Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 24
17. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna
Kemur út laugardaginn
20. mars
Ferðir
Sérblað Fréttablaðsins
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband:
Benedikt
• benediktj@365.is
• sími 512 5411
Rekstur bifreiðar vegur þungt í
heimilisbókhaldinu. Því er forvitni-
legt að rýna í tölur og bera sama
kostnað við rekstur bíls á ársgrund-
velli miðað við strætóferðir.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
var heildarrekstarkostnaður árið
2009 við nýja bifreið sem kostar 2,2
milljónir og eyðir 8 lítrum á hundr-
aðið, 916.750 krónur á ári. Þar er
innifalinn kostnaður við trygging-
ar, viðhald og viðgerðir, ný dekk,
skatta og skoðun, bílastæði og
fleira. Bensínkostnaður var þá
áætlaður 172.800 krónur miðað
við 15.000 kílómetra akstur á ári.
Miðað var við 144 krónur á lítr-
ann en nú kostar lítrinn á 95 okt-
ana bensíni 199 krónur á höfuðborg-
arsvæðinu. Þennan kostnaðarlið má
því hækka upp í 238.800 krónur á
ári og verður því heildarrekstrar-
kostnaður 67.000 krónum hærri eða
983.750 krónur.
Stök ferð með strætó kostar 280
krónur. Ef keyptar væru tvær ferð-
ir á dag alla daga ársins í eitt ár
hljóðaði kostnaðurinn upp á 204.400
krónur alls. Strætó býður svo upp á
ódýrari fargjöld ef keypt eru kort,
sem gilda í ótakmarkaðan fjölda
ferða innan
ákveðins tímaramma. Gula kortið
gildir í tvær vikur og kostar 3.500
krónur og það græna í mánuð á
5.600 krónur. Eins má kaupa 9 mán-
aða kort á 30.500 krónur og miðað
við það kostar mánuðurinn 3.390
krónur. Ótakmarkaðar ferðir með
strætó allt árið kosta þá 40.680
krónur. Þannig má spara 198.120
krónur á ári með því að taka strætó
og sleppa bensíni á bílinn. Eins má
losna við tryggingar, viðhald og
annan kostnað vegna bílsins. Sparn-
aðurinn yrði rétt tæp milljón á ári
því ef árskostnaður við strætó er
dreginn frá heildarrekstrarkostn-
aði við bílinn eru 943.070 krónur í
afgang. Sjá: fib.is og straeto.is
- rat
Strætóferðirnar borga sig
Hægt er að spara hátt í milljón á ári með
því að nota strætó.
Brynhildur Pétursdóttir,
ritstjóri Neytendablaðsins,
kann góð og gild ráð til að
gæta hófs við matarinnkaup
heimilisins.
„Mikilvægast er að skoða mæli-
einingaverð matvöru, því ekki er
sjálfgefið að stærri pakkningar
séu ódýrari en þær minni. Þannig
kaupi ég frekar eitt kíló af sykri
í stað tveggja kílóa poka þar sem
sparast á því nokkrar krónur,“
segir Brynhildur, spurð um góð ráð
til sparnaðar í matarinnkaupum
heimilanna. Hún útskýrir að mæli-
einingaverð birtist ýmist sem lítra-
verð, kílóverð eða stykkjaverð.
„Lögum samkvæmt á mæliein-
ingaverð alls staðar að sjást og það
á við um flestalla matvöru. Það
sparar kaupandanum dýrmætan
tíma við óþarfa útreikning stykkja-
verðs, til dæmis uppþvottavélat-
aflna eða bleia, sem er eðlilegt að
kaupendur vilji vita þegar horft er
á verð pakkninga. Því er mæliein-
ingaverðið mjög mikilvægt.“
Brynhildur segir rannsóknir
sýna að fólk hendi mat í miklum
mæli. „Margir kaupa inn hrein-
an óþarfa því þeim finnst þeir
þurfa að eiga ýmsa matvöru til
vara, en best er að versla inn
eftir fyrirfram ákveðnum mat-
seðli og kaupa aðeins það sem
vantar. Dýrmætar skinkusneið-
ar sem ekki náðu að klárast, vín-
berjaklasi sem skemmdist, brauð
sem myglaði og ýmislegt aftast í
ísskápnum lendir í ruslinu, svo
gæta þarf þess að kaupa færra
svo varan renni ekki út áður en
hægt sé að nota hana.“
Að sögn Brynhildar ættu allir
að gefa sér tíma til að fara yfir
innkaupastrimilinn eftir matar-
innkaup þar sem verð á tilboðs-
vöru skili sér ekki alltaf í búðar-
kassann, ýmist vegna þess að til-
boðið er búið og gleymdist að taka
miða af vörunni, eða ekki sé búið
að setja tilboðsverð í kassann.
