Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Svcinn Sectnundssan : 7'et merkiMjfinœli EINS OG tímabil í þróunarsögu manns- ins hafa verið nefnd steinöld, bronzöld og eiröld, svo gæti okkar tímabil heitið flugöld. Hún mundi að sjálfsögðu greinast í smærri tímabil vissra áratuga, svo sem tímabil flugtilrauna, flug-ofurhuga milli landa, tíma hinna almennu farþegaflutn- inga í lofti og tímabil vöruflutninga. öll þessi tímabil höfum við Islendingar upp- lifað í okkar eigin landi. Allt frá því er flugvél sást hér fyrst á lofti hinn 3. sept- ember árið 1919, hefur þjóðin sótt fram á þessum vettvangi og nú er svo komið, að flugmál og ferðamál eru snar þáttur í þjóðarbúskapnum. Og á sumrinu 1970 þykir ekki umtalsvert, þótt landsmenn geti valið um margar brottfarir til út- landa dag hvern, né heldur þótt fleiri þús- undir erlendra ferðamanna komi hingað eftir vegum loftsins. Fyrir aldarfjórðungi var þessu öðru vísi farið. Þá hafði stór- styrjöld sú í Evrópu og víðar, sem kölluð er heimsstyrjöldin II., staðið frá haust- dögum 1939. Um þá ofboðslegu sóun mannslífa og verðmæta verður ekki skrif- að á þessum vettvangi, en segir ekki mál- tækið, að fátt sé svo illt að ekki boði nokkuð gott? Og í heimsstyrjöldinni síðari fleygði tækninni mjög fram ekki hvað sízt í gerð og smíði flugvéla og flugvélahreyfla. Flugfélag Islands hafði sumarið 1945 flogið hér innanlands um sjö ára skeið. Þrátt fyrir styrjöldina hafði félaginu tek- izt að afla sæmilegs flugvélakosts. Nýjasta farartækið var Katalinaflugbátur, sem keyptur var í Bandaríkjunum, óinnrétt- aður. Flaug Örn Ó. Johnson honum heim til Islands ásamt amerískri og íslenzkri áhöfn haustið 1944. Það var fyrsta flug íslenzkrar flugvélar og íslenzks flugstjóra yfir Atlantshaf. Þegar sá fyrir endi styrj- aldarinnar í Evrópu vorið 1945, hófu for- ráðamenn Flugfélagsins strax athuganir á möguleikum til flugs milli landa. Við ramman reip var að draga, því að styrj- öldin geisaði enn í Asíu, og þær hömlur, sem lagðar höfðu verið á samgöngur í Evrópu, giltu enn. Vegna þessa frum- kvæðis þeirra Flugfélagsmanna getum við nú á þessu sumri haldið upp á aldarfjórð- ungsafmæli millilandaflugs. Við, sem sjá- um þotuna „Gullfaxa“ í broddi fylking- ar íslenzka flugflotans koma og lenda fullskipaða farþegum eftir hálfs annars tíma flug frá Glasgow, eigum bágt með að ímynda okkur, hvernig umhorfs var að morgni hins 11. júlí sumarið 1945. Snemma morguns kom áhöfn flugbátsins TF-ISP niður að Skerjafirði. Þar voru

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.