Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 1 dl kaffi 4 dl vatn 30 ml Kahlua-líkjör smá rjómi, léttþeyttur tsk. amarettosíróp eða amaretto tsk. kaffikorgur Blandið kaffi og vatni saman í skál eða krukku og látið standa í ísskáp í þrjár klukku- stundir minnst, helst yfir nótt. Síið kaffi vel með því að hella því fyrst yfir gróft sigti og síðan yfir kaffifilter. Takið þá 30 ml af kaffiþykkninu og 30 ml af Kahlua og hellið saman í glas. Setjið amarettosírópið og kaffikorginn út í rjómann og hrærið vel saman við. Hellið rjómanum yfir kaffið og berið fram. Pálmar Þór hefur starfað sem kaffibarþjónn í þrjú ár en strax á fyrsta ári í starfi hampaði hann titlinum Íslandsmeistari kaffibar- þjóna. Þann titil hefur hann unnið tvisvar en í ár varð hann Íslands- meistari í mjólkurlist eða latte-art eins og það er jafnan nefnt erlend- is. Heimsmeistaramótið í mjólk- urlist fer fram í London þar sem jafnframt er keppt í fimm aðal- greinum kaffilistar. „Þessi grein, mjólkurlistin, er allt öðruvísi en keppnirnar sem ég hef áður tekið þátt í. Allt snýst um yfirborð kaffibollans, skraut- mynstrið í mjólkinni. Fyrst þarf að skila inn ljósmyndum af mynstr- unum sem maður ætlar að gera í keppninni og útkoman þarf svo að vera nákvæmlega eins og á mynd- unum,“ segir Pálmar. Á átta mínútum á Pálmar að framleiða tvo macchiato, tvo drykki með frjálsri aðferð og svo má velja á milli að útbúa annað- hvort tvo cappuccino eða latté. „Ég skila sem sagt inn mynd af þrem- ur settum drykkja og undirbúning- urinn snýst um að negla mynstrin sem maður ætlar að nota í hvert sett og svo auðvitað að laga fullt af kaffi með fullt af mjólk. Aftur og aftur til að ná mynstrunum full- komnum. Mynstrin eru svo mikil- væg að allt skraut utan yfirborðs- ins á bollanum er ekki dæmt og maður er dreginn niður fyrir að reyna að skreyta aukalega með blómi eða dúk.“ Í frjálsu aðferðinni má nota sósur og prik til að gera mynstr- in en annars eru engin hjálpartæki leyfð. „Ef ég fer umfram átta mín- útur er ég dreginn niður þannig að þetta snýst einnig um að vera snöggur og svo fagmannlegur. Þannig er dæmt hversu þjónustu- lundaður maður er meðan maður útbýr drykkina.“ juliam@frettabladid.is Allt snýst um mynstrið Pálmar Þór Hlöðversson kaffibarþjónn er Íslandsmeistari í mjólkurlist og keppir því fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakepnni mjólkurlistar í júní. Undirbúningurinn felst í því að laga óteljandi bolla af kaffi. Pálmi Þór Hlöðversson, Íslandsmeistari í mjólkurlist, búinn að útbúa blómamynstur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN KALDUR SUMARKOKTEILL Kaffibarþjónasamtök Íslands halda Íslandsmót í ibrik-uppá- hellingu í Kaffismiðjunni á laugardaginn klukkan 20. „Ibrik eða deigla er áhald sem notað er í Grikklandi, Tyrklandi og fleiri löndum til að hella upp á kaffi,“ útskýrir Sonja Björk Grant, formaður Kaffibarþjónafélags Íslands sem stendur fyrir ævin- týralegri kaffi- keppni á laug- ardagskvöldið í Kaffismiðjunni. „ Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í ibrik hér á landi,“ seg i r S onja og lýsir fyrir- komulaginu. „Mynduð verð- ur ævintýraleg stemning í anda 1001 nætur. Dómarar sitja á púðum á gólfinu og keppendur geta verið tveir saman. Sér þá annar um að útbúa drykkinn meðan hinn getur dansað, sungið, farið með ljóð eða sögu,“ segir hún glaðlega. Hún er beðin um að lýsa munin- um á ibrik-kaffi og venjulegu kaffi. „Fínmöluðu kaffi, vatni, sykri og kryddi er blandað saman í deiglu sem er nokkurs konar skaftpott- ur. Síðan á að láta sjóða þrisvar sinnum upp á kaffinu og að lokum er kaffið drukkið úr pínulitlum bollum,“ segir Sonja og tekur fram að menn sötri kaffið til að fá ekki korginn með. Skráningarfrestur er til föstu- dagsins 21. maí klukkan 18. Skráning fer fram á kaffiisland@ gmail.com. Vinninghafinn vinnur sér inn þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu í London 25. júní 2010. - sg Ævintýraleg tyrknesk stemning Sonja Björk Grant formaður Kaffibar- þjónafélags Íslands. Hellt er upp á tyrkneskt kaffi í íbrík eða deiglu og kaffið drukkið úr smáum bolla. NORDICPHOTOS/GETTY Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiangans, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.