Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 4
4 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR SVEITARFÉLÖG Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitar- félaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóð- ir sem eignir í efnahagsreikn- ingi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikn- inga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarð- arbæjar um 6,6 milljarða og leið- ir til þess að eiginfjárstaða bæjar- ins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefnd- in samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófag- leg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs und- irbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og feng- ið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíus- son. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitar- félaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynd- uðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoð- andi hjá KPMG, er formaður nefnd- arinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeð- ferðina en sagði breytinguna styðj- ast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikn- ingi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuld- bindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikn- ingsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna Fulltrúi Sambands sveitarfélaga gagnrýnir nefnd sem vill að sveitarfélög stækki efnahagsreikninga með því að telja framtíðarleigutekjur af lóðum. Nýju reglurnar juku eigið fé Hafnarfjarðar um 6,6 milljarða. LÖND OG LÓÐIR Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímynd- að markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar- flokkurinn vill að frístundakortið verði hækkað úr 25 þúsund krón- um í 40 þúsund krónur á kjörtíma- bilinu og skólabörn fái ókeypis hafragraut og lýsi í skólum borg- arinnar. Flokkurinn kynnti stefnu- mál sín í Elliðaárdalnum í gær. Einar Skúlason, oddviti listans, segir ekki ástæðu til að hækka skatta í borginni, né hækka gjald- skrár umfram verðlagsþróun. For- gangsraða verði í þágu barna og velferðarmála á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn vill aukna áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir og atvinnu- skapandi verkefni. Einar segir það geta snúið að því að auka framboð á afþreyingu í borginni, til dæmis með því að auka aðgengi að opnum svæðum og gera þau meira spenn- andi. Til dæmis mætti breyta Ell- iðaárdal í ævintýraskóg með frum- legum upplýsingaskiltum, sem þurfi ekki að kosta mikið. Einar segir flokkinn einnig leggja áherslu á íbúalýðræði. Flokkurinn vilji að fimm prósent borgarbúa geti krafist umræðu um tiltekið málefni í borgarstjórn með undirskriftasöfnun. - bj Framsóknarflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína í Elliðaárdalnum: Vilja ókeypis hafragraut og lýsi STEFNAN KYNNT Einar Skúlason og Val- gerður Sveinsdóttir, efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, kynntu stefnuna í Elliðaárdalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 15° 14° 17° 14° 14° 13° 17° 17° 22° 19° 22° 16° 33° 22° 18° 17° 15° Á MORGUN Hæg breytileg átt. FÖSTUDAGUR Hægviðri. 6 4 5 3 4 6 6 8 6 7 8 10 10 10 9 13 13 14 13 5 9 9 6 10 10 12 12 12 10 10 9 12 HLÝTT NA-LANDS Það verður áfram hlýtt um allt land og í dag gæti hit- inn náð 18 stigum norðaustanlands. Það dregur úr vætu þegar líður á kvöld- ið og á morgun verður víða skýjað með köfl um og þurrt en dálítil væta suðaustan- lands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Fjórir greiddu atkvæði í íslensku sveit- arstjórnarkosningunum í utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu sem fram fór í Lúxemborg í gær. Kjör- deild var opin í fjóra tíma, frá klukkan tíu að morgni til klukkan tvö eftir hádegi. Önnur tækifæri gefast ekki til að greiða atkvæði utan kjörfundar þar ytra. „Þetta eru auðvitað pínulítil vonbrigði, en samt eins og við er að búast,“ segir Roland Frising, aðalræðismaður Íslands í Lúxem- borg sem annaðist atkvæða- greiðsluna. og taka við atkvæðum á ræðisskrifstofunni við Notre- Dame-stræti 16 í Lúxemborg. „Alla jafna kjósa mjög fáir í sveitarstjórnarkosningum hér því að til þess að taka þátt í þeim þarf fólk að vera skráð til heimil- is í sveitarfélaginu,“ segir hann. - óká Utankjörfundaratkvæði: Fjórir greiddu atkvæði í Lúx ÍRAN, AP Bandaríkjamenn lögðu fram í gær á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna drög að nýjum refsiaðgerðum gegn Íran, sem eiga að vera harðari en fyrri refsiaðgerðir. Að sögn Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, höfðu fulltrúar fastaríkjanna fimm í ráðinu og Þýskalands náð samkomulagi um aðgerðirnar. Írönsk stjórnvöld höfðu fyrr um daginn sagst gera sér vonir um að Vesturlönd myndu þrátt fyrir tortryggni sætta sig við nýjan samning, sem Tyrkland og Brasilía höfðu milligöngu um, sem gengur út á að Íranar sendi auðgað úran til Tyrklands og fái í staðinn kjarnorkueldsneyti. - gb Öryggisráð SÞ: Nýjar refsiað- gerðir á Íran LÖGREGLUMÁL Þremur hollensk- um karlmönnum, sem handteknir voru síðastliðinn laugardag vegna rannsóknar á fíkniefna- máli, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Þar sem krafa hafði ekki borist erlendis frá um varð- hald var ekki talin forsenda til að halda þeim lengur. Þremenningarnir eru allir í áhöfn 1000 brúttólesta gamals fiskiskips sem kom til hafnar í Seyðisfirði á laugardag. Gerð var leit í skipinu en engin fíkniefni fundust. - jss Þrír Hollendingar lausir: Ekki forsenda fyrir varðhaldi AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 18.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,4864 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 130,08 130,7 187,89 188,81 161,55 162,45 21,709 21,837 20,911 21,035 16,882 16,98 1,4012 1,4094 191,12 192,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ®

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.