Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN Vill skipta um heila SKURÐLÆKNIRINN, dr. Christian Barn- ard í Suður—Afríku, sem frsegur er orðinn fyrir hjartaígræðslur sínar, sagði nýlega í samtali við blaðamann í París, að nú stefndi hann að því að skipta um heila í fólki. Bamard komst þannig að orði: „Áður héldu menn, að ókleift væri að skipta um hjörtu í fólki. Okkur hefur tekizt það. Hvers yegna skyldum við þá ekki skipta um heila? Ég hef sett mér það mark og mið að hefja heilaígræðslur í Höfðaborg”. Barnard er 47 ára gamall. Hann kom til Parísar sl. vetur í sambandi við útkomu end- urminninga sinna í bókarformi. Titill þeirrar bókar, ÆVI, getur ekki styttri verið. Hins vegar hafa að undanförnu birzt „langhundar” miklir í erlendum vikublöðum vegna ásta- rciála doktorsins, en hann er kvennagull á heimsmælikvarða, hefur óspart verið orðaður við ýmsar fegurðardísir, er nýskilinn við eig- mkonu sína og kvæntur 19 ára gamalli auð- uiannsdóttur í Suður—Afríku. Þessar blaða- greinar um líferni Barnards hafa verið með Þeim hætti, að fyrrverandi eiginkona hans hefur fundið sig knúna til opinberra and- svara, enda skortir hana ekki gögn til að sýna fram á lauslæti manns síns. Hefur ekki staðið á vikublöðum Evrópu að veita hinum hispurlausu játningum frúarinnar viðtöku. Hafa hin frægu Barnardshjón þannig að und- anförnu haft tekjur af að bera tilfinninga- mál sín á torg í dálkum vikublaðanna. Nú bíða skurðlæknar veraldarinnar eftir arangrinum af heilaflutningum dr. Barnards, en blaðamennirnir bíða eftir því, hve langt verði í hjónabandi hans og hinnar 19 ára gömlu auðmannsdóttur, sem er á aldur við d.óttur hans frá fyrra hjónabandi. ORÐSEIMDIMG ÞEIR örfáu áskrifendur SAMTÍÐAR- INNAR, sem enn eiga ógreiddar póstkröf- ur sínar fyrir árgjaldinu 1970 (215 kr.) eða hafa af vangá látið endursenda þær, ei'u vinsamlega beðnir að senda okkur nú þegar árgjaldið í ábyrgðarbréfi eða póst- ávísun. SAMTlÐIN. ÍO-/S- MYNDIRNAR af Denna dæmalausa hafa vakið mikla ánægju blaðalesenda um víða veröld undanfarin ár. íslendingar þekkja þær úr Tímanum. Snillingurinn, sem býr þær til, heitir Hank Ketcham og býr í Genéve í Sviss. Upphaf- lega kallaði hann strákinn í blöðunum Dennis the Menace og skóp hann eftir syni sínum, sem fæddist í september 1946, en varð fyrst frægur 5 ára gamall árið 1951 og hefur ekki elzt í blöðunum síðan. H. Keteham starfaði hjá Walt Disney á 5. tug aldarinnar og teiknaði þá m. a. myndir i kvikmyndirnar Draumóra (Fantasia) og og Gosa (Pinocchio). Naumast var unnt að hugsa sér betri teikniskóla, enda lærði Ketc- ham þar ósköpin öll. Einn góðan veðurdag byrjaði hann að teikna son sinn. Langflestir foreldrar láta taka ljósmyndis af börnum sín- um, en Ketcham langaði hins vegar að festa á blað sem flesta spaugilega tilburði sonar síns. Síðan sendi hann nokkrar þessara mynda dagblaði einu í Bandaríkjunum, og hófst þá sigurganga Denna þar í landi. Leiddi hún brátt til heimsfrægðar. Denni á sér fjölda nafna í þeim um það bil 50 löndum, þar sem myndir af honum birtast daglega. Frakkar kalla hann: Denis la petite peste, Hollendingar: Henkie het Hu- isgevaar, Danir Jern Henrik, Tyrkir: Yumur- cak, svo að dæmi séu nefnd. Eins og stendur birtist hann í samtals 700 dag- og vikublöð- um, milljónum manna til óblandinnar á- nægju. Dennis Ketcham, upphafleg fyrirmynd Denna dæmalausa, var sl. vetur liðsforingi í bandaríska sjóhernum. Hann var rúmt ár í Vietnam. Hann segir, að sig langi mest til að kaupa jörð og fara að búa.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.