Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐLN RAD DIR------------------------------ -----------R AD DI R----------------- -----------------------R A D D I R Egill J. Stardal: Viðhorf kennara Háskólamenntaður kennari, sem vinnur við framhaldsskóla, ber mjög mikla ábyrgð á því, hvort tugir og hundruð æskumanna ná æskilegum árangri í því starfi, sem er þeim mikilvægast allra starfa, náminu, sem gera á þá hæfa til þess að erfa og ávaxta þjóð- félagsmenninguna. Sé þetta háskólamenntað- ur maður með 10—12 ára nám að baki, eftir að skyldunámi lýkur, nýtur hann, samkvæmt nýjasta útreikningi, launa, sem skapa honum lakari ævitekjur en góðum pakkhúsmanni, sem þarf ekki að hafa gagnfræðapróf.... Annars var ég að fá upplýsingar um launa- kjör háskólamenntaðra kennara á Norður- löndum. Stundakennarar við háskóla fá ríf- lega 100 danskar krónur á tímann, og yfir- leitt eru laun þeirra þrefalt eða fjórfalt hærri en hér, svo það er allt útlit fyrir greiðan út- flutning toppheila frá íslandi á næstum ár- um. . . . Við þurfum á öllu okkar að halda í framtíðinni, hverjum einasta manni með allt það þrek og alla þá þekkingu, sem hann get- ur framast látið í té. (Úr samtali við Egil J. Stardal í Verzlun- arskólablaðinu 36. árg., febrúar 1970). RÖDD HERFORINGJANS: EF til stórstyrjaldar kemur, eigum við Þjóðverjar einskis úrkosti. Ef við reynumst „NATO-trúir“, tortíma Rússar okkur með kjarnorkusprengjum; ef hershöfðingjar okk- ar fara eftir fyrirskipun Yorcks marskalks, munu kjarnorkusprengjur „vina“ okkar gera út af við okkur. Eina von okkar er því sú, að bæði heimsveldin komist að samkomulagi. Klaus Thielmann herforingi. 4 SKEMMTIÐ ykkur við skopsögur SAM- TÍÐARINNAR. Oskhyggja og hagfræði MAÐUR spurði vin sinn: „Hvað mund- irðu gera, ef þú ynnir hálfa milljón í happdrætti?" „Kaupa mér bíl.“ „Og ef þú ynnir hálfa aðra milljón?“ „Kaupa mér íbúð.“ „Og ef þú ynnir tvær milljónir?“ „Borga skuldirnar mínar.“ Öllu af lokið KONA nokkur vildi endilega láta ráð- settan piparsvein kvænast dóttur sinni, sem var hölt. Þegar hún hafði talið upp alla hugsanlega kosti stúlkunnar og ekk- ert dugði, sagði hún loks: „Jæja, setjum nú svo, að þú farir að kvænast ungri og óhaltri stúlku. Einn góðan veðurdag verð- ur henni fótaskortur í stiganum og hún fótbrotnar. Þá verðurðu að fara með hana á spítala, og þar verður hún að liggja lengi í gifsi, og hver veit hvað? Hugsaðu þér bara: öllu þessu hefur blessunin hún dóttir mín lokið af.“ Von á fjölgun EKKI var eiginmaðurinn fyrr kominn inn úr dyrunum heima hjá sér en kona hans tók um hálsinn á honum, knúskyssti hann og sagði: „Ég vildi ekki segja þér frá því, elskan, fyrr en ég væri alveg viss, að bráðum verðum við þrjú hér á heim- ilinu.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.