Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 12
12 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 Mikil endurnýjun er fyrirsjáanleg í bæjarstjórn Akureyrar að loknum kosningum Atvinnumálin eru aðalmálið í kosningabaráttunni á Akureyri. Sex listar eru í framboði. Mikil endurnýjun er fyrirsjáanleg í bæjar- stjórninni. Oddvitar allra framboða á Akur- eyri leggja ríka áherslu á atvinnu- mál í kosningabaráttunni. Talsvert atvinnuleysi er í bænum, meira en sex hundruð eru án vinnu og á þriðja hundrað er í hlutastörfum. Samtöl við frambjóðendur leiða í ljós að þeir hafa ekki fullmótaðar hugmyndir um hvernig bregðast beri við vandanum en flestir vilja efna til víðtæks samstarfs bæjar- ins og atvinnulífsins. Víst má telja að bæjarbúar hermi allar yfirlýs- ingar um þessi efni upp á þá er ná kjöri. Skipulag miðbæjarins hefur verið í opinberu ferli síðustu mánuði og stendur um það mik- ill styrr. Talsverð andstaða er við hugmyndir um síki og virðast þær vera á góðri leið með að fjara út. Þeir sem ekki lýsa við þær beinni andstöðu hafa á stefnuskrá að gefa bæjarbúum færi á að kjósa um þær. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin mynduðu meirihluta að loknum síðustu kosningum. Í þeim fengu sjálfstæðismenn fjóra full- trúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo og Framsókn og Listi fólksins einn mann hvor. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, lét af starfi bæj- arstjóra í framhaldi þess að hann var kjörinn á þing 2007. Við starf- inu tók Sigrún Björk Jakobsdótt- ir og gegndi því þar til fyrir ári þegar Hermann Jón Tómasson, Samfylkingunni, tók við. Samdist meirihlutaflokkunum um þá tilhög- un við upphaf kjörtímabilsins. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í bæjarstjórninni eftir komandi kosningar enda margir nýliðar í fararbroddi. Talsverð spenna ríkir um gengi framboðs Sigurðar Guðmundsson- ar en hann reyndi fyrir sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Viðmælendum á Akureyri bar saman um að kosningabaráttan væri með rólegra móti. Allt annað væri upp á teningnum en var 2006 þegar framboðin höfðu úr tals- vert meiri peningum að spila en nú. Gætti líka vonbrigða með að svæðisútvarp Ríkisútvarpsins heyrði sögunni til en það var öfl- ugur vettvangur fyrir bæjarpólit- ískar umræður. Ekki varð þess vart að umleit- anir um meirihlutasamstarf hefðu þegar farið fram bak við tjöldin. Atvinnumál í forgrunni „Atvinnumálin eru í algjörum forgrunni,“ segir Sigurður Guð- mundsson, oddviti Bæjarlistans. „Akureyri á að geta verið leiðandi sveitarfélag í að komast út úr hremming- unum, ytra og innra umhverfi á að vinna með okkur í því. Sóknar- færin liggja í atvinnu- sköpuninni.“ Sigurður segir mikil- vægt að nýta allt tiltækt fjármagn til atvinnuuppbyggingar, þannig fáist aðrir að borðinu. Mikilvægt sé einnig að ríkið komi að málum. Tryggja þarf velferðina að mati Sigurðar og þá grunnþjónustu sem bærinn veitir íbúunum. „Þessi málaflokkur á undir högg að sækja og til að geta staðið undir honum þarf að fjölga störfum.“ Sigurður hefur þungar áhyggjur af skuldsetningu Akureyrarbæjar, mikilvægt sé að auka tekjurnar til þess að standa undir henni. „Skuldirnar hafa aukist úr sextán milljörðum í 24 milljarða og það er meira en við ráðum við með þær tekjur sem við höfum í dag.“ Skipulagsmálin hafa verið í „tómri upplausn allt kjörtíma- bilið“ að mati Sigurðar. „Hvert slysið hefur rekið annað. Þar ber miðbæjarskipulagið hæst og ég berst af hörku gegn þessari síkis- hugmynd og of miklu bygginga- magni. Skipulagsmálin verða að vera í föstum skorðum svo menn geti ekki vaðið áfram af hentug- leika.“ Skipulagsmálin í tómri upplausn „Við byggjum okkar málflutning á tveimur meginatriðum: velferðarmálum í víðum skiln- ingi og atvinnumálum,“ segir Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri og oddviti Samfylkingar- innar. „Hér er þónokkuð atvinnuleysi núna en við teljum að það séu talsverð sóknarfæri og viljum vinna með atvinnulífinu að því að sækja þau.