Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 19. maí 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Gerður Bolladóttir sópran, Sophie Schoonjans hörpuleikari og Victoria Tarevskaia sellóleikari flytja trúarsöngva bandarískra blökkumanna í Garðakirkju á Álftanesi. Enginn aðgangseyrir er en tekið verður á móti frjálsum framlögum. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Vaasaborgar og tónlistarhópurinn Caput verða með tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfs- stræti. Þessi viðburður er hluti af Lista- hátíð í Reykjavík sem stendur til 5. júní. Nánari upplýsingar á www.listahatid.is. 20.00 Árnesingakórinn heldur tón- leika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Á efnisskránni verður tónlist eftir Sigfús Halldórsson. Einsöngvarar verða Gissur Páll Gissurarson og Val- gerður Guðnadóttir. 21.00 Birgir Örn Steinarsson og Tómas R. Einarsson verða með tónleika á Café Rósenberg við Klapp- arstíg. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Leikrit 19.00 Fjölskyldusöngleikurinn Sarínó- sirkusinn verður sýndur í Borgarleik- húsinu við Listabraut. Þessi viðburður er hluti af Listahátíðinni List án landa- mæra. Nánari upplýsingar á www.list- anlandamaera.blog.is. ➜ Listamannaspjall 17.30 Katrín Elvarsdóttir ræðir um verk sín á ljósmyndasýningunni Equivo- cal sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu. ➜ Sýningar Þar sem 70 ár eru liðin frá hernámi Íslands hefur Minjasafn Reykjavíkur opnað sýningu í því tilefni í Fógetastof- um að Aðalstræti 10. Opið alla virka daga kl. 9-21, lau kl. 10-17 og sun. kl. 12-17. Nánari upplýsingar á www.minja- safnreykjavikur.is. ➜ Fyrirlestrar 13.15 Elisabeth Schüssler Fiorenza flytur erindið Re-visioning Christian Origins, hjá Háskóla Íslands. Fyrirlest- urinn fer fram í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu (st. 229). 15.15 Marie Novotná flytur erindi sem hún nefnir Þýtt úr fornnorrænu. Fyrir- lesturinn fer fram í Háskóla Íslands, Odda við Sturlugötu (stofu 202). Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Fjórar viðurkenningar voru veittar á Vorvindahátíð IBBY á Íslandi fyrir gott framlag til barnamenningar á Íslandi. Þeir sem hlutu viðurkenningarnar voru: Halldór Baldursson teikn- ari, fyrir myndskreytingar á barnabókum, Iðunn Steinsdóttir fyrir rithöfundaferil sinn, Krist- ín Arngrímsdóttir fyrir bók sína Arngrímur apaskott og fiðlan og Menningarmiðstöðin Gerðuberg fyrir öflugt menningarstarf fyrir börn. IBBY á Íslandi hefur veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar frá árinu 1987. Fjórir hlutu IBBY-verðlaun VERÐLAUNAHAFAR Frá vinstri: Halldór Baldursson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Dís Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Gerðubergs, og Kristín Arngrímsdóttir ásamt dóttur sinni. Blúshátíðin Norden Blues Festival 2010 verður haldin í annað sinn í Rangárvallasýslu um kom- andi hvítasunnuhelgi, eða dagana 21. til 24. maí. Allt að eitt hundrað tónlistarmenn koma fram á hátíðinni í um það bil 25 hljóm- sveitum eða tónlistarhópum. Á meðal flytjenda verða Blue Ice Band, KK Band, Skúli mennski, The Dirty Deal og norska hljómsveitin Vetrhus Bluesband. „Við erum að reyna að tengja þetta svolítið vítt og breitt um héraðið, þannig að veitingahúsin njóti góðs af og gestir og gangandi komi á þessa staði,“ segir Sigurgeir Guðmundsson hjá Heklu blúsfélagi. „Við erum pínu- lítið að horfa í reynslubanka Norðmanna því þeir eru mjög framarlega í þessu. Við fáum norska hljómsveit og norska hljóðmenn. Vetrhus Blues- band er eitt hressasta tón- leikaband í Noregi.“ Sigurgeir hvetur alla aldurshópa til að láta sjá sig á hátíðinni og segir hana gott tækifæri til að stappa stálinu í heimamenn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þetta er fyrsta alvöru ferðahelgi sumarsins og þó að það hafi fallið pínulítið ryk úr lofti í Rangárþingi ætla ég allavega að flytja að heiman og gista á tjaldsvæðinu eins og ég gerði í fyrra,“ segir hann. - fb Spila blús þrátt fyrir öskuna Þrjú söfn hafa verið tilnefnd til Safnaverðlaunanna 2010: Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafn- ið á Blönduósi og Nýlistasafnið í Reykjavík. Meira en sjötíu ábendingar bárust í ár en verð- launin verða veitt á Bessastöð- um á íslenska safnadeginum, 11. júlí. Verðlaunin voru fyrst veitt Síldarminjasafninu á Siglufirði árið 2000 og eru nú veitt í sjö- unda sinn. Síðast fékk Byggða- safn Vestfjarða á Ísafirði viður- kenninguna. - fb Þrjú söfn fá tilnefningu KK Tónlistarmaðurinn KK spilar á blúshátíð- inni í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.