Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 38
22 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Robert Pattin- son, sem þekkt- astur er fyrir að leika vamp- íruna Edward Cullen, hefur sýnt áhuga á að leika í vænt- anlegri kvik- mynd sem gerð verður eftir metsölubók- inni Kill Your Friends. Persónan sem Pattinson hyggst leika er ekki ósvipuð þeirri sem Christi- an Bale lék í kvikmyndinni American Pshyco. „Robert er mikill aðdáandi bókarinnar og vill endilega taka þátt í verkefninu. Þetta er mjög myrk persóna sem hann vill leika og mun eflaust ekki höfða til ungra aðdáenda hans,“ var haft eftir heimildarmanni. Ekki meiri Edward ROBERT PATTINSON > GLÆSILEGT BRÚÐKAUP Gamanleikarinn David Walliams úr þáttun- um Little Britain kvæntist hollensku fyrirsæt- unni Lara Stone í London á sunnudag. Svara- maður við athöfnina, sem þótti hin glæsilegasta, var Matt Lucas, hinn helmingur Little Britain. Walliams, sem er 38 ára, og hin 26 ára Stone trúlofuðu sig í janúar síðastliðnum. Leikarinn hafði áður verið orðað- ur við sjónvarpskonuna Lisu Snow- den og kryddpíuna Geri Halliwell. Eyjafjallajökull heldur áfram að hrella stórstjörn- ur enda hefur askan frá eld- gosinu sett flugsamgöngur úr skorðum undanfarna daga. Lindsay Lohan gæti verið í vondum málum. Svo gæti farið að askan frá Eyja- fjallajökli ætti eftir að senda bandaríska vandræðagemling- inn Lindsay Lohan í fangelsi. Frá þessu er greint á vefsíðunni tmz. com. Lindsay er nú stödd á kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem hún er að kynna ævisögulega kvikmynd klámmyndaleik- konunnar Lindu Lovelace en hún varð heimsfræg fyrir leik sinn í Deep Throat. Leikkonan á hins vegar að mæta í réttarsal á fimmtudag- inn en ekki er víst með flug frá Cannes til Kalíforníu og því hugsanlegt að Lohan komist alls ekki heim. Samkvæmt TMZ. com gæti þetta þýtt að Lindsay yrði sett bak við lás og slá í stuttan tíma enda virðist þolinmæði dóm- stóla á þrotum gagnvart gömlu barnastjörnunni sem, samkvæmt TMZ.com, hefur ekki haft fyrir því að mæta á fundi AA-samtakanna eins og hún var dæmd til að gera fyrir ekki margt löngu. Lögfræðingar Lohan hafa hins vegar vísað þeim ásökunum á bug og segja hana hafa mætt á tíu af þrettán fundum, nú síðast á föstudaginn. Lindsay er hins vegar himin- lifandi yfir að hafa landað hlut- verki Lindu og vonast til að mynd- in blási nýju lífi í leikferilinn sem hefur vægast sagt legið niður á við með tilheyrandi áfengis-og eiturlyfjaneyslu eins og heim- spressan hefur fjallað ítarlega um. Orðrómur hefur verið á kreiki um Bill Pullman leiki sjálfan Hugh Hefner í áður- nefndri mynd. Lindsay er ekki eina glamúrdrottningin sem varð fyrir barðinu á ösk- unni því brjóstabomban Kim Kardashian varð að láta sér nægja að horfa á Formúlu eitt-kappakstur- inn í sjónvarpi því hún komst ekki flugleiðina til furstarík- isins. Verra þótt henni hins vegar, ef marka má twitter-síðuna, að fegrunarliðið hennar, sem sam- anstendur af hár- greiðslumanni, stílista og förðun- armeistara, skyldi komast þangað en þau komast hins vegar ekki aftur heim. freyrgigja@frettabladid.is Askan sendir Lindsay í steininn FÓRNARLAMB ÖSKUNNAR Askan frá Eyjafjallajökli gæti reynst Lindsay Lohan dýr því hún á það á hættu að lenda í fangelsi ef henni tekst ekki að komast til Bandaríkjanna frá Cannes í tæka tíð. Leikstjórinn Oliver Stone segir það sér að þakka að leikkonan Carey Mulligan og leik- arinn Shia LaBeouf hafi byrjað saman, en þau kynntust við tökur á kvik- myndinni Wall Street: Money Never Sleeps. „Maður sá neistann á milli þeirra strax. Þau voru mjög fag- mannleg á tökustað, en það var ekki um að villast að þau voru afskaplega hrifin af hvort öðru. Ég var mjög ánægður þegar ég áttaði mig á því að þau voru orðin par, það gerði ástarsenurn- ar á milli þeirra aðeins enn betri. Það var augljóst að þau þurftu ekki að kafa djúpt til að finna neistann,“ sagði leikstjórinn um hið unga par. Neistarnir flugu KOMINN MEÐ KÆRUSTU Transformers-leikarinn Shia LaBeouf er farinn að hitta mótleikkonu sína, Carey Mulligan. NORDICPHOTOS/GETTY Skoski leikarinn Ewan McGregor hefur ákveðið að fara með aðal- hlutverkið í nýrri mynd um Don Kíkóta. Leikstjóri verður Terry Gilliam. Johnny Depp ætlaði upphaflega að leika í myndinni en hætti við fyrr á þessu ári og ætlar þess í stað að leika í fjórðu Pirates of the Caribbean-mynd- inni. „Ewan hefur bætt sig mikið á undanförnum árum. Hann hefur gott skopskyn og er yndis- legur leikari. Hann er skemmti- lega strákslegur og getur verið mjög heillandi,“ sagði Gilliam um McGregor. McGregor í Don Kíkóta KOMUM VINNUFÚSUM HÖNDUM TIL STARFA. KJÓSUM SAMFYLKINGUNA! Vekjum Reykjavík! Atvinnulausir Reykvíkingar hafa aldrei verið fl eiri. Samfylking- in sættir sig ekki við það. Borgin þarf að vakna, taka forystu og beita öllu afl i til að minnka atvinnuleysið og fl ýta endurreisninni. Samfylkingin vill markvissar aðgerðir atvinnumálum. 1. Átak í nýsköpun og nýtingu á tómu húsnæði 2. Endurnýjun í eldri hverfum og efl ing innviða 3. Samstillt vaxtarátak á öllu höfuðborgarsvæðinu 4. Tvöföldun viðhalds og auknar verklegar framkvæmdir 5. Vaxtarátak í græna geiranum Við verðum líka að hlúa að atvinnuleitendum og veita þeim öryggi. Annars getur atvinnuleysið valdið miklu andlegu tjóni! KJÓSUM MEIRI KRAFT OG ÖRUGGA ATVINNU Kynntu þér aðgerðaráætlun okkar á xsreykjavik.is Íbúafundur um málefni miðborgarinnar Fimmtudaginn 20. maí nk. verður haldinn íbúafundur klukkan 17.00 í Tjarnarsal Ráðhúsi Reykjavíkur. Stýrihópur vegna reglna um staðsetningu og afgreiðslutíma vínveitinga- staða boðar til fundarins með íbúum miðborgarinnar. Dagskrá • Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, fl ytur stutt ávarp. • Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fl ytur stutt ávarp. • Magnús Skúlason, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, fl ytur stutt ávarp. • Að loknum ávörpum munu fundarmenn ræða leiðir til að bæta ástandið í miðbænum. Notað verður svokallað „Air Opera“ fundarform. SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.