Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 1 koddinn lítill, og hollt er, að haft sé hátt undir fótunum. Sextugur maður hefur, þótt hraustur sé, legið um það bil 20 ár í rúminu. Því varðar miklu, að þar fari vel um hann. Það er skynsamlegra að eiga gott rúm en fín föt, ef við höfum ekki efni á hvoru tveggja. Svefnlyf eru neyð- arúrræði, en eðlileg þreyta eftir vel unnið dagsverk er holl forsenda þess, að við sof- um vært að því loknu. "k Ostagerð heimsins FRAKKLAND hefur um aldaraðir átt ullra landa flesta snillinga á sviði osta- gerðar. Þeir framleiða ostategundir, svo uð hundruðum skiptir, sem frægt er orð- ið. Aðrar miklar ostagerðarþjóðir eru Svisslendingar og Hollendingar. Ostagerð hefur ávallt verið talin vanda- söm, og mun ókleift að læra hana af bók- um einvörðungu. Auk bóklegrar þekking- ar þarfnast góður ostagerðarmaður langr- ar reynslu í starfi sínu. Hann þarf einnig að hafa glöggt auga og næman skilning á eðli og eiginleikum hráefnisins. Hér á landi eru nú framleiddar flestar þekktustu ostategundir heimsins, og er talið, að ísl. ostar standi erlendum ostum ekki að baki að gæðum. Hér hefur á skömmum tíma orðið bylting í ostagerð, hvað gæði og fjölbreytni snertir. Má þakka það stórbættum tækjaútbúnaði, aukinni menntun og reynslu ostagerðar- Wanna okkar og nytsamlegri aðstoð er- lendra sérfræðinga. Hér hefur því mikið a unnizt í þessum mikilsverða mjólkuriðn- aði. k 5 gerðir mæðra 1 HARVARDHÁSKÓLA í Bandaríkj- unum fara um þessar mundir fram um- fangsmiklar rannsóknir á uppeldi ung- bania. Er þá m. a. beitt tækniaðferðum til að ganga úr skugga um viðbrögð ung- barnanna ganvart ýmsum vandamálum. Hefur dr. Burton White, prófessor í þroskasálarfræði, skipulagt þessar til- raunir. Annar bandarískur sálfræðingur, dr. Robert Lacrosse, hefur á vegum sama háskóla kynnt sér áhrif 200 mæðra á sál- arlíf ungbarna sinna. Hefur hann við það komizt að þeirri niðurstöðu, að mæðrum þessum megi skipta í 5 mismunandi gerð- ir, eftir því hvernig framkoma þeirra orki á sálarlíf barna þeirra, ýmist á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Dr. Lacrosse skiptir mæðrunum í eftirfarandi gerðir: 1. Fyrirmyndarmóðirin. — Hún er yf- irleitt glaðlynd, mjög ástúðleg við ba.rn sitt, sinnir því mikið dag hvern og hefur mjög heillavænleg áhrif á sálarþroska þess. Hún örvar það til sjálfstæðra at- hafna og fær því sí og æ ný og heppileg viðfangsefni við þess hæfi án þess að mis- bjóða getu þess. Hins vegar ávítar hún það ekki né refsar því fyrir mistök þess, en lætur sem hún verði þeirra ekki vör. ■ 2. Metnaöargjarna móðirin. — Hún hefur sí og æ áhyggjur af barni sínu, er einlægt að rexa í einhverju við það og misbjóða því með hóflitlum kröfum, sem einkum varða hegðun þess, reglusemi og þrifnað. Börn þess háttar mæðra verða oft siðfáguð og komast vel af við aðra, en verða fremur umkomulaus, ef þau eiga að taka sjálfstæðar ákvarðanir, enda hafa þau ekki vanizt því í bernsku. 3. Reikula móðirin. — Hún lætur sér allajafna annt um, að barn hennar fái nóg að borða og nægan svefn, en hefur lítinn skilning á andlegum þörfum þess, sem brátt hljóta að koma í ljós. Hún er hvorki sérlega athafnasöm né skilningsrík og er því fremur óvirk gagnvart andlegum þroska barns síns. Hún hefur að vísu ekki beinlínis ill áhrif á það, hvað uppeldi þess snertir, en vanrækir að betrumbæta það. Barn hennar kemst því sjaldan til meira

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.