Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2010 23
Dánarbú Michaels Jackson
hefur undirritað stærsta
plötusamning allra tíma
við Sony sem tryggir því að
minnsta kosti 200 milljónir
dollara, eða um 25 milljarða
króna.
Upphæðin gæti hækkað í rúma
þrjátíu milljarða króna ef ákveðin
skilyrði verða uppfyllt. Samning-
urinn kemur sér einkar vel fyrir
dánarbúið því Jackson skildi eftir
sig miklar skuldir þegar hann lést
25. júní í fyrra.
Samkvæmt samningnum verða
gefnar út tíu plötur með popp-
aranum á næstu sjö árum, þar á
meðal ein með áður óútgefnum
lögum og er hún væntanleg í nóv-
ember. Einnig stendur til að gefa
út DVD-mynddisk með öllum tón-
listarmyndböndum popparans og
endurútgefa Off The Wall, fimmtu
hljóðversplötu hans sem kom út
árið 1979. Áður en Jackson lést
hafði hann einmitt lýst yfir áhuga
á endurútgáfunni, þar sem nokkur
óútgefin lög verður að finna.
Sala alls konar varnings tengd-
um Jackson hefur rokið upp úr öllu
valdi síðan hann lést og á síðasta
ári var hann einn tekjuhæsti tón-
listarmaður heimsins. Sony hefur
selt um 31 milljón eintaka af plöt-
um hans síðan í fyrra, þar af fimm
milljónir eintaka af hinni tvöföldu
safnplötu Is This It. „Á meðan
Michael lifði setti hann ákveðin
viðmið í tónlistarbransanum með
samningum sínum,“ sagði John
Branca, einn þeirra sem hefur
umsjón með dánarbúinu. „Þessi
tímamótasamningur við Sony
Music sýnir hversu mikilvæg
tónlist Michaels var.“
Rob Stringer hjá Sony var einn-
ig ánægður með samninginn. „Við
erum staðráðnir í að vernda arf-
leifð þessarar miklu goðsagnar og
við erum ánægð með að geta hald-
ið áfram að gefa heiminum tæki-
færi til að hlusta á tónlist hans í
framtíðinni.“
Lát Jacksons hefur verið
úrskurðað sem manndráp. Lækn-
irinn Conrad Murray, sem með-
höndlaði hann með deyfilyfinu
Propofol, hefur neitað ásökun-
um um að hann hafi valdið dauða
hans.
Dánarbú gerir risasamning
MICHAEL JACKSON Tíu nýjar plötur með popparanum eru væntanlegar á næstu sjö árum á vegum fyrirtækisins Sony.
Catherine Zeta-Jones hefur mikinn áhuga á að leika á móti eigin-
manni sínum, Michael Douglas, á hvíta tjaldinu. Nefnir hún endur-
gerð svörtu kómedíunnar War of the Roses sem hugsanlegt verk-
efni. Douglas lék þar aðalhlutverkið á móti Kathleen Turner og
fjallaði myndin um hjón sem gengu í gegnum hatramman skilnað.
Zeta veit að það getur verið erfitt að horfa á hjón leika saman í
mynd eins og Tom Cruise og Nicole Kidman gerðu en vill engu að
síður prófa. „Stundum lítur þetta skringilega út en mig langar að
leika í endurgerð War of the Roses með eiginmanni mínum þar sem
við reynum að drepa hvort annað,“ sagði hún.
Vill leika á móti Douglas
000.000
200.000.000
+1.750.000.000
Ekki gleyma að vera með,
fáðu þér miða fyrir klukkan
fimm í dag á næsta sölustað
eða á lotto.is
Fyrsti vinningur stefnir í 200 milljónir
og Ofurpotturinn stefnir í 1.750 milljónir.
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM!
MIÐINN GILDIR 17. MARS 2010
A. 12 14 17 21 41 48
B. 05 16 23 36 37 38
C. 07 09 13 22 34 38
D. 03 06 19 24 25 31
E. 11 19 21 25 38 42
F. 01 25 35 36 39 46
G. 18 19 20 23 28 46
H. 22 27 29 39 40 42
Lærðu að nota netið
í farsímanum
– Örnámskeið fyrir starfsfólk
fyrirtækja 17. mars –
Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður upp
á röð örnámskeiða í vetur. Næsta námskeið
– Netið í farsímanum – verður haldið
í verslun Hátækni miðvikudaginn 17. mars
kl. 12. Kennd verða hagnýt ráð um net-
notkun í farsímanum, notkun á þráðlausu
neti, hvernig hægt er að forgangsraða
aðgangspunktum í símanum o.fl.
Skráning á www.hataekni.is/ornamskeid.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Námskeiðið er ókeypis.
PI
PA
R
\
TB
W
A
S
ÍA
9
17
5
7