Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ATLASKORT í mælikvarðanum 1:100.000 hafa verið gefin út í fallegri gjafaöskju af Mál og menningu. Landið allt er sýnt á 31 korti sem hefur að geyma yfir 43 þúsund örnefni. Vegir og slóðar eru GPS-mældir og kortin sýna fjölda göngu- og reiðleiða. „Ég sat svo nálægt sviðinu að ég sá hann svitna. Ég sá mjaðma- hnykkina og lúmska daðursglott- ið og staðfasta vissu mannsins um að hann væri langkynþokka- fyllstur,“ segir Hildur Lilliendahl skáld, þegar hún rifjar upp eftir- minnilegt ferðalag til Las Vegas seint á tíunda áratugnum. Í spila- vítaborginni sótti hún meðal ann- ars tónleika með velska hjarta- knúsaranum Tom Jones. Hildur fór til Las Vegas ásamt þáverandi bandarískum kær- asta sínum sem langaði til að sýna henni þetta „óforbetran- lega syndabæli“, eins og Hildur orðar það. „Það var hitabylgja og við gistum á Bellagio. Ég var ung og vitlaus og viðurkenni hér með að mér þótti þetta allt óskaplega merkilegt. Mér þótti marmar- inn á lúxushótelherberginu mínu merkilegur, mér þótti ótrúlegt hvað klósettpappírinn var mjúkur, mér þótti stórkostlegt að líða allan daginn eins og ég væri að ganga á gulli. Að liggja á sundlaugar- bakka og láta þjóninn Jennifer færa mér daiquiri í lange baner. Að fara í limósínu. Og svo fram- vegis,“ segir Hildur. Hún viðurkennir þó að hafa fundið fyrir dálítilli depurð um leið. „Það var erfitt að losna við þá tilfinningu að þessi borg hefði verið kokkuð upp af einhverjum hönnuði hálftíma áður og eina markmiðið væri að leiða mig í gildru. Það var ekkert mannlegt við hana, ekkert ekta eða eðli- legt. Trén og grasið litu út fyrir að vera úr plasti. Mér leið eins og ég væri í sælgætislandi eða leikfangalandi,“ segir hún. Meðan á ferðinni stóð rann Val- entínusardagurinn upp og þá þótti gráupplagt að skella sér á tónleika með áðurnefndum silkibarka frá þorpinu Trefforest, nærri Cardiff. „Ég sá þúsund kerlingar hágráta, æpa á hann ástarjátningum og hamingjuóskum um Valentínus- ardaginn og láta sig dreyma um að lauma sér úr nærfötunum og kasta þeim á sviðið. Og síðast en ekki síst sá ég augu sæta kærast- ans míns bresta endanlega þegar hann áttaði sig á því að ég, sem var ekki orðin átján, kunni hvern einasta texta utanbókar,“ segir Hildur Lilliendahl. kjartan@frettabladid.is Allt óskaplega merkilegt Hildi Lilliendahl skáldi leið eins og hún gengi á gulli en var samt dálítið döpur í ferðalagi til Las Vegas fyrir rúmlega áratug. Þar sótti hún meðal annars tónleika með Tom Jones á Valentínusardaginn. „Það var erfitt að losna við þá tilfinningu að þessi borg hefði verið kokkuð upp af einhverjum hönnuði hálftíma áður og eina markmiðið væri að leiða mig í gildru,“ segir Hildur um Las Vegas. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. Piccolino - fyrir nettari barminn í B,C,D,DD skálum á kr. 7.680,-” teg. Piccolino - glæsilegur, blúndu- laus úr mjúku efni í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- NÝTT • GLÆSILEGT • YNDISLEGT STÚDENTASTJARNA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.