Fréttablaðið - 17.03.2010, Síða 34
18 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Upplýsingar um stærðir og verð,
hafið samband í síma 512 5490 -
512 5495 eða sendið fyrirspurnir á
netfangið timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveið
i var aðalá
hugamál G
ísla Eiríks
alla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
fæddist í
. Hann
firði 12.
drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
dur, f.
úkr-
-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Erfidrykkjur af alúð
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju.
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta.
Sím i : 525 9930
hot elsaga@hot elsaga. is
www. hot elsaga. is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
9
1
0
1
3
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR
ER 34 ÁRA Í DAG.
„Ég er allt of mikil dama til
að rogast með allt á bakinu,
ég er ekki gerð til þess. Mig
langar ekkert til að erfiða
uppi á fjöllum: ég vil bara
vera þar.“
Guðrún Eva er rithöfundur og
ljóðskáld. Hún hefur skrifað
skáldsögur á borð við Söguna
af sjóreknu píanóunum, Skap-
arann og Yosoy.
Á þessum degi árið 1917 kom út fyrsta tölublað
Tímans. Hugmyndin að útgáfu blaðsins kom upp
árið 1916 þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður
en blaðið átti að miða að bændastéttinni.
Um tuttugu manna hópur stóð að stofnun
blaðsins en þar voru samankomnir
einstaklingar úr ýmsum áttum sem
náðu tengslum í gegnum ungmenna-
félögin, samvinnuhreyfinguna og
áhuga á landbúnaðarmálum.
Fyrsti ritstjóri Tímans var Guð-
brandur Magnússon en hann gegndi
því starfi aðeins í nokkra mánuði en
þá tók Tryggvi Þórhallsson, þáver-
andi formaður Framsóknarflokksins,
við og starfaði þar til hann varð
forsætisráðherra árið 1927.
Upphaflega kom Tíminn út vikulega og árið 1930
voru gefin út tvö blöð á viku.
Árið 1938 var Tíminn gerður að dagblaði og
miklar breytingar gerðar á blaðinu. Þær áttu upphaf
sitt þegar Þórarinn Þórarinsson var ráðinn ritstjóri
og gegndi hann því starfi í 46 ár.
Í fyrsta tölublaði Tímans voru til-
greind stefnumál blaðsins. Meðal ann-
ars varðandi bankana. Þar er tilgreint
í þremur liðum hvers beri að gæta. „1.
Að ekki verði gengið lengra en orðið er í
því að veita hlutabankanum sérréttindi.
2. Að bankarnir hafi í náinni framtíð
nægilegt veltufé handa landsmönnum. 3.
Að fyrirkomulag bankanna sé heilbrigt, og
að allar stéttir og allir landshlutar eigi jafn
hægt með að hagnýta sér veltufé þeirra.“
ÞETTA GERÐIST: 17. MARS 1917
Tíminn hefur göngu sína
MERKISATBURÐIR
1610 Geirþrúðarbylur geisar.
Mikið illviðri stendur í
einn dag og verða tugir
manna úti, aðallega í
Borgarfirði og Miðfirði.
1757 Undan Eyjafjöllum farast
42 menn af 3 skipum frá
Vestmannaeyjum.
1969 Golda Meir verður forsæt-
isráðherra Ísraels. Hún var
frá Milwaukee í Wiscons-
in í Bandaríkjunum.
1987 Alþingi samþykkir ný
lög, sem afnema prests-
kosningar að mestu. Þær
höfðu verið tíðkaðar frá
1886.
1988 Fyrsta íslenska glasabarn-
ið fæðist og er það tólf
marka drengur.
Ferðafélag Íslands og sælgætisgerðin Góa efna til sér-
stakrar páskaeggjagöngu á Móskarðshnúka næstkom-
andi sunnudag, 21. mars. Gangan hefst klukkan 10 á
sunnudagsmorgun og allir þátttakendur fá að lokinni
göngu páskaegg eða ámóta gómsætan glaðning frá
Góu.
Gangan hefst við Skarðsá undir Móskarðshnúkum.
Til að komast þangað er best að beygja til vinstri rétt
ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal og aka afleggjara
merktan Hrafnhólar. Við túngarðinn á Hrafnhólum er
beygt niður með ánni og stefnt inn í dalinn að sumarbú-
stöðum og þarf að opna hlið á leiðinni. Vegurinn endar
á bílastæði við göngubrú yfir Skarðsá.
Þórður Marelsson verður fararstjóri og leiðir hóp-
inn upp á Móskarðshnúka en sá hæsti er 820 metra hár.
Nánari upplýsingar er að finna á www.fi.is.
Páskaeggjaganga
Ferðafélagsins
MÓSKARÐSHNÚKAR Ferðafélag Íslands efnir til páskaeggjagöngu á
sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Dagur án eineltis verður haldinn í
fyrsta skipti á vegum Reykjavíkur-
borgar í dag og hefst með táknrænni
athöfn á Tjarnarbakkanum klukkan 14.
