Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 6
6 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR LÍFEYRISSJÓÐIR Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra á aðalfundi Landssamtaka líf- eyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efna- hagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti end- urskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélags- legur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjón- armiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjár- festinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumað- ur Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfs- hætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyris- sjóðina sem finna má í siðferðis- hluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóð- um voru beittir þrýstingi af fyrir- tækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálf- stæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóð- ir mættu gjarnan setja sér siða- reglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíu- sjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóði eiga að sýna samfé- lagslega ábyrgð í fjárfestingum. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnun- ar, segir hreinskipta umræðu um starfshætti og stefnu lífeyrissjóða mikilvæga. TELJA LÍFEYRISSJÓÐI GEGNA MIKILVÆGU HLUTVERKI Salvör Nordal og Steingrímur J. Sigfússon voru ræðumenn á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsóknarnefnd sem skoða á fjárfestingar og starfshætti lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins verður sett á laggirnar af stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða. Þetta kom fram í máli Arnars Sigurmundssonar, stjórnarfor- manns Landssamtakanna, á aðalfundi þess í gær. Tryggja verði að vandað verði til verka og niðurstöðurnar hafnar yfir allan vafa. Því verði nefndin skipuð óháðum sérfræðingum og er stefnt að því að hún skili verki sínu 1. nóvember 2010. Í ræðu Arnars á fundinum kom fram að tortryggni hafi gætt í garð lífeyris- sjóðanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið gott innlegg inn í umfjöllun um sjóðina en ítarlegrar rannsóknar sé þörf. Rannsóknarnefnd um lífeyrissjóði VIÐSKIPTI Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort hægt verður að sækja bætur til bankanna vegna taps sjóðsins, sem stjórnarmenn vilja rekja til blekkinga bank- anna. Þær hafi einkum birst í markaðsmisnotkun í hlutabréfa- viðskiptum. Þetta kom meðal annars fram í máli Helga Magnússonar, stjórn- arformanns sjóðsins, á ársfundi hans í fyrrakvöld. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem segir að flest bendi til þess að íslenskir bankar hafi stund- að markaðsmisnotkun í hluta- bréfa- og gjaldeyrisviðskiptum, sem leiddi meðal annars til þess að krónan féll, en á því tapaði lífeyrissjóðurinn gríðarlega. Á árunum 2008 og 2009 þurfti sjóðurinn að afskrifa um 50 millj- arða króna og skerða lífeyrisrétt- indi um tíu prósent. - gs Lífeyrissjóður verslunarmanna: Ætlar að sækja bætur til banka LÖGREGLUMÁL Tveir ósakhæfir unglingspiltar úr grunnskólanum á Ísafirði hafa viðurkennt að hafa falsað fimm þúsund króna pen- ingaseðil og notað hann í verslun í bænum. Þeir viðurkenndu falsið í yfirheyrslu að viðstöddum for- eldrum sínum og barnaverndar- yfirvöldum. Önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Ísafirði, vill ekki veita upplýsingar um það hvernig piltarnir fóru að því að falsa seðilinn. „Ef við förum að segja hvernig þeir gerðu það þá fara allir krakkar að fikta með þetta því þetta er svo sáraeinfalt,“ segir hann. „En þetta leit nokkuð vel út hjá þeim.“ - sh Fölsunarmál á Ísafirði: Unglingspiltar fölsuðu seðilinn GRUNDARTANGI Norðurál er stærsti kaupandi orku frá HS orku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKUSALA Orkuverð til Norðuráls er fast í samningum og því hafa hugmyndir um hærra orkuverð ekki áhrif þar á. Þetta segir Ágúst H. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Ross J. Beatty, forstjóri Magma Energy, sagði, við tilkynningu um kaup fyrirtækisins á hlut í HS orku, að orkuverð til stóriðju væri of lágt hér á landi. Norðurál er stærsti kaupandi orku frá fyrir- tækinu. Ágúst segir að samningar um verð hafi verið gerðir til langs tíma og verði ekki hækkaðir ein- hliða. Það eigi einnig við um orku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. - kóp Hugmyndir um hærra verð: Verð til Norður- áls umsamið DETROIT, AP Hugsanlegt er að töku- maður raunveruleikaþáttar um glæpi hafi náð því á myndband þegar sjö ára stúlka í Detroit í Bandaríkjunum féll fyrir skoti úr byssu lögreglumanns. Myndskeiðið gæti varpað ljósi á það hvort skotið hljóp óvart úr byssunni eins og lögregla fullyrð- ir, eða hvort lögregla sé að reyna að hylma yfir manndráp eins og lögmaður foreldra stúlkunnar hefur haldið fram. Þáttagerðarmennirnir fylgdu lögregluteymi í húsleit til meints morðingja og urðu þar vitni að því þegar stúlkan, Aiyana Jones, var skotin til bana. - sh Náðist hugsanlega á mynd: Lögregla skaut sjö ára stúlku DÓMSMÁL Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært til Hæsta- réttar alþjóðlegu handtökuskip- unina sem sérstakur saksóknari gaf út á hendur honum í síðustu viku. Þetta staðfesti Gestur Jóns- son, lögmaður Sigurðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Handtökuskipunin var gefin út á grundvelli úrskurðar frá hér- aðsdómi, og það er sá úrskurður sem kærður er. Málsaðilar höfðu frest til gærdagsins að skila til Hæstaréttar gögnum vegna máls- ins. Búast má við að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins í dag eða á morgun. Gestur segir að úrskurður hér- aðsdóms hafi verið kveðinn upp fyrir luktum dyrum og að hvorki hann né Sigurður hafi vitað af honum fyrr en tveimur dögum eftir uppkvaðninguna. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, hefur undanfarn- ar tvær vikur reynt að fá Sigurð Einarsson til Íslands í yfirheyrslu án árangurs. Hann er grunaður um lögbrot í störfum sínum fyrir Kaupþing líkt og fleiri fyrrver- andi stjórnendur bankans sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hér á landi og sæta nú farbanni. Lýst var eftir Sigurði á vef alþjóðalögreglunnar Interpol í síðustu viku en lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa ekki orðið við beiðni um að handtaka hann og framselja til Íslands. - sh Hæstiréttur látinn ákveða hvort handtökuskipun á Sigurð Einarsson sé réttmæt: Sigurður kærir handtökuskipunina EFTIRLÝSTUR Sigurður er eftirlýstur á vef Interpol. Við það vill hann ekki sætta sig. Hefur gosið í Eyjafjallajökli haft einhver bein áhrif á þig? JÁ 34,1% NEI 65,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kæmi til greina að þú hættir við að ferðast um Suðurland í sumar vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.