Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 24
 19. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● kjóstu með menntun ● BESTA LEIÐIN ÚT ÚR KREPPUNNI Ef grannt er skoðað kemur í ljós að ríkisstjórnin ætlar að auka framkvæmdir í samgöngum og bygg- ingu orku- og álvera um leið og þjónusta sveitar- félaga verður skorin niður, þar á meðal í skólum. Á sama tíma benda ýmsir fræðimenn á að aukin áhersla á menntun og rannsóknir sé í raun besta leiðin út úr kreppunni og vísa þá til viðbragða Finna og Svía við fyrri bankakreppu. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson í Skólavörðunni, tímariti KÍ. Skapandi skólastarf er alltum- lykjandi hugtak í menntakerfi samtímans. „Frá vöggu til grafar er mennt- un líklega það sem hefur mest áhrif á hvernig okkur tekst að byggja líf- vænlegt og skilvirkt samfélag,“ segir Sigrún Grendal, formað- ur Félags tónlistarskólakennara. „Það skiptir máli að stuðla að al- hliða persónuþroska einstaklinga í stað hefðbundinna áherslna á þekk- ingu og miðlun þekkingar. Ein besta leiðin til þess er í gegnum listir og skapandi starf.“ Skapandi skólastarf á að vera alltumlykjandi hugtak og mark- mið í skólastarfi að mati Sigrún- ar. „Anne Bamford, sem tók nýver- ið út listmenntun á Íslandi, hefur sýnt fram á að góð kennsla í skap- andi greinum skilar sér í aukinni skapandi hugsun í öðrum fögum og að þar sem listum og menningu er gert hátt undir höfði í menntakerfi þjóða, eru gæði almennrar mennt- unar mest. Í rannsóknum hennar kemur líka fram að gæðin eru mest þar sem tekst að virkja sérþekk- ingu úti í samfélaginu til stuðnings almennu skólakerfi. Á ráðstefnum úti í heimi er rætt um að þróa og bæta menntakerfi þjóða, ekki sé lengur hægt að halda áfram á sömu braut heldur þurfi að líta til nýrra viðmiða: sköpunargáfu og menningar. Skýrsla sem unnin var fyrir menningar-, vísinda- og menntanefnd Evrópuráðsþingsins undirstrikar þetta enn frekar en þar kemur meðal annars fram að við þurfum ekki fólk sem hugsar í beinum línum. Við þurfum fólk sem getur séð heildarsamhengi og búið til óhefðbundnar tengingar.“ Sigrún segir að hallað hafi undan fæti hjá list- og verkgreinum og þjónusta minnkað. „Ég þykist þó viss um að við munum forgangsraða með skapandi skólastarf að leiðar- ljósi. Mikil áhersla á bóknám fram yfir nám þar sem tilfinningar koma meira við sögu hefur opnað gjá milli vitræns- og tilfinningalegs þroska. Antonio Damasio heldur því fram að þetta eigi þátt í hrakandi siðferði og einnig að listfræðsla stuðli að til- finningalegri virkni og betra jafn- vægi milli vitræns og tilfinninga- legs þroska.“ Hlutverk stjórnmálamanna er mikilvægt að mati Sigrúnar í fram- þróun skólastarfs og þar með sam- félagsins „Sem aldrei fyrr þurfum við á hugsjónafólki að halda sem sér heildstætt samhengi hluta og beit- ir faglegum vinnubrögðum við að móta framsýnt samfélag þar sem menntun er í hásæti. Við menntum nú þegar kennara sem hafa gríðar- lega mikilvægu samfélagshlutverki að gegna – en e.t.v. ættum við einn- ig að beina sjónum okkar að öðrum lykilhlutverkum í þjóðfélaginu og ræða menntun foreldra og stjórn- málamanna.“ Sigrún Grendal, formaður Félags tónlist- arskólakennara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brýnt er að horfa til framtíðar menntunar og nýsköpunar í leikskólum landsins. „Til að góð listfræðsla dafni í skól- um þarf hugmyndaríka, ástríðufulla og duglega kennara. Það er niður- staða viðamikillar úttektar ástr- alska prófessorsins Anne Bamford frá Listaháskólanum í Lundúnum, á menningar- og listakennslu á Ís- landi,“ segir Soffía Þorsteinsdóttir, formaður Faghóps listgreinakenn- ara í leikskólum. Í úttektinni var horft til fram- boðs formlegrar og óformlegrar list- og menningarfræðslu, ásamt fram- kvæmd skólastarfs, aðgengi í námi, kennaramenntun og möguleika kennara og listamanna á endur- og símenntun. „Þá kom fram að fjölga þyrfti viðurkenndum námsleiðum fyrir starfandi listamenn og kennara í skólum. Of litlum tíma væri varið í listir og menningu í kennaramennt- un og margir nemendur lykju kenn- aranámi án þess að öðlast nægilega færni og þekkingu til að ná árangri í listgreinakennslu. Einnig kom fram að vönduð listfræðsla hefur djúp- stæð áhrif á börn, umhverfi náms og kennslu, sem og samfélagið, en áhrifin voru aðeins greinileg þar sem vandað starf og skipulag var til staðar.