Þar verða nemendur úr nokkrum skól-
um borgarinnar samankomnir og mun
barnakór taka lagið. Viðstaddir fá miða
í hönd og verða beðnir um að skrifa
jákvæð skilaboð út í samfélagið til að
hengja á tré en að því loknu verður efnt
til málþings í Ráðhúsinu.
„Ég flutti þá tillögu í borgarstjórn á
haustmánuðum að það yrði einn dagur
á ári helgaður einelti og þá jafnt ein-
elti sem á sér stað í skólum, í íþrótta-
og tómstundastarfi og á vinnustöðum
fullorðinna. Tillagan var samþykkt og
er ætlunin að gunnskólar, leikskólar og
vinnustaðir borgarinnar taki höndum
saman og hugi að því hvernig hægt er
að gera vinnuumhverfið jákvæðara og
þannig úr garði gert að einelti geti ekki
þrifist,“ segir Marta Guðjónsdóttir, for-
maður mannréttindaráðs Reykjavík-
ur. Málþingið verður helgað lausnum á
einelti og munu fjölmargir fyrirlesarar
taka til máls. Má þar nefna Gísla Árna
Eggertsson, skrifstofustjóra íþrótta-
og tómstundasviðs Reykjavíkurborg-
ar, sem fjallar um uppsprettu einelt-
is, Guðmund Kjerúlf, verkefnastjóra
fræðsludeildar Vinnueftirlitsins, sem
fjallar um félagslegt og andlegt vinnu-
umhverfi, Fannýju Gunnarsdóttur,
námsráðgjafa Álftamýrarskóla, sem
kynnir sýnishorn úr kvikmynd Viðars
Freys Guðmundssonar, Einelti: ofbeldi
meðal barna, og Ingibjörgu Baldurs-
dóttur frá Liðsmönnum Jerico sem eru
landssamtök foreldra eineltisbarna og
uppkominna þolenda.
Marta segir það mannréttindi að
líða vel á vinnustað hvort sem það er
í vinnu eða skóla. Hún segir ýmsum
aðgerðum hafa verið hrundið í fram-
kvæmd á vegum Reykjavíkurborgar
til að sporna gegn einelti og að margir
leik- og grunnskólar hafi náð árangri
auk þess sem umræðan um einelti hafi
stóraukið þekkingu á afleiðingum þess.
„Borgarstjórn Reykjavíkur telur hins
vegar mikilvægt að fylgja þessu eftir
með afgerandi hætti og því var ákveðið
að efna til samræmds átaks. Ráðgert er
að dagurinn verði haldinn árlega héðan
í frá en að vinnan fari fram á öllum
vinnustöðum borgarinnar þess á milli.
Við erum að vonast til að geta vakið
enn frekar athygli á þessum vágesti og
fengið almenning í lið með okkur til að
vinna gegn honum,“ segir Marta. Hún
er formaður starfshóps sem kom með
tillögur að eineltisdeginum en allir pól-
itískir flokkar í borgarstjórn eiga full-
trúa í honum. „Hugmyndin er að hann
verði alltaf að störfum, fylgist með og
bregðist við ef á þarf að halda.“
Marta segir ýmis ráð til að sporna
gegn einelti og að mannréttindaráð
hafi til að mynda bókað að allir skól-
ar eigi að setja tengilið inn á heima-
síðuna sína þannig að nemendur geti
sett inn nafnlausar grunsemdir eða
ábendingar um einelti. „Þannig er er ef
til vill hægt að grípa fyrr til aðgerða.
Eins þyrfti að vera vettvangur til að
gera vart við einelti á vinnustöðum
fullorðinna.“ vera@frettabladid.is
MANNRÉTTINDARÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR: EFNIR TIL DAGS ÁN EINELTIS
Sameinast í baráttu gegn einelti
MANNRÉTTINDAMÁL Marta segir það mannréttindi að líða vel á vinnustað hvort sem það er í vinnu eða skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nýlega stofnað Framfarafélag Borgfirðinga stendur fyrir
málstofu um býflugnarækt, hunangsframleiðslu og rækt-
un lífrænna jurta næstkomandi laugardag klukkan 14 í
Logalandi.
Umræðuefnin eru möguleikar í hunangsframleiðslu en
framsaga er í höndum forsvarsmanna býflugnabænda á
Íslandi. Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili verður síðan
með kynningu á lífrænni jurtarækt. Fólki er frjálst að taka
þátt í umræðum en kaffiveitingar verða seldar á staðnum.
Málstofa um
býflugnarækt
BÝFLUGUR Framfarafélag Borgarfjarðar stendur fyrir málstofu í Loga-
landi á laugardaginn.