Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 11 neitaði að viðurkenna, að ég gæti ekki unnið aftur það vígi, sem ég hafði hörfað úr. Ég þreif aftur til hennar. Hún gaf mér bara olnbogaskot, og andiit hennar var myrkt og kalt. „Angela,“ sagði ég, „ástin mín, snúðu ekki baki við mér.“ Hún hristi höfuðið og stóð þarna í stofunni eins og ókunn manneskja. „Þetta var rangt af mér,“ sagði hún. „Ef gamli maðurinn hefði ekki af tilviljun komið einmitt nú, hefði farið illa.“ Ég horfði á rakar varir hennar, meðan hún sagði þessi orð, minnugur þess, hve mjúk- ar þær höfðu verið, þegar við vorum að kyss- ast. „Þú getur ekki sofið ein til eilífðar,“ sagði ég ruddalega. Hún hristi höfuðið, og augu hennar voru djúp og skær. „Ekki um aldur og ævi,“ svar- aði hún. „Þegar ég finn mann, sem ég get elskað og gifzt og sem elskar mig, mun ég sofa hjá honum.“ . Eyru mín heyrðu það, sem hún sagði, og augu mín sáu hana. Mér svall móður, og ég kenndi líkamlegrar vanvirðu. „Þú ert ekki naeð öllum mjalla,“ sagði ég. „Ég var það ekki áðan,“ sagði hún, „en nú er ég aftur með sjálfri mér.“ „Ég ætla ekki að gefa þig upp á bátinn,“ svaraði ég. „Ég vil ekki sjá þig framar,“ anzaði hún. „Ég skal heita því, að þú skalt sjá mig aftur,“ sagði ég. „Við getum verið vinir,“ sagði hún. „Vinir!“ Þetta orð var alveg að gera út af við mig. Andlit ekkjunnar var orðið stirðnað af hörðum dráttum. Hún bar skírlífi sitt eins og brynju. Nú var mér nóg boðið. Hjarta mannsins vísar honum leiðina, en Drottinn stýrir skref- um hans. Um leið og ég stóð upp af legu- bekknum, var eldurinn kulnaður. ..Vertu sæll,“ sagði hún. Ég staðnæmdist andartak. Nimrod, hinn voldugi veiðimaður, hélt heim með tóma tösku. „Komdu með hattinn minn og kápuna,“ sapði ég þóttalega. Hún snéri sér við til að ná í þetta, og ég leit í síðasta sinn á fagrar, styrkar mjaðmir hennar og fjaðurmagnið í grönnum öklunum. Hún kom með fötin. Síðan gekk hún fram að dyrunum og staðnæmdist þar, sem hinn gamli durtur hafði staðið skömmu áður. „Angela,“ sagði ég, „þú gerir okkur báð- um rangt til.“ Hún snéri sér við, hvarf frá mér og skildi mig eftir í dyrunum, sem stóðu opnar. Ef hún hefði nú rausnazt við að loka dyrunum eða hefði ýtt mér út! En það gerði hún ekki, heldur lét mig standa þama í opnum dyrun- um. Ég tók á öllum þeim virðuleik, sem ég átti til, seildist til hurðarinnar og lokaði á eftir mér. Því næst skundaði ég niður tröppurnar. Þegar ég ók burt, var ég að hugleiða, hvort ég ætti að kasta steini gegnum gluggann á nýlenduvörubúð Mantarisar, eða hvort ég ætti að fara í Cottys Bar. Ég ákvað að fara inn á barinn. Ef ég flýtti mér þangað, mundi ég hitta sígarettustelpu, sem ég gæti fengið til að taka sér frí í nótt. Hún hló eins og afglapi, og henni var oft bölvanlega kalt á fótum, — en allt er hey í harðindum. Fjandinn sjálfur eigi ekkjuna hanaAngelu! SACT ER að „vér einir vitum“ börn séu óhugnanleg. 4 að „vér einir vitum" kennarar séu al- gengir. 4 að „vér einir vitum“ eiginmenn séu óþol- andi. 4 að „vér einir vitum“ stjórnmálamenn séu þjóðhættulegir. 4 að „vér einir vitum“ kaffihúsasnakkar séu meinlausir. MINJAGRIPIR □□ GJAFAVÖRUR Vl-Ð ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EIUAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SIMI 2-D4-75

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.