“ Að sögn Soffíu hefur gróskumikið fagstarf vaxið ört í íslenskum leik- skólum á undanförnum árum í takt við metnaðarfull þróunarstörf. „En ef efla á starf leikskólanna þarf að styrkja nám sem hvetur til skapandi hugsunar og nýsköpunar fremur en að draga úr því. Á samdráttartímum hefur þurft að spara í skólakerfinu og þá oftar en ekki verið vegið að list- og verkgreinum,“ segir Soffía og bendir á nýlega samþykkta stöðu sérgreinastjóra innan leikskólanna sem var fyrst látin falla niður þegar kreppan svarf að með tilheyrandi niðurskurði. „Helstu rök fyrir stöðu sér- greinastjóra voru að leikskólar hafa ólíkar áherslur í starfi sem kalla á meiri sérhæfingu. Leikskól- ar þurfa að takast á við fjölbreytt- ara samfélag og með sérgreina- stjóra verður leikskólastarf mark- vissara og í því gefst kostur á þróun og dýpkun námsþátta sem starfið byggir á. Hlutverk sérgreinastjóra er skipulagning og umsjón með sér- stökum áherslum í starfinu sem tengjast markmiðum í skólanáms- skrá leikskóla; þar með talið listum og vísindum.“ Soffía segir fjölda rannsókna sýna að mótun barna sé mest á leik- skólaaldrinum og því skipti miklu að þar sé vandað til verka. „Svo leikskólabörn fái sem mest úr list- og vísindanámi þarf námið að fara fram innan veggja leikskól- ans og kennarar að hafa góða þver- faglega menntun og skilning á fjöl- þættari fræðasviðum. Hinn al- menni leikskólakennari þarfnast betri grunnmenntunar á sviði lista, nýsköpunar og vísinda, og mögu- leika á viðbótarnámi í þeim grein- um. Þá þarf að auka starfsval leik- skóla til að gera starfið enn eftir- sóknarverðara og markvissara. Sé horft til framtíðar í menntun og nýsköpun, ásamt eflingu íslensks skólastarfs í samkeppni við önnur lönd, þarf að leggja grunn að því sem koma skal og standa vörð um starf leikskólanna.“ Listnám barna mikilvægt Soffía með listelskum börnum með forvitnileg hljóðfæri á leikskólanum Sæborg í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem Soffía er leikskólastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kjóstu með menntun ÆTLAR ÞÚ AÐ SKERA NIÐUR Í SKÓLAMÁLUM OG ÞÁ HVAÐ EF ÞÚ KEMST TIL VALDA? „Við höfum ekk- ert sérstaklega á stefnuskránni okkar hjá Sjálf- stæðisflokknum að skera niður í skólamálum,“ segir Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í Mosfellsbæ. „Við ætlum okkur að standa vörð um þau eins og við lífsins mögulega getum.“ Haraldur segir fjárhag Mosfells- bæjar nokkuð góðan. „Við höfum farið í ákveðnar hagræðingaraðgerðir að undanförnu og vonumst til þess að þær dugi,“ upplýsir Haraldur og bætir við að sjálfstæðismenn hafi ekki frekari hagræðingu á stefnuskránni. „Það er búið að gera fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og hún lítur vel út. Það lítur ekki út fyrir annað en hún stand- ist. Við reynum að fara vel með fé.“ STANDA VÖRÐ UM SKÓLAMÁLIN „Rekstur sveitar- félaganna er erfiður og rekstur grunnskólanna vegur þar þungt,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, sem skipar fyrta sæti á framboðslista Samfylkingar í Kópavogi. Hún telur nið- urskurð í skólamálum óhjákvæmilegan á komandi kjörtímabili en fara verði var- lega í sakirnar. „Við munum leitast við að hagræða svo það komi ekki niður á námi barna. Okkur líst illa á hugmyndir um fækkun kennslustunda en endurskoða má úthlutunarfjármagn til grunnskóla og breyta úthlutunaraðferðum til að nýta betur fjármuni. Tækifæri til hag- ræðingar gætu legið í rekstri mötuneyta skólastofnana.“ Hún segir mikilvægt að vinna niðurskurð í samvinnu við fagfólk og stjórnendur skólanna. SAMRÁÐ HAFT VIÐ FAGFÓLK ● EKKI HÆGT AÐ SKERA NIÐUR Í SKÓLA- KERFINU EINS OG Í ANNARRI STARFSEMI Kennarasamband Íslands varar við þeirri hugmynd að alveg eins sé hægt að skera niður í skólakerfinu og í annarri starf- semi. Skólinn er vinnustað- ur og griðastaður barna okkar. Þegar foreldrar missa vinn- una, búa við skertar atvinnutekjur eða ráða ekki lengur við að eiga eða leigja viðunandi húsnæði versnar hagur barna og unglinga. Getur skól- inn haldið áfram að vera að vera öruggur samastaður barna og ung- menna og bakhjarl fjölskyldna með færri kennurum, verri starfsskilyrðum nemenda og kennara, styttri árlegum starfstíma, færri valkostum í námi og skertri stoðþjónustu? KÍ skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að taka höndum saman um að verja skólastarf og menntun í landinu og mun ekki skorast undan því að leggja þar til krafta sína og þekkingu. Elna Katrín Jónsdóttir í Skólavörðunni, tímariti KÍ. „Það er þannig að fjárhags- leg staða Vest- mannaeyjabæj- ar er mjög góð. Áhersla núverandi meirihluta er að nýta þá fjármuni í framkvæmd- ir. Ef við fáum einhverju um það ráðið eftir kosningar munum við tryggja að fjármunir bæjarins verðir áfram nýtt- ir til frekari uppbyggingar og eflingar í skólakerfinu,“ segir Sigurður E. Vil- helmsson, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins í Vestmannaeyjum. „Þannig viljum við meðal annars efla samstarf milli skólastiga og auka hlut foreldra í mótun skólastarfsins,“ bætir hann við. AUKIÐ SAMSTARF MILLI SKÓLASTIGA Útgefandi: Kennarasamband Íslands l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristín Elfa Guðna- dóttir l Heimilisfang: Laufásvegi 81, 101 Reykjavík l Vefsíða: www.ki.is l Sími: 595 1111

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.