„Slíkar villur muna miklu fyrir
budduna, rétt eins og þegar dýr-
ari grænmetistegund er slegin inn
vitlaust.“
Brynhildur segir flestum lær-
dómsríkt að halda heimilisbókhald
um tíma. „Ef fólk miklar fyrir sér
að halda heimilisbókhald í heilt
ár er nóg að taka fyrst fyrir einn
mánuð. Yfirleitt kemur ýmislegt á
óvart úr þeirri vinnu, eins og hvað
kókflaskan á borðinu kostar yfir
mánuðinn, kaffibollinn á ferðinni
og fleira sem virðist lítið en verð-
ur stórt þegar allt er tekið. Auðvelt
er að fá aðgang að góðu heimilis-
bókhaldi hjá Neytendasamtökun-
um, sem og í heimabönkunum, og
virkilega hollt að sjá í hvað maður
raunverulega eyðir og hverju
maður er þá tilbúinn að breyta til
að létta aðeins á matarkörfunni.“
Brynhildur segir að lokum að
auðvelt sé að eiga fleiri krónur
eftir, ef tími vinnst til að gera sinn
eigin skyndibita heima, í stað þess
að panta pitsur eða hamborgara
utan úr bæ, láta af þeim ávana að
drekka gos eða ávaxtadrykki með
mat og spara mjólkina út á morg-
unkornið því oft sé afgangurinn
efni í heilt mjólkurglas eða meira
þegar morgunverði lýkur. - þlg
Hendum of miklum mat
Fokdýrir ávanar
Þessar upphæðir sparast á mánuði ef lagður er niður eftirfarandi ávani:
Hálfs lítra gosflaska á dag. Algengt verð um 200 krónur. Á mánuði 6.000 krónur.
Einn sígarettupakki á dag. Algengt verð um 900 krónur. Á mánuði 27.000 krónur.
Einn kaffi í götumáli á dag. Algengt verð um 400 krónur. Á mánuði 12.000 krónur.
Eitt súkkulaðistykki á dag. Algengt verð um 200 krónur. Á mánuði 6.000 krónur.
● TILBOÐIN Á NETINU Matarkarfan vegur þungt
í útgjöldum heimilanna og miklu getur skipt að fylgj-
ast með tilboðum og nýta sér þau. Matvöru-
búðir bjóða upp á svokölluð helgartilboð
þar sem ákveðnar vörur eru á góðu verði frá
fimmtudegi til sunnudags eða mánudags í
hverri viku. Gott er að bera saman tilboðin en
í stað þess að þurfa að fylgjast með auglýsing-
um í dagblöðum og sjónvarpi er hægt að skoða
velflestar matvörubúðir og tilboð þeirra á heima-
síðunni www.matarkarfan.is. Á síðunni er einnig yfirlit
yfir opnunartíma verslanna, ýmis sparnaðarráð, uppskriftir sem og góður
tenglabanki sem vísar á ýmislegt er viðkemur heimilishaldi.
● BJÓDDU BETUR! Tryggingafélögin eru í harðri samkeppni og
keppast við að laða að sér viðskiptavini. Egndu þeim árlega saman með
því að leita eftir tilboðum í allar tryggingarnar og þú getur ef til vill lækk-
að tryggingarnar um tugi þúsunda á ári.
Heimild: www.meninga.is
„Mikilvægast er að skoða mælieiningaverð matvöru, því ekki er sjálfgefið að stærri pakkningar séu ódýrari en þær minni. Þannig
kaupi ég frekar eitt kíló af sykri í stað tveggja kílóa poka þar sem sparast á því nokkrar krónur,“ segir Brynhildur.
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
● VAXTABÆTUR Vaxtabætur er styrkur frá ríkinu sem fólk getur
átt rétt á samkvæmt ákveðnum reglum ef það borgar háa vexti af
húsnæðislánum.