Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 2
2 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Brynhildur, er þetta samstarf í mótun? „Já, en alls ekki á brothættu stigi.“ Nemendum í mótun, leir og tengdu efni við Myndlistaskólann í Reykjavík hefur boðist samstarf við þýsku postulínsverk- smiðjuna Kahla. Brynhildur Pálsdóttir kennir við Myndlistaskólann. SLYS „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldr- ar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákon- arson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánu- dagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rann- sóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugar- daginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leik- tæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuð- borgarsvæðinu. Hún hefur jafn- framt verið fulltrúum frá versl- uninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynleg- ar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náð- ist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Ég man ekki up pskrifti na en ég m an í hv erju ég var þegar é g eldað i LÖGREGLUMÁL Piltur um tvítugt hefur lagt fram kæru um nauðg- un. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kærði maður- inn misneytinguna af hendi sér eldri karlmanns til lögreglu eftir helgina. Fáeinar vikur munu liðnar frá því að hin meinta nauðgun átti sér stað. Eftir því sem næst verður komist bauð karlmaður- inn, sem nú hefur verið kærður, piltinum í samkvæmi heim til sín á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þangað var komið var enginn þar fyrir nema húsráð- andi. Áfengi var haft um hönd og sofnaði pilturinn. Hann vakn- aði síðan við að maðurinn var að misnota hann. Pilturinn fór nokkru síðar á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis á Land- spítalanum og kærði í kjölfarið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. - jss Plataður í heimahús: Piltur kærir nauðgun AÞENA, AP Grikkir fengu í gær fyrsta hluta fjárhagsaðstoð- ar frá Evrópusambandinu. Alls voru þeim afhentir 14,5 milljarð- ar evra. Hluti þeirrar upphæð- ar, níu milljónir evra, fara til afborgana lána sem eru á gjald- daga í dag. Alls munu Grikkir fá 110 millj- arða í aðstoð frá Evrópusam- bandinu og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Fyrsta greiðslan frá sjóðnum barst í síðustu viku, 5,5 milljarðar evra. Skilyrði fyrir lánunum voru sársaukafullar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum: niðurskurður, launalækkanir og skattahækk- anir. Mikill órói hefur verið í landinu vegna þessa og oft soðið upp úr. - kóp Evrópusambandið borgar: Fyrsti hluti að- stoðar afhentur ÍSRAEL, AFP Tónlistarmaðurinn Elvis Costello hefur aflýst tveim- ur tónleikum í Ísrael í mótmæla- skyni við framferði Ísraela í garð Palestínumanna. Vísar Costello til „hótana“ og „niðurlægingartil- burða“ Ísraela. Fleiri tónlistarmenn hafa aflýst viðburðum í Ísrael af sömu sökum, þar á meðal Carlos Santana og Gil Scott-Heron. Sum samtök sem styðja málstað Palestínu mælast til þess að fræði- menn og listafólk sniðgangi Ísrael. - óká Hættur við tónleika: Elvis Costello þrýstir á Ísrael PÓLLAND, AP Flóðin í Evrópu hafa kostað að minnsta kosti fimm manns lífið í Póllandi. Í gær þurfti að loka aðgangi að útrým- ingarbúðunum Auschwitz-Birken- au svo hægt verði að verja skjöl og muni þar. Flóðin hófust í Mið-Evrópuríkj- um í kjölfar mikilla rigninga um síðustu helgi en hafa nú einnig borist til Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín, þar af um tvö þúsund í Póllandi. Rafmagn hefur farið af á stórum svæðum og lestarsamgöngur hafa sums staðar legið niðri. - gb Flóð víða í Evrópu: Auschwitz lok- að vegna flóða BRUSSEL, AP Efnahagsráðherrar Evrópusambands- ríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. Samþykktin