
armynd fáist yfir stöðuna,“ segir Ásta.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● DREGIÐ ÚR ORKUKOSTNAÐI HEIMA
Ýmislegt má gera til að spara orkureikninga heimilisins.
Á heimasíðunni orkusetur.is er að finna nokkur orkuspar-
andi ráð.
● Lækka hitann innanhúss niður í 20°C.
● Nýir þéttilistar á glugga og hurðir draga úr hitatapi
og kosta lítið.
● Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun og
lofta þá einungis út í 10 til 15 mínútur í senn.
● Draga gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi til að
tapa ekki hita út. Eins er mikilvægt að draga frá á
daginn til að fá hitann frá sólinni inn.
● Hafa lok á pottum og pönnum þegar eldað er og
þekja alla helluna, það sparar rafmagn.
● Ekki skilja raftæki eftir í biðstöðu heldur slökkva
alveg á þeim.
● Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöld-
um.
● Fara í sturtu frekar en bað. Minna vatn fer einnig til
spillis ef kraninn er með einu handfangi.
● VERÐTRYGGING Verðtrygging miðar að því að tryggja verðgildi
peninga þannig að upphæð eignar eða skuldar breytist eftir verðlagi
í landinu og hækki eftir því. Ef lán er verðtryggt þýðir það að upphæð
þess breytist eftir verði í landinu og hækkar eftir því.