Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 22
18
SAMTlÐIN
Ingólfur Davíðsson:
Ur ríli náttúrunnar
FJÓLAN OG ILIVIURIIMN
FJÓLUILMI hefur löngum verið við brugð-
ið. Sagt er, að skáldskapur Persa angi af
rósum og að ástargyðjan Afrodite bæri klæðn-
að með ilmi allra árstíða; hún ilmaði af
dverglilju, goðalilju, fjólum og rósum. í stór-
veizlum Forn-Grikkja var stundum sleppt
lausum dúfum, sem smurðar voru ilmefnum
fjólu og rósa. Fjólum var stráð á gólfið, rósa-
blöð látin í vín og baðvatn. Að lokum keyrðu
ilmveizlur svo úr hófi, að spekingurinn Sólon
þrumaði móti þeim.
Árið 1770 var gefin út á Englandi svo-
hljóðandi tilkynning:
Ef kona, sama hverrar ættar hún er og
hvort hún er mey, frú eða ekkja, freistar
einhvers þegna hans hátignar og lokkar til
hjónábands með því að nota fjólu- eða rósa-
snyrtivörur, etf hún málar sig, notar falskar
tennur eða hárkollu, gervibrjóst, lífstykki,
krínólínur, háhælaða skó eða vatt á mjaðm-
irnar, þá skal hegna henni eftir sömu lögum
og gilda gegn galdrakonum. Hjónaband, sem
er byggt á svona hrekkjum, skal dæmt ógilt.
.... Aumingja fólkið og lögreglumennirnir!
Ilmjurtir virðast hafa verið hagnýttar afar
mikið til foma í Miðjarðarhatfslöndunum. Ilm-
efnum var blandað í lyf, mat og drykk og
stökkt á skrautmuni eða þau voru látin þar
í örsmá hólf. Múhameð á að hafa komizt svo
að orði: „Líkt og fjólan angar mest allra
blóma, er ég mestur allra spámanna”.
Napólean var hrifinn af fjólum, og Jósefína
hans bar fjóluvönd frá honum á brúðkaups-
degi þeirra og síðan árlega á þeim degi. Varð
fjólan við það vinsæl mjög í Frakklandi.
Þegar Napóleon fór í útlegðina til Elbu, mælti
hann að skilnaði við vini sína: „Ég kem aft-
ur með fjólum vorsins!” Og þegar hann kom
heim úr útlegðinni, báru konur fjólur og
klæddust fjólubláum klæðum honum til heið-
urs. Fjólan var tákn manna hans. Frönsk sögn
hermir, að eftir ósigurinn við Waterloo hatfi
keisarinn gengið til leiðis Jósefínu, tínt sér
fjólur í vönd og haft hann með sér til St.
Helenu (Elínareyj ar).
Nýju valdhafarnir í Frakklandi hötuðu
fjóluna, en þegar Napóleon 3. komst til valda,
hóf hann hana til vegs og virðingar að nýju.
Eugenia, drottning hans, bar fjólu í hárinu
og brúðarvönd úr fjólum. „Fjóluilmur frá
höndum og úlnliðum er sérlega þægilegur”,
sagði hirðfólkið.
Fjólur vaxa víða um veröld, ýmsar tegund-
ir hér á landi, til að mynda þrenningarfjólan
og týsfjólan. Stjúpublóm eru ræktuð í görð-
um o. fl. fjólur, þar á meðal ilmfjólan og
fjallafjólan. Til eru helgisögur um stjúpu-
blómin og þrenningarfjóluna. Litirnir þrír:
gult, hvítt og fjólublátt, eru kenndir við föð-
ur, son og heilagan anda. Opið aldinhýðið
með tfræjunum er greinilega þrístrent.
Brekkusóley kallar Jónas Hallgrimsson
þrenningarfjóluna, enda vex hún einkum í
snögglendum brekkum, t. d. í Eyjafirði. Hún
er undurfagurt blóm, en ilmfjólan angar
miklu meir. Fegurð og ilmur fjólanna hefur
hrifið menn að fornu og nýju.
„Hver er þessi asnalegi maður?“
„Það er nú hann bróðir minn.“
„Æ-já, ég hefði nú átt að þekkja svip-
inn, sem er með ykkur.“
★ Skófatnaður í fjölbreyttu úrvali.
★ Kaupið skóna þar, sem úrvalið er mest.
SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR
Laugavegi 17 — Laugavegi 96 — Framnesvegi 2