Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 10
10 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR KÖNNUN Þrjá flokka þarf til að mynda meirihluta í sveitarstjórn- arkosningunum á Akureyri, sam- kvæmt niðurstöðu skoðanakönn- unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Engir tveir flokkar fá nógu mikið fylgi til að mynda saman meiri- hluta. Meirihlutasamstarf Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar getur ekki haldið óbreytt áfram eftir kosningar, miðað við niðurstöður könnunarinnar. Samkvæmt henni fengju flokkarnir samanlagt fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, en eru samtals með sjö bæjarfulltrúa í dag. L-listinn, Listi fólksins, er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Akureyri samkvæmt könnun- inni. Flokkurinn fengi 24,5 pró- sent atkvæða og þrjá bæjarfull- trúa verði niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2, sem gerð var á mánudagskvöld. Listi fólksins ríflega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu sveitar- stjórnarkosningum árið 2006, þegar flokkurinn fékk 9,6 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Alls sögðust 18,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu styðja Vinstri græn yrði gengið til kosn- inga nú. Það er aukning frá því í síðustu kosningum, þegar flokk- urinn fékk 15,9 prósent atkvæða. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR AKUREYRI SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 17. MAÍ 40 30 20 10 0% 11 24 23 22 Ko sn in ga r 311 Flestir styðja Lista fólksins á Akureyri Engir tveir flokkar geta myndað meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Listi fólksins ríflega tvöfaldar fylgi sitt frá kosningum en stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu hrynur. Aukningin nær þó ekki að skila flokknum fleiri bæjarfulltrú- um, og fengju Vinstri græn tvo bæjarfulltrúa áfram samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn tapar gríðarmiklu fylgi frá síðustu kosn- ingum samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Flokkur- inn mælist nú með stuðning 16,4 prósenta kjósenda, en fékk 31,2 prósent í síðustu kosningum. Munurinn er 14,8 prósentustig. Flokkurinn fengi tvo bæjarfull- trúa yrðu þetta niðurstöður kosn- inga, en er með fjóra í dag. Stuðningur við Samfylkinguna á Akureyri hefur minnkað verulega frá kosningunum 2006. Flokkur- inn mælist nú með stuðning 15,7 prósenta bæjarbúa, en hlaut 23,1 prósent atkvæða í kosningunum. Fylgistapið er 7,4 prósentustig. Samfylkingin fengi samkvæmt könnuninni tvo borgarfulltrúa, en er með þrjá í dag. Bæjarlistinn, nýtt framboð með fólki tengdu bæði Sjálfstæð- isflokki og Vinstri grænum, nýtur stuðnings 13,4 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni. Flokk- urinn fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Heldur dregur úr stuðningi við Framsóknarflokkinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls segjast 11,4 prósent myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði nú, en 15,0 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Þrátt fyrir fylgistap myndi flokkurinn sam- kvæmt þessu halda sínum eina bæjarfulltrúa. Hringt var í 800 manns mánu- daginn 17. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú mynd- ir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu til spurningarinnar. Stór hluti kjósenda hefur því enn ekki gert upp hug sinn eða vill ekki gefa upp skoðun. brjann@frettabladid.is 13,4% 11,4% 16,4% 24,5% 15,7% 18,6% 15% 31,2% 9,6% 23,1% 15,9% KÖNNUN Listi fólksins mun vinna stórsigur í komandi sveitarstjórnarkosningum verði niðurstöður kosninga í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri. „Mér þykir líklegt að vel- gengni Lista fólksins megi rekja til óánægju fólks með stjórn- málin og þróunar landsmála,“ segir Grétar. Listi fólksins bauð fyrst fram árið 2002 og fékk tvo bæjarfulltrúa, og fékk einn í síðustu kosningum. Sam- kvæmt könnuninni fengi flokkur- inn þrjá bæjarfulltrúa yrði geng- ið til kosninga núna. Grétar tengir þennan árangur ekki síst alþýðlegri ásjónu listans. Kjósendur telji sig sjá eitthvað sem sé ótengt hruninu. Sjálfstæðisflokkurinn bíður skip- brot samkvæmt könnuninni og tapar helmingi fylgi síns, segir Grét- ar. Erfitt er að benda á nákvæm- lega hvað veldur fylgishruninu, en þrennt kemur einkum til greina að mati Grétars. Í fyrsta lagi hafi flokkurinn verið í meirihlutasamstarfi og sé einn af svokölluðum hrun- flokkum. Í öðru lagi geti umtalsverður stuðningur við Bæjarlistann, sem sé að hluta til nokkurs konar klofningsframboð, komið að miklu leyti frá fólki sem ella myndi kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Í þriðja lagi hafi við- brögð Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, oddvita Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, við fréttum af kaupmála hennar og eiginmanns hennar eflaust kostað flokkinn stuðning einhverra kjósenda. Samfylkingin tapar einnig fylgi, og segir Grétar að það megi eink- um tengja því að flokkurinn hefur verið í meirihlutasamstarfi, og er að auki einn af svokölluðum hrun- flokkum. Slæmur árangur Framsóknar- flokksins vekur einnig athygli, segir Grétar. Flokkurinn fékk 24 prósenta fylgi í kosningum 2002, og 15 prósent í kosningunum 2006. Grétar segir að almennt hafi menn spáð flokknum betri árangri en í síðustu kosningum, en það virðist ekki ætla að ganga eftir. - bj Meirihlutaflokkar fá slæma útreið segir sérfræðingur: Óánægjufylgið fer til Lista fólksins GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON Al lt u m m ein ta m ar ka ðs m isn ot ku n b an ka nn a! Bræðraborgarstíg 9 STYRMIR KYNNIR BÓK SÍNA HRUNADANS OG HORFIÐ FÉ! Styrmir Gunnarsson kynnir metsölubók sína Hrunadans og horfið fé – Skýrslan á 160 síðum í Eymundsson, Skólavörðustíg, í dag kl. 17. Þetta er heildstæð úttekt á Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem nú skekur samfélagið auk þess sem horft er fram á veginn. Bók sem vekur miklar umræður – og jafnvel deilur! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK ALLIR VELKOMNIR – LÉTTAR VEITINGAR! Bankastræti 7 Sími: 510 6100 lsr@lsr.is www.lsr.is Ársfundur LSR og LH verður haldinn miðvikudaginn 26. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 15:00. Fundurinn er opinn öllum sjóð félögum og launagreiðendum. Dagskrá Skýrslur stjórna Tryggingafræðilegar úttektir Fjárfestingarstefna Ársreikningar 2009 Skuldbindingar launagreiðenda Breytingar á samþykktum Önnur mál Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Ársfundur LSR og LH 2010 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.