Fréttablaðið - 17.03.2010, Blaðsíða 42
26 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Meistaradeild Evrópu:
Chelsea-Inter 0-1
0-1 Samuel Eto´o (78.)
Inter vinnur, 1-3, samanlagt.
Sevilla-CSKA Moskva 1-2
0-1 Tomas Necid (39.), 1-1 Diego Perotti (41.), 1-2
Keisuke Honda (55.)
CSKA vinnur, 2-3, samanlagt.
Enska úrvalsdeildin:
Wigan-Aston Villa 1-2
0-1 James McCarthy, sjm (25.), 1-1 Gary Caldwell
(27.), 1-2 James Milner (63.)
Enska 1. deildin:
Barnsley-Nott. Forest 2-1
Emil Hallfreðsson var á varamannabekk Barnsley
en kom af bekknum á 25. mínútu.
Coventry-Cardiff 1-2
Aron Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry.
Plymouth-Bristol City 3-2
Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth.
Watford-Ipswich 2-1
Heiðar Helguson var í byrjunarliði Watford en fór
af velli á 72. mínútu.
Reading-QPR 1-0
Gylfi Þór Sigurðsson og Ívar Ingimarsson voru í
byrjunarliði Reading., Brynjar Björn Gunnarsson
sat á varamannabekknum. Gylfi skoraði eina
mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu sem
hann fiskaði sjálfur.
N1-deild kvenna:
Stjarnan-Valur 22-27
Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir
6, Alina Tamsaon 5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4,
Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Aðalheiður Hreins-
dóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Jóna Sigríður
Halldórsdóttir 1.
Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Ágústa Edda
Björnsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4, Anna
Úrsula Guðmundsdóttir 3, Rebekka Skúladóttir 1,
Karólína Gunnarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir
1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Arndís Erlingsdóttir 1.
Haukar-Víkingur 36-8
Fylkir-HK 25-24
IE-deild kvenna:
Keflavík-Hamar 77-70
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 21, Rannveig
Randversdóttir 15, Kristi Smith 12, Bryndís Guð-
mundsdóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Pálína
Gunnlaugsdóttir 6, Halldóra Andrésdóttir 2.
Stig Hamars: Julia Demirer 16, Koren Schram 15,
Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Sigrún Ámundadóttir
8, Fanney Guðmundsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6,
Guðbjörg Sverrisdóttir 5.
ÚRSLIT
LANDSLIÐSHÓPUR SIGURÐAR
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Þóra B. Helgadóttir (Kolbotn)
Aðrir leikmenn:
Dagný Brynjarsdóttir (Valur)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Dóra Stefánsdóttir (Malmö)
Edda Garðarsdóttir (Örebro)
Erna B. Sigurðardóttir (Breiðablik)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Guðný Björk Óðinsdóttir (Kristianstad)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Kristianstad)
Katrín Jónsdóttir (Valur)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Kristianstad)
Ólína G. Viðarsdóttir (Örebro)
Rakel Hönnudóttir (Þór/KA)
Rakel Logadóttir (Valur)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Breiðablik)
Sif Atladóttir (Valur)
Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
FÓTBOLTI Síðustu tveir leikirnir
í sextán liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu fara fram í kvöld.
Barcelona tekur á móti Stuttgart
og Olympiakos sækir Bor-
deaux heim. Bordeaux vann
fyrri leikinn í Grikklandi, 1-
0, og er því í afar þægilegri
stöðu. Meiri spenna er fyrir
leik Evrópumeistaranna
og Stuttgart enda gerðu
liðin jafntefli, 1-1, í fyrri
leiknum í Þýskalandi.
Þýskum liðum hefur
gengið skelfilega á Nou
Camp en Barcelona hefur
unnið átta leiki í röð á
heimavelli gegn þýskum
liðum.
Aleksandr Hleb, leik-
maður Stuttgart og
fyrrum leikmaður
Barcelona, bíður spenntur eftir
leiknum.
