Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 3kjóstu með menntun ● „Við stefnum nú ekki að því að skera niður í skóla- málum,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnar- firði. „Hins vegar má alveg taka til skoð- unar með hvaða hætti við rekum grunnskólann eða fræðslukerfið í heild sinni.“ Guðrún segir að skoðað verði hvort hægt sé að færa fjármagn úr yfirbygg- ingu til að nýta það beint í þágu barn- anna. „Þannig að það er hægt að skera niður í yfirbyggingu ef það er einhvers staðar hægt. Það kemur ekki til greina að skerða þjónustu við grunnskóla- börn,“ útskýrir Guðrún og bætir við að hugsanlega sé hægt að nýta fjármagn- ið betur með því að skoða hvernig skólakerfið sé byggt upp. ● Hvað finnst þér skipta mestu máli í skólamálum? ● Ætlar þú að skera niður í skólamálum ef þú færð umboð eftir kosning- ar? ● Ef þú ætlar að skera niður í menntun eftir kosningar, nákvæmlega hvað ætlarðu þá að skera niður? ● Veist þú hvaða breytingum fjárframlög til skólahalds í sveitarfélaginu þínu hafa tekið eftir 2008? ● Veist þú hvaða þættir hafa verið skornir niður og hvernig áhrif það hefur á starf í skólunum? ● Mörg börn fá ekki aðstoð við heimanám heima hjá sér. Ætlar þú að sjá til þess að þau fái það í skólanum? ● Í sumum löndum er leikskólinn gjaldfrjáls að öðru leyti en því að for- eldrar borga fyrir máltíðir. Hvað finnst þér um þetta? ● Geta allir foreldrar í þínu sveitarfélagi keypt mat fyrir börnin sín í skóla- mötuneyti? ● Eru ungmenni í þínu sveitarfélagi sem ekki komast í framhaldsskóla vegna fjárhagserfiðleika foreldra þeirra? ● Ætlar þú að taka þátt í hækkun gjalda í skólum og á frístundaheimil- um á næsta kjörtímabili? ● Hefur þú hugleitt hvað jafnrétti til náms þýðir? ● Ert þú vakandi yfir hvers kyns félagslegri mismunun barna og ung- menna? Skiptir það þig máli að koma í veg fyrir hana? ● Hefur þú kynnt þér skólastarf í þínu sveitarfélagi? Með hvaða hætti? ● Þekkir þú löggjöf um skólastarf, hefurðu til dæmis kynnt þér vel menntalögin frá 2008? ● Hver eða hverjir eru mikilvægustu málaflokkarnir í hverju sveitarfélagi að þínu mati? Af hverju? ● Hvað finnst þér um list- og verkmenntun? ● Hver er þín skoðun á einstaklingsmiðuðu námi? ● Hvað vilt þú gera til að efla samstarf skóla og heimila? ● Fá öll ungmenni í þínu sveitarfélagi nám við hæfi? ● Samkvæmt 26. grein grunnskólalaga eiga grunnskólanemendur rétt á að stunda nám í einstökum greinum á framhaldsskólastigi, hafi þeir sýnt fram á fullnægjandi færni. Hvernig er þessu farið í þínu sveitarfélagi? ● Samkvæmt nýjum lögum um skólastig eiga stig milli skólastiga að vera sveigjanleg. Hvernig á að framkvæma það í kreppu? ● Hvernig er hægt að koma á nýjum lögum í kreppu? ● Fjölgun í bekkjum eða námshópum er lausn sem margir stjórnmála- menn vilja grípa til, – hver er þín skoðun á því úrræði? ● Hefur þú hugleitt hvers virði sá mannauður er sem býr í starfsfólki skóla í þínu sveitarfélagi? ● Á hvern hátt telur þú best að standa vörð um að auka við fagmennsku í skólastarfi? ● Ert þú sáttur/sátt við þann aðbúnað sem þitt sveitarfélag býr nem- endum og starfsfólki skóla? Ef ekki, hvar telur þú brýnast að bæta úr í þeim efnum? ● Hvaða náms- og félagsleg úrræði eru í boði fyrir fötluð ungmenni í þínu sveitarfélagi? ● Hvaða náms- og félagsleg úrræði eru í boði fyrir ungmenni af erlend- um uppruna í þínu sveitarfélagi? ● Hvaða náms- og félagsleg úrræði eru í boði fyrir atvinnulaus ung- menni í þínu sveitarfélagi? ● Hvaða aðstoð og þjónustu býður sveitarfélagið þitt nemendum með sérþarfir? ● Fá nemendur í skólunum í þínu sveitarfélagi náms- og starfsráðgjöf? ● Hvað telur þú að þurfi að gera til að efla tengsl grunnskóla og fram- haldsskóla? ● Geta framhaldsskólar veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á samkvæmt nýjum framhaldsskólalögum? ● Vilt þú beita þér fyrir því að nemendur fái umönnun og kennslu í for- föllum? ● Finnst þér mikilvægt að verja stjórnunarstöður í skólum til að skólarnir haldi styrk sínum? Spurðu frambjóðendur UNNIÐ Í ÞÁGU BARNA „Ef Samfylk- ingin nær því takmarki sínu að leiða nýjan meirihluta á Akranesi hyggst hún skila til baka þeim niðurskurði sem skólarnir hafa þurft að þola frá því á síðasta ári,“ segir Sveinn Kristinsson, odd- viti Samfylkingarinnar á Akranesi. Sveinn telur að niðurskurðurinn í skólamálum frá því á síðasta ári hafi verið of mikill og að hann hafi komið niður á grunnþjónustunni. „Við teljum að með réttum ráðstöf- unum í fjármálum kaupstaðarins sé þetta vel hægt,“ segir Sveinn og bætir við að góðir skólar séu grunnþáttur í hverju samfélagi. „Og við ætlum okkur að styrkja hann.“ ÆTLA AÐ SKILA NIÐURSKURÐINUM „Engin áform eru uppi hjá mér sem frambjóð- anda að ráðast að grunnskólum Ísafjarðar og skera niður,“ segir Eiríkur Greipsson sem skipar fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks á Ísafirði. „Ekki er hægt að lofa neinu í sambandi við þjónustu sveitarfélaga ef tekjur hrynja, þá verða menn að taka meira til í garðinum sínum. Skólar eru þjónusta á vegum sveitarfélaga og þeir sem þurfa að draga saman í rekstri þeirra verða að skoða mögulega skerðingu þjónustu þar. Ég veit ekki hvort grunnskólar verða fyrir ofsakenndari niðurskurði en aðrir, vegna þess að ég hef ekki skoðað það. Það hefur ekki verið rætt á vegum fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði að draga úr þjónustu grunnskólanna.“ EKKI DREGIÐ ÚR ÞJÓNUSTU ● GRUNNÞJÓNUSTA – LÖGBUNDIN ÞJÓNUSTA Stjórnmálamenn ræða oft um „að standa vörð um grunnþjón- ustu“. Þetta er nýlegt hugtak í ís- lenskri umræðu. Í desember 2009 skilgreindi grunnþjónustu- hópur Velferðarvaktarinnar hug- takið. Þar segir meðal annars: „Þannig er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin þjónusta, í öðru lagi tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu, sem hefð hefur skapast um að einstaklingum og fjölskyldum standi til boða þrátt fyrir að þjón- ustustigið sé ekki lögbundið, en telja verður nauðsynlega þjónustu, og í þriðja lagi ólögbundin þjónusta sem einstaklingar með sérþarfir vegna fötlunar eða heilsubrests þurfa á að halda við athafnir daglegs lífs og til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Í aðdraganda kosninga hafa stjórnmálamenn heyrst tala um grunnþjónustu og lögbundna þjónustu eins og einn og sama hlutinn. Svo er ekki. Við hvetjum fólk til að spyrja hvað við er átt þegar rætt er um grunnþjónustu. Aukið samstarf milli kennara á ýmsum stigum skólakerfisins og möguleikar á mismunandi hraða nemenda gegnum það ætti að tryggja samfellu í skólastarfinu, að mati Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, og Magn- úsar Þorkelssonar, skólameist- ara í Flensborg. „Eitt af stefnumálum Kennara- sambandsins er að auka samfellu í skólastarfi og miðað við breyt- ingar á lögunum sem fóru í gegn í fyrra þá var lagður grunnur að því. Það felur í sér að leikskóla- kennarar geti hugsanlega komið inn í grunnskólann og kennt í sex og sjö ára bekk og kennarar í elstu bekkjum grunnskólans fylgt 10. bekknum sínum inn í framhalds- skólann. Allt með hagsmuni nem- enda að leiðarljósi til að minnka brottfall og bæta árangur,“ segir Ólafur. Hann hefur áhyggjur af þessari þróunarvinnu vegna nið- urskurðar fjármagns til stuðn- ingskennslu og yfirvinnu á sama tíma og skólarnir séu börnun- um athvarf frá Icesaveumræðu og bankabulli. „Það hefur sjald- an verið mikilvægara en nú að krakkarnir finni fyrir öryggi og rótfestu,“ bendir hann á og kveðst skora á sveitarstjórnarmenn að hugsa um skólana og standa vörð um þá. Magnús kveðst líta svo á að nem- endur eigi að geta komist í gegnum skólakerfið án þess að taka marg- ar beygjur og segir framhaldsskól- ana gera sitt besta til bjóða upp á nám fyrir hvern og einn. „Sumir krakkar eiga við námserfiðleika að stríða, aðrir eru eldheitir og koma eins og vel smurð hjól inn í keðj- una hjá okkur. Svo er allt þarna á milli,“ lýsir hann og nefnir sem dæmi að í Flensborg sé starfsbraut fyrir fatlaða nemendur, hægferð- ir og hraðferðir, heimanámsstuðn- ingur, lestrarráðgjöf og alls konar leiðir til að styðja nemendur áfram á sinni braut. Sístækkandi hópur fari gegnum skólann á styttri tíma en áður, aðrir taki sér lengri tíma en séu sómasamlegir og vel und- irbúnir námsmenn þegar þeir fari þaðan. Mikil fagmennska er í grunn- skólakennslunni að mati Magnúsar en krakkarnir viti að þeir fari þar milli ára hvernig sem þeir standi sig og eigi rétt á framhaldsskóla- vist. „Okkur er hins vegar gert að undirbúa nemendur undir háskól- ann eins og hann vill fá þá,“ bend- ir hann á. „Því er fjölbreytt náms- framboð og sveigjanleiki í kerfinu nauðsynlegt.“ Sveigjanleiki nauðsynlegur „Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að krakkarnir finni fyrir öryggi og rótfestu,“ segir Ólafur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sumir eiga við námserfiðleika að stríða, aðrir koma eins og vel smurð hjól inn í keðjuna,“ segir Magnús. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.