Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 16
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan geturðu farið yfii* rákirnar með lituðu skolvatni. Á. spyr: Á maður alltaf að nota raka- krem ? SVAR: Já, alltaf. Rakakremið gerir það að verkum, að snyrtingin varðveitist miklu lengur, og ef þú snyrtir þig ekki frekar, vemdar það hörundið. Jólabaksturinn Ananaskaka. — 2 egg, 175 g sykur, 50 g brætt smjör, 1/2 dl rjómi, 50 g möndlur, 1 tsk. ger, 25 g hveiti, 135 g fín tvíböku- mylsna, 1 litil ananasdós, 2 dl rjómi og 50 g súkkulaði. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með sykrinum. Smjörið er brætt, kælt og sett siðan út í. Möndlurnar eru hakkaðar, sett- ar út í og hrærðar vel saman við. Hveiti, geri og mylsnu er siðan blandað saman, og bætt síðast út í. Deigið er látið í vel smurt og mylsnustráð krmglótt form og hakað hálftíma við formkökuhita. Því næst er kakan látin kólna í forminu, áður en ananassafanum er liellt yfir hana. Hún er láthi vera í forminu til næsta dags, en þá skreytt með þeyttum rjóma með anan- asbitmn og rifnu súkkulaði. Rúlliíterta með súkkulaðikremi. — 3 egg, 1 eggjahvíta, 100 g sykur, 50 g kart- öflumjöl, IV2 msk. kakaó, 1 tsk. ger. Eggm, eggjahvítan og sykurinn eru hrærð saman. Kartöflumjölinu, kakaóinu og gerhiu er blandað saman, og þvi næst er það hrært út í. Síðan er deigmu smurt á vel smurðan smjörpappír, sem látinn er á ofnplötu. Er það svo bakað 5 mínútur við góðan liita. Því næst er því hvolft á sykurstráðan smjörpappír og það látið kólna, áður en kremið er sett á það og því er rúllað saman. Súkkulaðikremið. — 75 g sykur, 2 msk. vatn, 3 eggjarauður, 175 g smjör, 50 g súkkulaði. Sykurinn og vatnið eru sett í þykkan skaftpott og látin sjóða þar, þangað til taumar hafa myndazt. Síðan er því hellt út í eggjarauðurnar og hrært vel í á með- an. Þetta er síðan hrært saman, þar til það er orðið hér um bil kalt. Smjörið er hrært, þar til það er orðið hvítt. Þá er eggjamaukinu hrært saman við það. Ef það vill aðskiljast, er það hx*ært í vatns- baði eða 1 msk. af bráðnu smjöri er hrærð út í. hártoþþar! nnion flClTríOlLuv! KieópArgA TÝBGÖTU 1. ATHUGIÐ VERÐ □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugavog 53 — Simi 13197

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.