Fréttablaðið - 17.03.2010, Side 46
30 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. vín, 6. skammstöfun, 8. skammst.,
9. skraf, 11. tveir eins, 12. óláns, 14.
mont, 16. hvað, 17. stilla, 18. hylli, 20.
karlkyn, 21. högg.
LÓÐRÉTT
1. tilraunaupptaka, 3. kringum, 4.
skáldsaga, 5. taumur, 7. hreyfast, 10.
haf, 13. drulla, 15. hita, 16. rámur, 19.
í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. must, 6. eh, 8. möo, 9.
mas, 11. gg, 12. ógæfu, 14. grobb, 16.
ha, 17. róa, 18. ást, 20. kk, 21. stuð.
LÓÐRÉTT: 1. demó, 3. um, 4. sögu-
bók, 5. tog, 7. haggast, 10. sær, 13.
for, 15. baka, 16. hás, 19. tu.
„Ég er að skoða verkefnin og er mjög opin
fyrir þeim,“ segir fyrirsætan og sjónvarps-
konan Ingibjörg Egilsdóttir.
Ingibjörgu stendur til boða að taka að
sér tvö verkefni í Karíbahafinu í sumar.
Annars vegar að sýna kjóla á eyjunni
St. Croix í maí og hins vegar að dæma í
fegurðarsamkeppni á Bahamaeyjum í ágúst.
„Það er stutt síðan ég fékk boð um að
sýna á tískusýningu í St. Croix, sem er á
Jómfrúareyjunum,“ segir Ingibjörg. „Það
er dóminískur tískuhönnuður sem vill fá
mig til að sýna kjólana sína. Í seinni ferð-
inni myndi ég dæma í fegurðarsamkeppni á
Bahama sem heitir Miss Teen Bahama.“
Ingibjörg fer að vera ansi sjóuð í dómara-
störfum, en Fréttablaðið greindi frá ferð
hennar til Washington á síðasta ári þar
sem hún sat í dómnefnd í fegurðar-
samkeppninni Miss Sinergy. Hún var
einnig í dómarasæti í Ungfrú Reykja-
vík á dögunum. „Það er öðruvísi
að vera hinum megin við borðið,“
segir Ingibjörg. Hún fór fyrir
Íslands hönd í keppnina Miss Uni-
verse og hafnaði á meðal fimmt-
án efstu. En ætli hún sé strangur
dómari?
„Já, mjög,“ segir hún og hlær.
Spurð hvort hinir dómararnir
þurfi að hemja heift hennar segist
hún ekki ganga svo langt, en játar
þó að vera afar kröfuhörð. „Ég er
ekki skoðanalaus.“ - afb
TIL BAHAMAEYJA Ingibjörgu stendur til boða að
dæma í fegurðarsamkeppni á Bahamaeyjum í
ágúst. Ekki leiðinlegt sumarstarf það.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Boðin tvö störf í Karíbahafinu í sumar
Tónlistarkonan
Lovísa Elísabet
Sigrúnardóttir,
Lay Low, kom til
landsins í gær
eftir að hafa
hitað upp fyrir
hina þekktu
bandarísku
hljómsveit Dave
Matthews Band
á tvennum
tónleikum í Kaupmannahöfn
og Stokkhólmi. Þar spilaði hún
fyrir nokkur þúsund manns og
gengu tónleikarnir eins og í sögu.
Meðlimir Dave Matthews Band
gerðu góðan róm að tónlist Lay
Low og eftir síðari tónleikana
skiptust þeir á geisladiskum við
tónlistarkonuna snjöllu.
Lay Low lenti reyndar í leiðinlegu
atviki á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn til Stokkhólms þegar taskan
hennar týndist.
Í henni var
meðal annars
hljóðnemi
og eitthvað af
fötum en einnig
allt snyrtidótið
hennar. Hún
lét það ekki
á sig fá
og steig
á sviðið
fyrir framan áhorfendafjöldann
án nokkurs farða og spilaði með
dyggri aðstoð Sigtryggs Baldurs-
sonar og Péturs Hallgrímssonar.
Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson var gestur í útvarps-
þættinum Litlu hafmeyjunni á Rás
2 um síðustu helgi. Meistari Bjart-
mar gerði sér lítið fyrir og söng
nýja og uppfærða útgáfu af sínu
þekktasta lagi, Týndu kynslóðinni,
sem var allrar athygli vert. Sér í
lagi fyrir þær sakir að Bjartmar
uppfærði textann um miðbik
lagsins. Þá lýsti hann ástandinu
á fólkinu sem sungið er um,
nú tuttugu árum
síðar. Eins og
nú er til siðs er
pabbinn kominn
með hormottu
og er duglegur
að þukla á sér
punginn.
- fb, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Besti bitinn er í Garðinum á
Klapparstíg. Þetta er hollustu-
staður með rosalega góðum
mat. Það er súpa og aðalréttur
á hverjum degi og ég kvarta
aldrei. Fæ alltaf eitthvað gott.“
Guðbjörg Ingvarsdóttir gullsmiður.
„Þetta er bara stutt stopp. Sigmar
[Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss-
ins] bað mig um að taka föstudags-
kvöldin fram á vor og ég varð við
þeirri bón,“ segir Þórhallur Gunn-
arsson, fyrrverandi dagskrárstjóri
RÚV og ritstjóri Kastljóssins. Hann
snýr aftur á fornar slóðir á föstu-
daginn þegar hann verður spyrill
í föstudags-Kastljósinu. Þórhallur
hefur raunar á uppsagnarfrestinum
sínum sinnt nokkrum öðrum verk-
efnum fyrir RÚV og föstudagsþætt-
ir Kaststljóssins verða bara viðbót
við þau.
