Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 18
18 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur ann- arri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, ann- ars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðing- ar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eigin leið í því. Í umræðum hefur mikið verið lagt upp úr samanburði við ýmsar breytingar sem hafa verið inn- leiddar í aldanna rás. En ekki er um sambærileg mál að ræða. Og ekki hafa allar hugmyndir náð að kalla á breytingar, sem betur fer. Ástæðan til tregðu fólks við umræddar breytingar er sú að með nýjum lögum er grundvall- arskilningi fólks á því hvað hjóna- band er, þ.e. sambúðarform karls og konu, breytt. Að mati margra guðfræðinga og presta, fyrir utan óteljandi leikmanna, var komið að ákveðnum mörkum sem ekki hefði átt að stíga yfir. Atburðir liðinna ára hér á landi minna okkur á að ekki eru allar breytingar og öll ný hugsun til góðs. Jesús brást harka- lega gegn þeim breytingum sem orðið höfðu í musterinu og öllum viðskiptunum þar í kring. Sumum hefur ekki þótt við hæfi lengur að tala um að hjónaband- ið sé heilagt. Kannski á fólk erfitt með þá hugsun af því hjónaskiln- uðum hefur fjölgað og heimilisof- beldi verið í sviðsljósinu. En þar er það ekki stofnunin sem slík sem á í vanda heldur fólkið innan henn- ar. Með tali um heilagt hjónaband var biskup ekki að vísa til þess að hjónabandið sé sakramenti en að leggja áherslu á að hjónabandið hafi verið, samkvæmt kristnum skilningi, frátekin stofnun til sam- lífs karls og konu og einn sá besti rammi sem börn geta alist upp við ef því er að skipta. Oft er vitnað til anda Jesú Krists í þessari umræðu. Sé það ætlunin hljótum við að taka vitn- isburð Biblíunnar um hann alvar- lega, enda er sú bók með því áreið- anlegasta sem við getum fundið meðal rita fornaldar. Þegar kemur að samlífi fólks og hjónabandi er alltaf vísað til karls og konu í þeirri góðu bók, einnig í beinum orðum Jesú þar sem hann vísar til til upphafskafla 1. Mósebókar. Hjónabandið hefur alltaf verið borgaraleg stofnun, enda fylgja því ákveðnar skyldur og rétt- indi fyrir viðkomandi og hugsan- leg börn. En kristin kirkja hefur fram að þessu talið það vera sér- stakt, þ.e. heilagt, og hefur þess vegna einnig sérstaklega viljað blessa það. Það á að vera mælikvarði á kjark kirkjunnar hvort hún skip- ar sér í hóp með tveim kirkjum á móti öllum öðrum kirkjum heims. En við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa gegn straumn- um, sem þorir að hafa aðra skoð- un en löggjafarvaldið, sem fer sína leið í ljósi Biblíunnar. Við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa með sínu fólki sem finnst nú sem níutíumenningarnir og löggjafarveldið hafi farið yfir strikið, sem er sárt og hryggt og sem upplifir þetta sem árás á trú- arsannfæringu sína, það svikið og yfir sig valtað í þessu máli. Margt af þessu fólki er afar trúfast í að sækja sína kirkju. Við þurfum kirkju sem hefur kjark og er tilbúin til að setja sig í spor þeirra kirkna sem finnst að þeim sótt með andlegri nýlendu- stefnu Vesturlanda og þorir að standa með þeim. Í huga níutíum- annahópsins er viðbúið að ný lög- gjöf valdi sigurgleði. En munum að sigurgleði eins veldur oft sorg annars. Málamiðlun sem marg- ir féllust á til að friður fengist í þessu máli hefur verið ýtt til hlið- ar. Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs ann- ars fólks sem er virkt í kirkju- starfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opin- berlega og standa í þessari bar- áttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróður og einelti sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu. Því miður vill svo fara að þegar bar- ist er, jafnvel í nafni kærleikans, að kærleikurinn týnist. Ef kirkjan týnir honum eru hún búin að týna miklu. En á þeim vettvangi mun nú baráttan fara fram. Kirkjan og hjónaband Í samstarfsyfirlýsingu ríkis-stjórnarinnar frá maí 2009 segir: „Í nýafstöðnum kosningum veitti meirihluti kjósenda jafnað- armönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfn- uðar, félagslegs réttlætis, sam- hjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræð- is.“ Andi yfirlýsingarinnar er á þá leið að hagsmunir alþýðu verði hafðir að leiðarljósi við endur- reisn efnahagskerfisins, svo sem með því að verja velferðarkerfið eftir föngum – það eigi sem sagt ekki að endurreisa óbreytt það kerfi sem hrundi. Þannig fer yfirlýst stefna rík- isstjórnarinnar saman við stefnu og markmið verkalýðshreyfing- arinnar, að verja kjör alþýðunnar. Hrunið afhjúpaði gífurlegt arð- rán auðstéttar á alþýðu. Gagnvart þessari auðstétt þarf verkalýðs- hreyfingin að veita stjórnvöldum aðhald en jafnframt verða verka- lýðshreyfingin og ríkisstjórnin að taka höndum saman. Vísir að slíku samstarfi varð til með stöðugleikasáttmálanum sem gerður var í júní 2009. Að honum komu reyndar líka Samtök atvinnulífsins, auk ríkisstjórnar- innar, sveitarfélaga og verkalýðs- hreyfingarinnar, og sáttmálinn ber þess nokkur merki. Þau sögðu sig frá sáttmálanum 22. mars síð- astliðinn. Það þarf varla að fara í grafgötur með það að auðstéttinni með samtök sín og verkfæri, svo sem Samtök atvinnulífsins, Við- skiptaráð og Sjálfstæðisflokkinn, er umhugað að grafa undan þess- ari ríkisstjórn eða í það minnsta hafa einhverja stjórn á henni. Eitt af meginatriðum sáttmál- ans var samkomulag um að ljúka kjarasamningum sem skyldu gilda til nóvemberloka 2010. Í sáttmálanum segir: „Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnu- markaði fyrir gerð kjarasamn- inga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórn- valdsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Þetta hindrar þó ekki að sett verði lög sem kalla á breyt- ingar á kjarasamningum enda sé um slíkt samið milli aðila kjara- samnings í framhaldinu.“ Aðrir aðilar sáttmálans en SA hafa ekki sagt sig frá honum. Það er hins vegar spurning hvort ekki sé kominn tími til að gera nýjan sáttmála milli ríkisstjórnarinnar og hagsmunasamtaka alþýðu, og þá með víðtækari aðild, svo sem Öryrkjabandalagsins. Það er óþol- andi að ríkisstjórnin, hvort sem það eru einstakir ráðherrar eða stjórnin í heild, komi með yfirlýs- ingar um frystingu launa. Vandi almennings er margþættur og það verður að vera sameiginlegt verk- efni stjórnvalda og hagsmuna- samtaka alþýðu hvernig beri að leysa hann. Laun og lífeyrir er einn þáttur þessa vanda. Það má benda á að frá 1. júní 2010 eru lágmarkslaun starfs- manna Reykjavíkurborgar sam- kvæmt kjarasamningum 170.000 krónur. Líklega er enginn fastur starfsmaður á þessum launum, en einhverjir eru þar rétt fyrir ofan og allstór hópur er með laun á bil- inu 172-190 þúsund krónur á mán- uði. Ætli sumum þætti það ekki ansi knappt til að lifa af. Á að frysta slík laun umyrðalaust? Laun skal ákveða með kjarasamningum Kjaramál Einar Ólafsson bókavörður Hjúskaparlög Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðs- sambandsins, guðfræðingur og prestur Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhalds- skólum langar mig að velta eftir- farandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í fram- haldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kring- um ungt fólk vitum að fíkniefna- sala fer fram mjög víða, fram- haldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Fram- haldsskólar landsins eru opinber- ar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en ann- arsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki fram- kvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðin- um, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama. Þögn er samþykki Forvarnir Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Fjölsmiðjunni Skoda Octavia amb. 1.9TDI beinsk. Verðmæti kr. 3.990.000,- 103458 Volkswagen Polo Comfortline 1.4MPI beinsk. Verðmæti kr. 2.990.000,- 104123 Ferðavinningar frá Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 500.000,- 3592 16210 52436 77198 119099 4482 22496 59805 79738 121752 9362 23694 60627 101159 128420 15511 30774 61915 105310 146355 15747 47409 66765 114511 150137 Ferðavinningar frá Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 250.000,- 108 19207 28181 44615 52833 63944 82670 92769 123118 140851 1739 19228 30028 44723 54063 65646 82945 98952 126702 141557 2825 21503 30827 44919 55702 68200 83952 99794 127880 142977 5421 21524 33227 45060 55786 69581 85387 101026 129243 145004 5897 21976 36798 46325 56387 69722 86675 104797 132775 145635 6334 25081 37176 48931 57347 72583 86748 105397 133034 146711 9506 25267 38619 50019 60802 73223 88197 108589 134854 149903 13033 26048 39721 50246 61454 73475 89849 118891 139117 150348 16940 27310 40350 50324 63099 77208 90030 120647 139803 151476 18537 27714 42205 51029 63533 77750 91751 122060 139997 151768 Gistivinningar ásamt morgunverði í fjórar nætur fyrir 2 auk tveggja kvöldverða hjá einhverju Fosshótelanna. Hver að verðmæti kr. 115.000,- 11036 45331 66853 102181 125798 18309 55471 78709 107691 126297 27884 65219 98009 108806 136296 34619 66142 99879 110313 151694 Gistivinningar ásamt morgunverði í tvær nætur fyrir 2 auk kvöldverðar annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelanna. Hver að verðmæti kr. 60.000,- 2137 12299 26067 29611 41460 65787 90997 101434 121281 132861 9511 12567 26591 32589 45632 68716 92210 101824 122627 135430 10372 15201 28375 33118 49321 77054 92966 103427 123710 144604 10658 23534 28803 33517 51897 85192 95967 108004 125636 147053 10872 25492 28850 36320 55697 85502 98308 120039 132719 150858 Alls 197 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 49.780.000 Vinninga ber að vitja innan árs – Upplýsingasími 525 0000 Vinningaskrá birt í textavarpi sjónvarpsins á síðu 290 og á heimasíðu Blindrafélagsins. www.blind.is Birt án ábyrgðar VINNINGASKRÁ Vorhappdrætti Blindrafélagsins 2010 – dregið 11. júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.