“ Hermann segir meirihlutann hafa staðið vel að velferðarmálum á síðastliðnu kjörtímabili og að önnur sveitarfélög horfi til árangurs bæjarins í þeim efnum. Áfram þurfi að halda á sömu braut, meðal annars þurfi að samþætta betur skóla- og tómstundastarf barna. Þá segir hann mikilvægt að koma á fót vettvangi þar sem fólk geti nálgast allar upplýsingar um þjónustu bæjarins og helst ríkisins líka á einum stað. Hermann segir fjármál Akureyrar standa nokkuð vel. „Okkur tókst að snúa áætlun upp á eins milljarðs króna tap upp í afgang upp á milljarð króna.“ Þar hafi nokkrir þættir hjálpast að, meðal annars sala á hlut Norðurorku í Þeistareykjum. Aðhaldsaðgerðir hafi líkað skilað talsverðu. Um skipulagsmálin í miðbænum segir Her- mann að taka beri tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa og í stað síkis sé rétt að búa til svæði af öðru tagi sem verði bæjarbúum til hagsbóta. Vel staðið að velferðarmálunum og fjármálin standa vel „Við leggjum mikla áherslu á atvinnu- og velferð- armál,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins. „Það er mjög brýnt að gera eitthvað í atvinnumálunum enda atvinnuleys- ið stórt vandamál sem bregðast þarf við af fullum krafti.“ Guðmundur segir flokk sinn jafnframt ætla að standa vörð um velferðina, miklu máli skipti að ekki verði skorið meira niður en þegar hafi verið gert. „Svo skerum við okkur frá öðrum, allavega hinum fjórflokkunum, að því leyti að við viljum ráða fagleg- an bæjarstjóra. Allt bendir til að hér þurfi tveir eða þrír flokkar að mynda meirihluta eftir kosningar og við teljum mjög mikilvægt að bæjarstjórinn verði ráðinn faglegri ráðn- ingu.“ Guðmundur telur að fjárhagsáætlanir bæjarins verði að vera mun raun- hæfari en raun hefur verið á undanfarin ár, mikilvægt sé að nákvæmar kostnaðaráætlanir liggi fyrir áður en ráðist sé í framkvæmdir. „Við þurfum að læra af mistökum núverandi meirihluta í þeim efnum. Það er frumskil- yrði að vita hvað verkin kosta áður en farið er af stað.“ Guðmundur segir algjörlega óraunhæft að gera síki í miðbænum, það kosti allt of mikla peninga og hugmyndin sé í anda liðinnar tíðar. Leggur hann jafnframt ríka áherslu á að framsóknarmenn séu sam- vinnumenn. „Við viljum vinna með fólki.“ Brýnt að taka á atvinnumálunum „Okkar helsti útgangspunktur er að breyta for- gangsröðinn í bænum. Við göngum út frá því að hagsmunir Akureyrar komi fyrst en hjá öðrum hafa hagsmunir flokka komið fyrst og svo hagsmunir bæjarins,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti Lista fólksins. „Atvinnumálin eru fyrirferðamikil enda hefur sá málaflokkur gjörsamlega gleymst hjá meirihlutanum. Það er sorglegt að þeir skuli vakna fyrst núna þegar kemur að kosningum. Við heyrum í fyrirtækjunum að yfirvöld hafi ekki haft nokkurn áhuga á málinu. Það er mikilvægt að brúa það gil sem hefur verið milli atvinnulífsins og bæjaryfirvalda.“ Geir segir vilja breyta skipan mála í bæjarkerfinu og virkja alla hlutaðeigandi til atvinnuuppbyggingar. Um velferðarmálin segir Geir ljóst að bæjarfélagið þurfi að standa betur við bakið á fólki. „Fólk hefur orðið út undan og þurft að bera meiri byrðar.“ Fjármálin segir hann í ágætu lagi, miðað við önnur sveitarfélög. „Meirihlutinn má eiga það. En við höfum áhyggjur af framtíðinni þegar til dæmis þarf að reka menningarhús fyrir 300 milljónir á ári.“ Meirihlutinn gleymdi atvinnumálunum Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Kynntu þér námið með því að bóka viðtal við verkefnastjóra meistaranáms dagana 18.- 21. maí. MBA – hrafnhildur@hr.is Alþjóðaviðskipti – sonja@hr.is Fjármál fyrirtækja – thorabe@hr.is Fjárfestingarstjórnun – thorabe@hr.is Reikningshald og endurskoðun – thorabe@hr.is Stjórnun rekstrarbókhalds – thorabe@hr.is AUKIN FÆRNI STERKARI STAÐA www.hr.is Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum persónulegt, kraftmikið og alþjóðlegt starfsumhverfi. HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er jafnframt stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands. MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.