Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN brosandi. Þessari staðhæfingu sinni til sönn- unar lét hann eina af eiginkonum sínum ganga fram með yngsta barn sitt. „Þessi sveinn er nýorðinn tveggja ára“, mælti hann með föðurlegri hrifningu. „Á afmælisdegi mínum í janúar síðastliðnum kvænist ég þrem fögrum stúlkum frá Lesotho, 18, 19 og 20 ára gömlum“, bætti hann við. Aðspurður, hve mikið þess háttar eigin- konur kostuðu, svaraði Sethuntsa: „Fyrir hverja þeirra varð ég að láta 20 kýr og hest að auki“. Blaðamenn inntu eftir því, hvort fullkom- inn friður væri ríkjandi milli eiginkvennanna. Því svaraði ddkorinn játandi, enda kvað hann hverja þeirra vera drottnanda í ríki sínu og auk þess hefðu þær allar séreldhús. Sethuntsa kvað bankala-lyf sitt vera það kröftugt, að ein teskeið af því nægði til að skapa manni lífsþrótt árlangt. „Bankala veit- ir hverjum manni gífurlega orku, heilnæmt blóð og varðveitir æsku hans. Oft elska ég konur mínar allar sömu nóttina,“ sagði hann stöltur. — Eftirlætiskona hans staðfesti þessi ummæli höfðingjans með því að segja: „Hann er ákaflega fjörugur". Töfralæknirinn sýndi blaðamönnunum handfylli sína af „fjörefna“lyfinu bankala, en vildi hvorki selja þeim það né segja þeim, hvernig hann byggi það til. Kvaðst hann á sínum tíma hafa hafnað 500.000 dollara til- boði frá kanadisku lyfjafyrirtæki í formúluna fyrir bankala og sagði, að hún væri helgasta leyndarmál sitt. Sagðist hann eingöngu selja það dyggustu viðskiptavinum sínum. „í landi ykkar á hver maður aðeins eina eiginkonu; hvað hafið þið þá við duftið að gera?” sagði hann við blaðamennina. Sethuntsa kvaðst eiga 51 búgarð og 27 hús í borgum auk alls hins mikla reiðufjár, sem áður er getið. Hann sýndi blaðamönnunum höll sína alla nema töfraeldhús sitt og pen- ingageymslu. Skæðar tungur höfðu á orði, að auk bankala-lyfsins byggi doktorinn til fíknilyf, sem hann græddi mikið á. Heitir það dagga og kvað líkjast marihuana. Lækn- irinn hélt því fram, að svipur Kriigers forseta gengi ljósum logum um höll sína, sér til mik- illa heilla, en faðir Sethuntsa var á sínum tíma einkabílstjóri forseta þessa og náinn vinur hans. Árlega er haldin mikil Krúgers hátíð þarna í höllinni og boðið til gestum. Árið sem leið var slátrað 8 feitum uxum handa veizlugestum á hátíðinni. Auk undralyfsins bankala býr Sethuntsa til ýmiss konar töfragripi, sem hann selur. Hann kveðst geta varizt þjófum með töfra- brögðum, m. a. haft þau áhrif, að skot hlaupi ekki úr byssum þeirra. Sethuntsa sagði blaðamönnunum, að hann byggist við að lifa 100 ár enn. Kvaðst hann mundu eignast a. m. 6 börn til viðbótar á þessu ári. Blaðamennirnir komust að því, að Bantunegramir í gervöllu Transkei trúa á töframátt læknisins. Þegar þeir héldu frá höll hans, sungu 23 eiginkonurnar þá úr hlaði, bumbur voru barðar og klukkum hringt. Þögul ást NICHOLS, prófessor í New York, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að gömul hjón gerist með ári hverju fámálli hvort við ann- að. Álítur hann, að þetta stafi af því, að þau hafi ekki lengur neitt að segja hvort öðru; á- hugamálin séu tæmd. Sálfræðingur þessi segir, að hjón, sem segi á 5. hjúskaparári sínu um 18000 orð hvort við annað, séu komin niður í 5000 orð á ári eftir 10 ára sambúð. í Vestur-Þýzkalandi hafa athuganir sýnt, að vaxandi orðfæð hjóna stafar ekki af því, að þau hafi ekki lengur neitt að segja hvort öðru. Þvert á móti hefur þar komið í ljós, að hamingjusömustu hjónin eru fámálust hvort við annað. Þau tjá gagnkvæma ást sína með augnaráði sínu, hlýlegri handsnertingu og eru hamingjusöm yfir því að þurfa ekki að setja á langar ræður um til'finningamálin. Fólk lærir með aldrinum að meta blessun kyrrðar og þagnar. ■ Hvað merkja þessi ' ■= . ORÐ? -........ 1. Gagnhollur, 2. gangári, 3. laggari, 4. kald- arnbur, 5 gasi, 6. hafli, 7 hagalagður, 8. rafa- belti, 9. ráðbani, 10. rakleið. Merkingarnar eru á bls. 23.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.