„Barcelona var ekki mótherj-
inn sem ég vildi fá því ég veit
hversu ógnarsterkt liðið er.
Við hefðum átt helmings-
möguleika gegn öðrum en
minni möguleika gegn
Barca. Við höfum samt
trú á okkur og þurfum
að berjast grimmilega
og vera ákveðnir í okkar
aðgerðum. Við munum fá
tækifæri en verðum að
vera mjög þéttir aftast á
vellinum,“ sagði Hleb.
- hbg
Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld:
Tekst þýsku liði loksins
að vinna á Nou Camp?
FAGNAÐ Barcelona hefur
gengið afar vel á heimavelli
gegn þýskum liðum
síðustu ár.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
GOLF Tiger Woods rauf loksins
þögnina um framtíðaráætlanir
sínar í gær og ætlar að snúa aftur
á Masters sem hefst 8. apríl.
„Ég vann mitt fyrsta stórmót á
þessum stað og ég ber mikla virð-
ingu fyrir þessu móti. Eftir lang-
an og nauðsynlegan tíma fjarri
golfvellinum tel ég mig loksins
vera tilbúinn að snúa aftur á golf-
völlinn,“ sagði Tiger.
„Stórmótin hafa alltaf skipað
sérstakan sess hjá mér og sem
atvinnumaður get ég ekki sleppt
því að mæta á Augusta. Jafnvel
þó svo ég hafi ekki keppt í langan
tíma.“
Woods hefur ekki keppt á móti
síðan 15. nóvember. - hbg
Tiger til í að spila golf á ný:
Tekur þátt á
Masters-mótinu
MÆTIR KONAN? Nú spyrja menn sig að
því hvort Elin Nordegren mæti á Masters
með eiginmanni sínum.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
„Það eina í stöðunni fyrir okkur er að ná í sex stig,“ segir Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Liðið leikur útileiki við
Serbíu og Króatíu í undankeppni HM í lok mánaðarins.
„Við stefnum að því að vinna riðilinn og komast áfram. Við þurf-
um að vinna þessa leiki til þess því ég sé Frakkland ekki mis-
stíga sig. Draumastaðan er að búa til úrslitaleik gegn Frakklandi
á Laugardalsvelli í sumar á menningarnótt. Til þess þurfum við
að vinna Króatíu og Serbíu.“
Liðið kom fyrr í þessum mánuði heim frá Algarve-bikarn-
um. „Ég hef horft á leikina okkar þar aftur og hugsað
hver séu næstu skref. Eitt af því sem við höfum verið
að vinna að er að auka breiddina. Við gerðum það
með því að velja fimm nýliða fyrir Algarve og ég
skildi eftir reynslumeiri leikmenn,“ segir Sigurður.
„Við þurftum á nýju blóði að halda. Það þarf
að eiga sér stað ákveðin endurnýjun í liðinu
og við verðum að hafa góða blöndu. Það er erfitt fyrir unga leikmenn
að vinna sér inn sæti í liðinu því það er mjög gott en möguleikinn er
þó til staðar.“
Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad, var ekki valin í
hópinn fyrir Algarve og tók því ekki vel. Hún gefur ekki kost á
sér í hópinn nú. Sigurður valdi 18 leikmenn í hópinn fyrir þessi
verkefni. „Það sem var erfitt við þetta val er að það eru margir
leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða,“ segir Sigurður.
Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir koma aftur inn í
hópinn eftir meiðsli en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er
enn á meiðslalistanum.
