Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞGIR VITRU SÖGÐU I __________________________________1 STEINDÓR STEINDÓRSSON: „Ofbeldi knýr alltaf fram nýtt ofbeldi, ranglæti nýtt ranglæti, nýja 'hefnd, ef svo mætti að orði kveða. Því er það, að umbætur, ,sem Jcnúðar eru fram með ofbeldisverkum einum saman, verða löngum of dýru verði keyptar. Það er og á að vera aðalsmerki sannrar menntun- ar í lýðræðisríki, að sneitt sé hjá slíkum að- gerðum, og að minni hyggju ætti það að vera undirstaða alls skólastarfs að kenna nem- endum þessa fyrstu bókstafi í stafrófi mennt- unarinnar. Kærleikur og mannhelgi eru horn- steinar trúarbragða vorra og um leið horn- steinar hins frjálsa þjóðfélags. Það er ung- um manni meira virði að kunna þessi atriði til hlítar en allar formúlur og orðaromsur, þótt góðra gjalda séu verðar og ekki verði hjá þeim komizt. En líkt og veggurinn hryn- ur, ef undirstaðan er veikburða, þá hrynur einnig vort lærða þjóðfélag, ef hinn sið- ræna grundvöll skortir“. KRISTJÁN J. GUNNARSSON: „Þjóðir, sem kallaðar eru frumstæðar, hafa oft náð að aðhæfast náttúru lands síns furðulega Vel á sumum sviðum. Eskimóarnir kunnu að ferðast um auðnir sinna heimkynna og var enginn háski búinn af hríð, kulda eða villu, á sama tíma og íslendingar urðu úti undir sínum eigin túngörðum. Verkmenningin, sem birtist í skinnklæðum Eskimóa, stendur þeirri framar, sem bjargast varð við íslenzka skinnskóinn í meira en þúsund ár. Menning Islendinga í hagnýtum og verklegum efnum náði ekki ,að þróast með eðlilegum hætti, af því að þeir áttu þess lítinn kost — og hirtu raunar lengst af lítt imi — að auðga. reynslu sína á þeim sviðiun með nýrri þekkingu“. ÓSKAR HALLDÓRSSON: „Flestir foreldr- ar igefa sér ajlt of lítinn tíma til að itala við börn sín, segja, þeim sögur og ævintýri eða lesa fyrir þau“. BENJAMIN DISRAELI: „Reynslan er af- kvæmi hugsunarinnar, og hugsunin er af- kvæmi athafnarinnar. Við getum ekki kynnzt fólki af bóklestri“. ~----—------- * A BÓKAMARKAÐINUM Snæbjörn Jónsson: Þagnarmál: Greinasafn eft- ir Sir William Craigie, W. P. Ker, Watson Kirkconnel og höfundinn. Með myndum. 251 bls., íb. kr. 511.00. Jane Sherwood: Dagbók að handan. Dulræn bók, ósjálfráð skrift, samband við framliðna. Sigríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir þýddi. 135 bls., íb. kr. 377.50. Kristín M. J. Björnsson: Víkingádætur II. bindi. Ástarsaga. 240 bls., íb. kr. 366.50. Þórður Tómasson: Austan blakar laufið. Ættar- saga undan Eyjafjöllum. Með myndum. 208 bls., íb. kr. 411.00. Jónas Sveinsson: Lifið er dásamlegt. Minnis- greinar og ævisöguþættir. Með myndum. Ragnheiður Hafstein bjó til prentunar. 223 bls., ib. kr. 616.00. Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson: Mannlífsmyndir. íslenzkir örlagaþættir. Með myndum. 244 bls., ib. kr. 555.00. Jón Thorarensen: Marína. Skáldsaga. 2. útg. 293 bls., ib. kr. 388.50. Agnar Þórðarson: Hundadagakóngurinn. Leik- rit í þrem þáttum. Byggt á atburðum, sem áttu sér stað i Reykjavík sumarið 1809. 132 bls., íb. kr. 488.50. Vilmundur Jónsson: Lækningar og saga. Tiu ritgerðir. I—II. Með myndum. 792 bls., ib. kr. 1332.00. Gylfi Gröndal: Robert Kennedy. Ævisaga. Með myndum. 233 bls., íb. kr. 710.50. Per Hansson: Tíundi hver maður hlaut að deyja. Norskir sjómenn í skipalestum siðustu beimsstyrjaldar. Skúli Jensson þýddi. 175 bls., íb. kr. 411.00. Colette: Sagan af Gigi. Skáldsaga. Með myndum. Unnur Eiríksdóttir þýddi. 84 bls., ib. kr. 305.50 Kristinn Reyr: Leikrit og ljóð. Ritsafn. 477 bls., íb. kr. 755.00 og kr. 999.00. Útveguim allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bókaverslun ÍSAFOLDAB Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.