Ár og dagar eru liðnir síðan Þór-
hallur var í hlutverki spyrilsins.
„Já, það er orðið töluvert langt síðan
ég tók viðtöl og það verður gaman
að sjá hvort maður hafi gleymt öllu,
eflaust þarf ég einhvern tíma til að
slípa þetta til, ætli ég verði ekki
orðinn fínn þegar ég hætti,“ segir
Þórhallur en hann tók sér gott frí
eftir að hafa gengið á fund Páls
Magnússonar útvarpsstjóra og sagt
upp störfum. „Eftir að hafa unnið
tvö störf og varla tekið mér sumar-
frí þá fannst mér bara kominn tími
á góða pásu. Ég nýtti tímann vel,
varði honum með fjölskyldunni en
það lá alltaf fyrir að ég væri ekk-
ert að setjast í helgan stein.“ Þór-
hallur hefur ekki setið með hend-
ur í skauti því hann hefur verið að
undirbúa fjölmiðlakúrs við Háskól-
ann í Reykjavík en kennsla í honum
hefst í ágúst. Þórhallur segir það
koma vel til greina að sinna sjálfur
einhverri kennslu. - fgg
Þórhallur snýr aftur í Kastljósið
VERÐUR SPYRILL Þórhallur Gunnarsson
tekur á móti gestum í föstudagsþætti
Kastljóssins.
HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS
SKRÁNING ER HAFIN Á SÍÐASTA
HJÓNA OG SAMBÚÐARNÁMSKEIÐ
VETRARINS Í HAFNARFJARÐARKIRKJU.
Námskeiðið verður haldið dagana 13. og 20. apríl en þessi námskeið
hafa nú verð haldin samfellt frá árinu 1996. Alls hafa á þrettánda
þúsund manns tekið þátt í námskeiðunum frá upphafi . Leiðbeinandi er
sr.Þóhallur Heimisson. Á námskeiðunum er nú lögð sérstök áhersla á
hvernig hægt er að styrkja innviði fjölskyldunnar og samband hjóna á
þeim erfi ðu tímum sem ganga yfi r land og þjóð.
Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com. Nánari upplýsingar
um námskeiðin er að fi nna á hafnarfjardarkirkja.is
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að í hvert skipti.
Ólafur Darri Ólafsson leikur
aðalhlutverkið í nýjustu kvik-
mynd Baltasars Kormáks, Djúp-
inu. Handrit myndarinnar er sótt
í samnefndan einleik Jóns Atla
Jónassonar en það verk var inn-
blásið af einstöku björgunarafreki
Guðlaugs Friðþórssonar.
Guðlaugur synti fimm kílómetra
og var sex tíma samfleytt í ísköld-
um sjónum þegar bát hans, Hell-
isey VE, hvolfdi skammt austur
af Heimaey með þeim afleiðing-
um að fjórir góðir vinir hans fór-
ust. „Í raun er 11. mars sorgardag-
ur hjá mér því þá missti ég fjóra
skipsfélaga mína en 12. mars er
upprisan og þeim degi fylgir viss
hamingja þó svo tilfinningarnar
séu blendnar,“ sagði Guðlaugur í
samtali við Fréttablaðið þegar þess
var minnst að 25 ár væru liðin frá
þessu björgunarafreki.
Ólafur Darri var ansi upptek-
inn þegar Fréttablaðið náði tali af
honum. Leikarinn viðurkenndi að
hann væri ákaflega spenntur fyrir
hlutverkinu og sagðist sjálfur vera
ágætis sundmaður, þó ekkert eins
og Guðlaugur. „Ég held að ég sé
alveg slarkfær, allavega góður í
marvaða,“ segir Ólafur og bendir
á að þetta afrek Guðlaugs sé í raun
merkilegur hluti af sögu Íslands.
Baltasar sjálfur var hæstánægð-
ur með að hafa fengið Ólaf Darra í
hlutverkið. „Ég þurfti að fá leikara
sem væri harður af sér og ég held
að Ólafur sé það. Hann verður alla-
vega að vera það,“ segir Baltasar
og upplýsir meðal annars að Ólaf-
ur verði meira eða minna í vatni
allt tökutímabilið. Baltasar kveðst
hafa heyrt það á fólkinu í Eyjum að
það sé ánægt með Ólaf í hlutverk-
ið en Guðlaugur sjálfur hefur lítið
viljað tjá sig um gerð myndarinnar
við fjölmiðla.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá fékk Djúpið styrk frá
Norræna kvikmyndasjóðnum og
nýverið bættist við styrkur frá
norska kvikmyndasjóðnum. Þá
fékk myndin vilyrði fyrir styrk
hjá íslenska kvikmyndasjóðnum.
„Handritinu hefur verið feikilega
vel tekið og ég vonast bara til að
komast af stað í tökur sem fyrst,“
segir Baltasar.
freyrgigja@frettabladid.is
BALTASAR KORMÁKUR: ÉG ÞURFTI HÖRKUTÓL Í ÞETTA HLUTVERK
Ólafur Darri leikur Guðlaug
sundkappa í kvikmynd
LEIKUR GUÐLAUG Ólafur Darri Ólafsson leikur aðalhlutverkið í næstu kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpinu. Ólafur sést hér með
spúsu sinni, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Myndin er innblásin af einstæðu björgunarafreki Guðlaugs Friðþórssonar sem
synti fimm kílómetra í ísköldu Atlantshafinu eftir að bát hans, Hellisey VE, hvolfdi austur af Heimaey. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL