Fréttablaðið - 17.03.2010, Síða 27
fjármál heimilanna ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2010 7
„Við veitum barnafjölskyldum sem
glíma við einhvers konar erfiðleika,
svo sem fötlun barna, þroskafrá-
vik eða illvíga sjúkdóma, stuðning,
bæði með ráðgjöf og fjárhagslegri
aðstoð,“ segir Sverrir Óskarsson, fé-
lagsráðgjafi hjá Tryggingastofnun
ríkisins. Hann kveðst vera í þéttri
samvinnu við spítalana, barna-
og unglingageðdeild, greiningar-
stöð og aðra aðila um allt land sem
sinna barnafjölskyldum og er beð-
inn að útskýra nánar þá aðstoð sem
í boði er.
„Ef foreldrar eiga alvarlega veik
börn eða fötluð sem eru heima allan
daginn, eiga þeir rétt á foreldra-
greiðslum upp á 150-160 þúsund á
mánuði,“ segir Sverrir. Hann kveðst
þar eiga við foreldra sem ekki geta
verið á vinnumarkaði en eru búnir
með rétt sinn hjá vinnuveitanda og
sjúkrasjóði stéttarfélags.
Mun fleiri fá umönnunargreiðsl-
ur enda fara 1.400 milljónir í þær
á hverju ári að sögn Sverris. Þær
renna til foreldra tæplega 3.000
barna sem eiga við einhvers konar
fötlun eða veikindi að etja. Flest
þeirra fá aðra þjónustu líka, svo
sem í leikskóla eða skóla. „Umönn-
unargreiðslur í hverjum mánuði
eru frá 30 þúsundum upp í 120 þús-
und eftir alvarleika hverju sinni,“
lýsir hann. „Þær koma til móts við
útlagðan kostnað vegna meðferðar
og umönnunar.“
Sverrir segir þjónustu Trygg-
ingastofnunar við barnafjölskyldur
hafa breyst mikið í seinni tíð. „Áður
fyrr mátti enga aðstoð veita fyrr en
búið var að greina barnið í bak og
fyrir og það gat orðið langt ferli. Nú
er unnið eftir öðrum hugmyndum.
Sjálfsagt þykir að grípa snemma inn
í með ráðgjöf og stuðningi og koma
þannig jafnvel í veg fyrir þroska-
vandamál, kvíða og vanlíðan. Síðan
er hægt að draga úr stuðningnum
ef vel gengur.
Börn á einhverfurófinu fá strax
atferlisþjálfun þannig að þeim líði
sem best í sínu daglega lífi. Um leið
byrjum við að vinna með foreldrum
með ráðgjöf og stuðningi, gegnum
Bugl, greiningarstöð og spítala.“
- gun
Ráðgjöf og stuðningur
„Sjálfsagt þykir að grípa snemma inn í og koma þannig í veg fyrir þroskavandamál,
kvíða og vanlíðan,“ segir Sverrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● STYRKUR SVEITARFÉLAGA Sveitar-
félögum er skylt að styrkja fjölskyldur fjárhags-
lega sem ekki geta séð sér og sínum far-
borða án aðstoðar. Umsækjendur útfylla þá
eyðublöð með nákvæmum upplýsingum
um lögheimili, fjölskyldustærð, heildartekj-
ur og eignir. Einnig á staðfest skattframtal
vegna síðasta árs að fylgja með umsókninni.
Samkvæmt reglum sveitarfélaganna
frá desember síðastliðnum sem finna má á
heimasíðu félags- og tryggingaráðuneytisins er
grunnfjárhæð fyrir þriggja manna fjölskyldu 225.972
á mánuði, fjögurra manna fjölskyldu 251.080 og fimm
manna fjölskyldu 276.188.
● TESKEIÐ ER NÓG Flestir setja alltof
mikið þvottaefni í hólf þvottavélarinnar, en
í flestum tilfellum verður þvotturinn alveg
jafn hreinn þótt bara sé notuð ein teskeið af
þvottaefni í hvern þvott.
Heimild: meninga.is
● MUNIÐ AFSLÁTTAR-
KORTIN! Sjúklingar á aldrin-
um 18 til 70 ára eiga rétt á af-
sláttarkorti ef þeir hafa greitt
meira en 25 þúsund krónur í
lækniskostnað á almanaksár-
inu. Munar miklu að nýta sér af-
sláttarkortin þar sem þau lækka
mikið lækniskostnað þar á eftir.
Heimild: www.meniga.is
35% viðskiptavina okkar
með erlend íbúðalán hafa
nýtt sér höfuðstólslækkun.
Hafðu samband
Hefur þú kynnt þér lausnir Arion banka?
Við hjá höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir
viðskiptavina okkar með íbúðalán. Á annað þúsund viðskiptavinir hafa þegar nýtt sér
lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu
íbúð í miklum meirihluta.
Við hvetjum viðskiptavini að koma til okkar og skoða hvaða lausnir standa þeim til boða.
Arion banki vill árétta að fái greiðendur erlendra lána sér dæmdan betri rétt í Hæstarétti, missa
þeir ekki þann rétt þó að þeir nýti sér lausnir bankans.
Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á .