þykir sýna eindreginn áhuga Evrópu sambandsríkjanna á því að setja frekari hömlur á fjármálaviðskipti til að koma í veg fyrir að áhættuviðskipti leiði af sér efnahagshrun á borð við það sem varð haustið 2008. Reglurnar gera framkvæmdastjórum vogunar- og fjárfestingasjóða að skrá sig hjá eftirlitsstofn- unum og veita upplýsingar um viðskipti sín. Einnig verður þeim gert að leggja til hliðar fé til að verj- ast áföllum, með svipuðum hætti og bönkum er gert að gera. Einnig verður þeim ekki sjálfkrafa heimilt að stunda viðskipti utan Evrópusambandsins. Þetta ákvæði eiga Bandaríkjamenn erfitt með að sætta sig við, og hefur Timothy Geithner, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, meðal annars sagt hættu á því að bandarískir sjóðir verði útilokaðir frá Evrópusambandinu. Endanleg afgreiðsla nýju reglnanna verður þó ekki fyrr en í júlí, en fram að þeim tíma þurfa aðildarríkin að samræma þær reglur sem ráðherraráðið samþykkti í gær og sambærilegar reglur sem Evrópuþingið hefur samþykkt. - gb Evrópusambandsríkin koma sér saman um hert eftirlit með vogunarsjóðum: Dregið verði úr áhættunni WOLFGANG SCHÄUBLE Fjármálaráðherra Þýskalands svarar spurningum fréttamanna að loknum fundinum í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Aukning varð á ávísun á rítalín í marsmánuði síð- astliðnum miðað við mánuðina þar á undan. Hún virðist einkum bund- in við stúlkur og ungar konur á aldrinum tíu til tuttugu ára. Rítal- ín er einkum gefið við athyglis- bresti og hegðunarvandamálum. Þetta segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Landlæknisemb- ættinu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði við Frétta- blaðið í gær að ávísun á rítalín virð- ist vera komin úr böndunum. Hann sagði upplýsingar liggja fyrir um hversu margir noti rítalín með öðrum örvandi efnum eða eitt og sér og sagðist hafa gert landlæknisemb- ættinu viðvart um þessa stöðu. Kristján segir almennt aukna notkun á rítalíni hjá konum en eink- um þó í ofangreindum aldurshópi. „Við vitum ekki hver ástæðan er né hvort þetta er einungis bundið við marsmánuð. Það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Kristján. „Það er of snemmt að segja til um hvort um er að ræða misnotkun á lyfinu eða hvort þarna er á ferðinni aukin þörf.“ Kristján segir engar breytingar sjáanlegar á ávísunum lækna. Emb- ættið muni fylgjast með þessu máli. - jss Aukin notkun stúlkna og ungra kvenna á lyfi gegn athyglisbresti: Ávísun á rítalín hefur aukist STJÓRNMÁL Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir óásættanlegt að niðurskurður í velferðarkerfinu leiði til uppsagna og hefur komið á framfæri alvar- legum athugasemdum við forystu ríkisstjórnarinnar og Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra. „Ef menn eru ekki búnir til að taka hraustlega til í ríkiskerfinu, sameina ráðuneyti og stofnanir og spara yfirstjórn þá eru störf í hættu,“ segir Árni Páll og leggur áherslu á að taka þurfi verulega til og forgangsraða í ríkisrekstr- inum. „Þetta er rétti tíminn til að stokka upp,“ segir hann. - jab Niðurskurður í velferðarkerfi: Rétti tíminn til að stokka upp ÁRNI PÁLL Menn verða að vera tilbúnir til að taka hraustlega til í ríkiskerfinu, segir félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÍTALÍN Landlæknisembættið mun fylgj- ast með þróun á notkun rítalíns. „Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ Hákon Hákonarson, afi drengsins sem lést eftir slys í leiktæki um helgina, spyr hvernig standi á því að sala tækja sem geta valdið slíkum skaða sé leyfileg. Hann stígur fram í minningu drengsins og til að vara fólk við lúmskri hættu. LEIKTÆKI SÖMU TEGUNDAR Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugar- daginn. HÁKON HÁKONARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.