Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 42
26 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is 23 DAGAR Í HM FÓTBOLTI Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Fylkir er nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, rétt eins og Keflavík. Þessi tvö lið mætast einmitt á morgun. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er lítið búið af mótinu og við erum með báðar lappir á jörðinni,“ segir Ásgeir Börkur. „En við höfum trú á okkar hæfileikum og að við getum náð langt. Við stefnum alltaf á að sýna það í næsta leik.“ Fylkismönnum var spáð sæti um miðja deild fyrir mótið þrátt fyrir að þeir urðu í þriðja sæti í fyrra. „Okkur er í raun alveg sama um þessa spá. Það eru okkar eigin markmið sem skipta máli. Þetta er líka kannski ekki svo slæmt þar sem hin liðin halda kannski að við séum lélegri en við erum. En ég neita því ekki að þessi spá kveikti aðeins í okkur enda ætlum við okkur að gera betur en í fyrra.“ Hluti ástæðunnar fyrir þessari spá var ef til vill sú staðreynd að Fylkismenn náðu sér ekki vel á strik á undirbúningstímabilinu. „Þetta var mikið púsluspil í vetur þar sem leikmenn voru margir að glíma við meiðsli og svo fram- vegis. Við náðum því aldrei að stilla upp heilu liði. En þetta lag- aðist undir lokin og mér fannst við mjög sterkir í síðustu þremur leikjum okkar í vetur. Við tókum það svo með okkur inn í mótið sjálft.“ Fyrsti leikur Fylkis á tímabil- inu var gegn Selfossi sem Ásgeir Börkur spilaði með í tvö ár, 2007 og 2008. „Selfoss er mjög nálægt hjarta mínu og ég átti frábær- an tíma með liðinu. En ég er með Fylkishjarta og ég er mjög þakk- látur og ánægður með að fá tæki- færi til að spila með mínu liði í efstu deild. Það skiptir máli að vera með hjartað á réttum stað.“ Margir hafa haft það á orði að Ásgeir Börkur sé ekki ólíkur þjálf- ara sínum, Ólafi Þórðarsyni, þegar hann var sjálfur að spila. „Jú, ég hef heyrt af þessu og finnst gaman að heyra þennan samanburð. Hann var bæði atvinnumaður og landsliðs- maður, var mikill nagli sem skoraði mikið af mörkum. Mér þykir því gaman að heyra þetta. En ég þekki hann fyrst og fremst sem þjálfara og sem slíkur er hann í fremsta flokki og auk þess algjör toppmaður.“ Sjálfsagt vita ekki margir að Ásgeir Börkur hætti sem söngvari þungarokksveitarinnar Shogun til að einbeita sér að knattspyrnuferl- inum. „Jú, maður lifir bara einu sinni og verður að gera allt sem manni finnst skemmtilegt. Ég er enn í góðu sambandi við strákana í hljómsveitinni og þeir eru dug- legir að fylgjast með og mæta á völlinn enda vorum við óttaleg- ir „jock-rokkarar“,“ segir hann þó svo að tónlist sveitarinnar sé í harðari kantinum og mætti flokk- ast sem harðkjarnarokk af bestu gerð. Sem fyrr segir er næsti leikur Fylkis suður með sjó en þar sem enn er verið að lagfæra heimavöll Keflvíkinga fer leikurinn fram í Njarðvík. „Við munum gefa allt okkar í leikinn og ég hlakka sjálf- ur mikið til að mæta þessum nögl- um á miðjunni. Það verður ekkert gefið eftir í þeirri baráttu.“ eirikur@frettabladid.is Rokkari með Fylkishjarta Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deild- ar karla að mati Fréttablaðsins. Hann átti góðan leik á miðjunni með Fylki sem vann 3-1 sigur á Stjörnunni á sunnudagskvöldið og trónir á toppi deildarinnar. ÁSGEIR BÖRKUR Átti magnaðan leik gegn Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lið 2. umferðar (4-4-2) Markvörður: Albert Sævarsson, ÍBV Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík Einar Pétursson, Fylki Orri Freyr Hjaltalín, Grindavík Kristinn Jónsson, Breiðabliki Miðvallarleikmenn: Hilmar Geir Eiðsson, Haukum Björn Daníel Sverrisson, FH Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylki Jón Daði Böðvarsson, Selfossi Sóknarmenn: Sævar Þór Gíslason, Selfossi Ívar Björnsson, Fram Danir hafa alltaf komist upp úr riðlakeppninni í sínum þremur úrslitakeppnum HM 1986, 1998 og 2002. Danir töpuðu 1-5 fyrir Spánverjum í 16 liða úrslitum 1986, töpuðu fyrir Brasilíu 2-3 í átta liða úrslitum 1998 og töpuðu 0-3 fyrir Englandi í 16 liða úrslitum 2002. Danir eru ein af fimm þjóðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á HM líkt og þeir gerðu á HM í Mexíkó 1986. Hinar eru Úrúgvæ (1930), Argentína (1930), Tékkóslóvakía (1934) og Portúgal (1966). Markahæsti leikmaður N1-deildar karla í vetur, Bjarni Fritzson, er búinn að klára samning sinn hjá FH. Hann er að skoða sín mál þessa dagana og horfir út fyrir landsteinana. „Mig langar að komast út. Ég er samt ekki kominn með neitt almennilegt í hendurnar. Ég hef fengið óspennandi fyrirspurnir frá Svíþjóð og Noregi. Ég hef engan áhuga á því. Ég hef síðan verið í viðræðum við danska félagið Nordsjælland í nokkurn tíma og finnst það spennandi. Ég hafnaði þessu liði í fyrra. Þetta lið virðist samt ekki eiga mikinn pening og ég veit því ekki hvernig það fer,“ sagði Bjarni sem lék í Frakklandi áður en hann kom í FH. „Ég nenni ekkert að fara út bara til þess að fara út. Ég er búinn að prófa að fara út og nenni því ekki að fara nema ég fái almennilegan samning. Ég var mjög ánægður með tímabilið mitt í vetur og vildi því reyna fyrir mér aftur úti.“ Eins og áður segir er Bjarni samningslaus en hann segir alls ekki sjálfgefið að hann verði áfram í herbúðum FH spili hann á Íslandi næsta vetur. „Ég er ekkert viss um að ég verði áfram hjá FH og það er ekk- ert sjálfgefið að ég verði þar. Ég hef aðeins rætt við þá og svo hafa fleiri félög hér heima haft samband. Ég ætla að bíða og sjá til hvað gerist þegar deildirnar úti klárast. Mér liggur ekkert á að ganga frá mínum málum,“ sagði Bjarni sem útilokar ekki að halda í heimahagana. „Ég gæti allt eins verið á leiðinni í ÍR. Það er vissulega fárán- legt ef markahæsti leikmaður N1-deildarinnar færi í 1. deildina. Mann langar samt að vera heima í ÍR. ÍR-taugin er mjög sterk og manni finnst leiðinlegt að sjá félagið í næstefstu deild. Það er hluti af því af hverju mig langar að fara í ÍR. Við færum beint upp ef ég færi þangað. Þá væri ég að fórna einu ári og það er kannski ekki gott fyrir ferilinn. Við sjáum hvað setur.“ BJARNI FRITZSON HANDBOLTAKAPPI: LANGAR AÐ FARA ÚT EN GÆTI ALLT EINS ENDAÐ MEÐ AÐ SPILA MEÐ ÍR Ekki sjálfgefið að ég spili áfram með FH-ingum F E L L S M Ú L I S K Ú L A G A T A G A R Ð A B Æ R M J Ó D D L E I Ð I N A Ð Í S N U M Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 Fáðu 20% afslát t af nýjum hágæð a dekkjum, í dag! FÓTBOLTI Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í gær og bar helst til tíðinda að Þór/KA vann góðan sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum á Akureyri, 3-1. Þór/KA gerði óvænt jafntefli við Grindavík í fyrstu umferð en náði að svara fyrir sig í gær. Danka Podovac kom Þór/KA yfir en Mateja Zver skoraði hin mörk liðsins. Sara Björk Gunn- arsdóttir skoraði mark Breiða- bliks. Þá vann Stjarnan nauman sigur á Grindavík, 1-0, með marki Ingu Birnu Friðjónsdóttur snemma í leiknum. Önnur úrslit voru eftir bók- inni. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu í 9-0 sigri Vals á nýliðum FH á útivelli en hinir nýliðarnir, Haukar, töpuðu fyrir Fylki á úti- velli, 3-1. Þar skoraði Ruth Þórðar Þórðardóttir tvö marka Fylkis. Að síðustu vann KR lið Aftureld- ingar á heimavelli, 4-1. Valur, KR og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Þór/KA er með fjögur stig og Breiðablik og Fylkir með þrjú stig hvort. Grinda- vík er með eitt stig en Afturelding, Haukar og FH eru enn stigalaus. - esá Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi: Þór/KA lagði Blika fyrir norðan MEÐ FULLT HÚS STIGA Stjarnan vann nauman 1-0 sigur á Grindavík í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N T O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.