Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 8
8 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR KJÓSUM MEIRI KRAFT OG ÖRUGGA ATVINNU Vekjum Reykjavík! Kynntu þér markvissa aðgerðaráætlun gegn atvinnuleysinu á xsreykjavik.is NÝTT Ný kynslóð af liðvernd Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúruleg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúlegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. Gel Perlur Plástur Almennt um liðverki Vandamál í liðum skapast með áreynslu á liðina sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar beinin í liðnum. Hýalúrónsýran virkar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikan. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af Hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnkandi og er í kjölfarið ekki eins áhrifaríkur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leiðir til þess að flísast getur úr beinunum. Fæst í apótekum Kynntu þér málið á regenovex.is og fáðu sent frítt sýnishorn Einstök samsetning Regenovex unað ekki sársauka A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… SKÓLAR Stéttarfélög grunnskóla- kennara, leikskólakennara og tónlistarkennara í grunnskól- um sveitarfélaganna hafa vísað ti l ríkissáttasemjara deilu sinni við launanefnd sveitar- félaga um efndir á ákvæðum stöðugleikasáttmálans. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að við gerð stöðugleikasáttmálans hafi kennarar fallist á að félagsmenn fengju nánast engar kjarabæt- ur fram til nóvember á þessu ári; samið hafi verið um að eingöngu taxtar undir 210.000 krónur yrðu hækkaðir. Allir taxtar kennara eru yfir þeim mörkum. Staðan breyttist hins vegar, segir Ólafur, þegar ríkið sjálft samdi við sína starfsmenn, þar á meðal framhaldsskólakennara, um hækkanir á töxtum upp að 310.000 krónum. Með því hafi forsendum verið kippt undan samkomulagi kennara við sveitarfélögin enda sé nokkur fjöldi kennara undir 310.000 króna föstum mánaðar- launum. Þeir verði ekki látnir sitja eftir. Kennarar í leikskólum og tónlist- arskólum hafa einnig vísað sínum samningum til ríkissáttasemjara af sömu ástæðum. Marta Dögg Sigurðardóttir, for- maður Félags leikskólakennara, segir að um helmingur félags- manna sé á töxtum sem eru undir 310.000 króna mörkunum. Þessi hópur fái því ekkert nema leið- rétting verði gerð. Leikskóla- kennarar telja að það mundi kosta sveitarfélögin innan við 1 prósent í aukinn launakostnað að tryggja þeim sömu hækkanir og aðrir aðilar stöðugleikasáttmálans hafa fengið. Inga Rún Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri launanefndar sveit- arfélaga, segir að sveitarfélögin hafi lagt áherslu á að fylgja stöð- ugleikasáttmálanum í samningum við sína starfsmenn. Því sé málið nú á borði ríkissáttasemjara. Næsti fundur er boðaður á föstu- dag. - pg Kennarar vilja að lægstu laun hækki: Kennaradeilur hjá ríkissáttasemjara SKÓLAR Í stöðugleikasáttmálanum var samið um að taxtalaun yfir 210.000 krónum á mánuði yrðu ekkert hækkuð fyrr en eftir 1. nóvember. Ríkið hefur engu að síður gert samninga við eigin starfsmenn um hækkanir upp að 310.000 krónum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Sjö voru hand- teknir eftir hópslagsmál í Kóra- hverfi í Kópavogi síðdegis í gær. Tveir mannanna voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild vegna áverka sem þeir hlutu í slagsmál- unum. Annar mannanna var flutt- ur í fangageymslur eftir skoðun en hinn var lagður inn vegna slæmra höfuðáverka. Eftir því sem næst verður kom- ist hófust deilurnar í Hafnarfirði en enduðu í blóðugum átökum fyrir utan fjögurra hæða fjölbýl- ishús við Tröllakór. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem um einhvers konar uppgjör við einn íbúa í fjölbýlishúsinu hafi verið að ræða, líklega vegna skulda. Vopnum var beitt í átök- unum, meðal annars hafnabolta- kylfu og öxi. „Þeir voru fimm í annarlegu ástandi, hoppandi og gargandi með hafnaboltakylfur og öxi og létu kylfurnar dynja á tveimur mönnum og pallbíl. Annar þeirra var í mótorhjólagalla með hjálm. Hann fékk öxina í höfuðið og virt- ist illa leikinn,“ sagði einn sjónar- votta í samtali við Fréttablaðið. Mennirnir eru allir íslenskir, á þrítugs- fertugs- og fimmtugs- aldri, og hafa samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins allir komið við sögu lögreglu áður. Sex þeirra var haldið í fangaklefa í nótt og til stóð að yfirheyra þá í morgunsárið. Fjórir lögreglubílar voru send- ir á vettvang átakanna í gær og tveir sjúkrabílar. Að loknum handtökunum var gerð húsleit í íbúðinni og fundust þar á þriðja hundrað kannabis- plantna í ræktun. Nær eingöngu fjölskyldufólk býr í hverfinu og varð íbúum þess mjög brugðið í gær. Einn sjónar- votta sagðist í samtali við Frétta- blaðið hafa talið einn þeirra sem stóð í átökunum vera látinn. Hann hafi legið á grúfu á götunni. Bæði börn á leikskóla- og grunnskólaaldri urðu vitni að átökunum. Íbúar í nærliggjandi húsum segja mikinn umgang hafa verið við íbúðina þar sem kannabis- plönturnar fundust. Fólk hafi komið þar kvölds og morgna, jafnt á virkum dögum sem um helgar. Að sögn sjónarvotta, líktist það helst vaxtaræktar- tröllum og passa engan veginn inn í samfélagið þar. Íbúa hafi grunað að þar væri ekki allt með felldu. - sh, jab Börn horfðu upp á blóðug hópslagsmál Sjö voru handteknir eftir blóðugt uppgjör í fjölskylduvænu hverfi í Kórunum í Kópavogi. Sjónarvottar hafa lengi grunað einn hinna handteknu um vörslu ólöglegra efna. Miður að svona geti gerst í barnmörgu hverfi, segja íbúar. HANDTÖKUR Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fjóra bíla til að yfirbuga menn- ina. Tveir þeirra voru fluttir á slysadeild og þurfti að leggja annan þeirra inn vegna slæmra höfuðáverka. Þeir voru fimm í annarlegu ástandi, hoppandi og gargandi með hafnaboltakylfur og öxi og létu kylfurnar dynja á tveimur mönnum og pallbíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.