„Guðrún er frábær leikmaður og við söknum
hennar. Við höfum verið í nokkrum vandræðum
með vörnina okkar þar sem hana vantar. Vonandi
er það að koma hjá okkur, við náðum allavega
að halda hreinu í síðasta leik.“
SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: OPINBERAÐI Í GÆR LEIKMANNAHÓPINN SEM MÆTIR SERBÍU OG KRÓATÍU
Það þarf að eiga sér stað ákveðin endurnýjun
> 1-1 hjá Keflavík og Hamri
Keflavík og Hamar mættust öðru sinni í gærkvöldi í
undanúrslitum Iceland Express-
deildar kvenna. Hamar vann fyrsta
leik liðanna en Keflavík náði fram
hefndum í gær með góðum sjö
stiga sigri. Keflavík var skrefi á
undan nánast allan leikinn og
vann sanngjarnan sigur. Það
lið sem fyrr vinnur þrjá leiki
kemst í sjálft úrslitaeinvígið í
deildinni.
FÓTBOLTI Chelsea og CSKA Moskva
komust í gær áfram í átta liða
úrslit Meistaradeildar Evrópu.
CSKA lagði Sevilla, 1-2, á Spáni
en Inter vann magnaðan 0-1 sigur
á Chelsea á Stamford Bridge.
Allra augu voru á José Mour-
inho, þjálfara Inter og fyrrum
stjóra Chelsea, sem mætti Chelsea
í fyrsta skipti á Stamford Bridge
síðan hann var rekinn frá félaginu.
Mourinho hefur farið á kostum í
sálfræðihernaðinum fyrir leikinn
og hann hélt honum áfram fyrir
leik er hann beið í göngunum eftir
því að leikmenn Chelsea færu að
hita upp. Þar heilsaði hann öllum
með virktum.
Fyrri hálfleikur var varfærnis-
lega leikinn af beggja hálfu. Inter
þó ívið sterkara og var meira með
boltann. Bæði lið spiluðu mjög
sterkan varnarleik og gáfu fá færi
á sér. Þrátt fyrir taktískan leik
var heitt í mönnum og mikil und-
iralda.
Samuel Eto´o fékk fyrsta færi
leiksins. Frír skalli á markteig
en hann náði ekki að stýra boltan-
um sem fór í grasið og yfir mark-
ið. Chelsea pressaði nokkuð undir
lokin og var við það að koma skoti
á markið en varnarmenn Inter
björguðu ítrekað á elleftu stundu.
Umdeilt atvik var síðan þegar
Walter Samuel keyrði Didier
Drogba niður í teignum er Chelsea
átti horn. Þar átti að dæma víti en
Þjóðverjinn Wolfgang Stark þorði
ekki að dæma.
Síðari hálfleikur var miklu
skemmtilegri á að horfa. Chelsea
byrjaði vel en Inter náði smám
saman undirtökunum. Þegar 25
mínútur voru eftir fékk Inter tvö
dauðafæri sem það nýtti ekki. Það
kom ekki að sök því Samuel Eto´o
skoraði eina mark leiksins tólf mín-
útum fyrir leikslok. Hann fékk þá
frábæra sendingu inn fyrir vörn-
ina frá Wesley Sneijder og kláraði
færið af einstakri fagmennsku.
Didier Drogba lét skapið hlaupa
með sig í gönur enn eina ferðina
undir lok leiksins. Motta keyrði
hann þá niður í teignum og Drog-
ba svaraði með því að traðka á
Motta. Fyrir það fékk hann rautt
spjald. Eto´o hefði getað skorað
annað mark í uppbótartíma en
hinn óreyndi Russ Turnbull varði
vel. „Við ákváðum að sækja og ætl-
uðum að skora. Við áttum sigur-
inn skilinn í kvöld sem og í síðasta
leik,“ sagði Sneijder.
henry@frettabladid.is
Enn kóngurinn á Brúnni
José Mourinho þakkaði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, fyrir að reka sig
á sínum tíma með því að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni í gær. Mourinho
talaði digurbarkalega um að hann tapaði ekki á Brúnni og stóð við stóru orðin.
LÍFLEGUR Mourinho ræðir hér við fjórða
dómarann í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
SIGURMARKI FAGNAÐ Samuel Eto´o skoraði eina markið á Stamford Bridge í gær og
hann fagnar hér markinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES