Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 26
 19. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● kjóstu með menntun 1. Kennarar vinna að því að mennta nemendur og stuðla að alhliða þroska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun. 2. Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju. 3. Kennurum ber að hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi í skóla- starfi. Þeir eiga að vinna gegn fordómum og mega ekki mismuna nem- endum, til dæmis vegna kyns, þjóðernis eða trúarbragða. 4. Kennarar skulu leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. 5. Kennarar skulu leitast við að vekja með nemendum virðingu fyrir umhverfi sínu og menningarlegum verðmætum. 6. Kennurum ber að viðhalda starfshæfni sinni, auka hana og fylgjast með nýjungum og umbót- um á sviði skólamála. 7. Kennurum ber að hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu áreiðan- legar og réttar. 8. Kennarar skulu virða ákvörðunar- rétt forráðamanna ólögráða nem- enda og hafa ekki samband um málefni nemanda við sérfræðinga utan viðkomandi skóla, nema slíkt sé óhjákvæmilegt til að tryggja vel- ferð og rétt barnsins. 9. Kennurum ber að gæta trúnaðar við nemendur. 10. Kennurum ber að gæta þagmælsku um einkamál nemenda og for- ráðamanna þeirra sem þeir fá vitneskju um í starfi. 11. Kennarar skulu gæta heiðurs og hagsmuna kennarastéttarinnar. 12. Kennurum ber að vinna saman á faglegan hátt, taka þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í skólanum. 13. Kennurum ber að sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Hér eru siðareglur kennara Hvar eru siðareglur stjórnmálamanna? Kennarasamviska er orð sem nær ágætlega að tjá þau áhrif sem siðareglurnar eiga að hafa. Það er til- hneiging til þess í okkar samfélagi, sem einkenn- ist af skriffinnsku og ákveðinni rökhyggju, að líta svo á að siðferði heillar fagstéttar geti að öllu leyti verið fólgið í fáeinum reglum. Þetta er álíka blekk- ing og að halda að hæfileiki okkar til að tala sé fólg- inn í því að geta beitt málfræðireglum. En um leið og við hugsum málið komumst við að því að við getum ekki lært eina einustu málfræðireglu fyrr en við höfum lært að tala. Reglurnar minna okkur á nokkra hluti í þessum miklu stærri veruleika sem er erfitt að fanga algerlega í eitthvert regluverk. Við höfum einhvers konar samvisku, eða tilfinn- ingu fyrir siðferði, og við notum ekki reglur til þess að búa þessa tilfinningu til heldur til þess að gagn- rýna hana, skilja eða leiðrétta. Við komumst ekki í gegnum daginn á siðareglum en ef við erum í vafa um það eftir á að við höfum farið rétt að þá eru siðareglur leið til að ræða það. Svo ég útfæri þetta aðeins nánar, þá eru siða- reglurnar heppileg leið til að ræða um endurbætur á starfinu, tilgang þess og um þau gildi sem við þjónum sem kennarar. Það eru ýmis séreinkenni á siðferði kennarastéttarinnar – af því að við erum kennarar. Siðareglurnar eru leið til þess að byggja upp vitund um þetta og rökræða um það. Að láta sér annt um menntun og þroska fólks, að telja sig skyldugan til að vera umhyggjusamur og hafa áhuga á og hlusta á hvern einstakling er innbyggt í það að vera kennari. Atli Harðarson í Skólavörðunni, tímariti KÍ Heppileg leið til úrbóta Skólinn er ekki bara rútína! Frelsi ● Ímyndunarafl ● Stuðningur Siðareglur henta vel til að ræða um endurbætur á starfinu, tilgang þess og um þau gildi sem kennarar þjóna. Við erum með nemendum. Við erum á móti niðurskurði í menntun. Eflum framtíðina með því að sinna nútímanum. Höldum vel utan um skólann. Berum virðingu fyrir menntun. Gefur þú menntun atkvæði þitt? Fylgstu með því sem frambjóðendur segja um nemendur, skólahald og menntun. Greiddu atkvæði þitt með nemendum. Kennarasamband Íslands. Samvinna ● Skemmtun ● Hugarfarsbreyting Fjölbreytni ● Huggun ● Möguleikar Forvitni ● Gleði ● Áhugi Góðir vinir ● Draumar ● Nám ÆTLAR ÞÚ AÐ SKERA NIÐUR Í SKÓLAMÁLUM OG ÞÁ HVAÐ EF ÞÚ KEMST TIL VALDA? „Það eru engin áform um neinn niður- skurð í skóla- málum í Garðabæ, góð fjárhagsstaða bæjarsjóðs gefur ekki til- efni til þess,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ. „Við munum halda áfram að þróa öflugt og gott skólastarf.“ ÞRÓUM ÁFRAM ÖFLUGT STARF ● SVONA GETIÐ ÞIÐ SKORIÐ NIÐUR ÁN ÞESS AÐ BRJÓTA LÖG Í október 2009 gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út „Leiðbeiningar til sveitarfélaga um forgangsröðun útgjalda á sviði fræðslumála“. Þar er fjall- að um hvar sveitarfélög geta skorið niður í skóla- starfi án þess að brjóta lög. Í Reykjavík hefur til dæmis kennslumagn verið skert nú þegar. Tímum í 2.-4. bekk var fækkað um fimm á viku skólaárið 2009-2010. Þessir tímar voru umfram viðmiðunarstundaskrá og upphaflega hugsað- ir þannig að þeir ættu að stuðla að jöfnuði milli nemenda. Áður en þeim var komið á höfðu skólar boðið upp á heimanámsaðstoð sem foreldrar borguðu sérstaklega fyrir. Með viðbótarstundunum átti að gera öllum börnum kleift að fá aðstoð við heimanám án viðbótarkostnaðar fyrir fjöl- skyldur þeirra. Í sumum skólum voru viðbótarstundir voru nýttar í list- og verkgreinar. „Ekki stendur til að skera niður í skólamálum af okkar hálfu,“ segir Hermann Jón Tómasson, oddviti Sam- fylkingar og bæjarstjóri á Akureyri. „Hins vegar myndum við færa til fjármuni, í kennslu og almenna þjónustu við nemendurna, en við flytjum ekki fjármuni frá þeim.“ NIÐURSKURÐUR EKKI Á DAGSKRÁ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.